Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 17.01.2002, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 17.01.2002, Blaðsíða 4
HERLÖGREGLUMADUR LÉST Á GRINDAVÍKURVEGI r n Tvö kíló af hassi íslendingur var handtekinn við tollskoðun á Keflavíkurflug- velli á sunnudag með tvö krló af hassi. Maðurinn, sem er um tvítugt, var að koma ffá Kaup- mannahöfn og var hann með hassið í farangri sínum, sam- kvæmt upplýsingum frá Toll- gæslunni á Keflavíkurflugvelli. Fíkniefnalögreglan yfirheyrði manninn í gær og var honum sleppt að yfirheyrslu lokinni. Talið er að hægt hefði verið að selja hassið fyrir um þtjár millj- ónir króna á fikniefhamarkað- inum. SJÚKRAHÚSIÐ Vopnaður varnarliðs- maður á slysamóttöku Varnarliðsmaður, vopnað- ur byssu, fylgdi starfsfé- laga sínum á slysamót- töku Heilbrigðisstofnunar Suð- urnesja í kjölfar alvariegs um- ferðarslyss á Grindavíkurvegi. Skotvopnið vakti athygli og hneyksian aðila sem erindi átti á stofnunina um nóttina. „Ég geri mér grein fyrir að það varð alvarlegt slys og leita þurfti hjálpar á sjúkrahúsinu. Þessir menn eiga hins vegar að sýna okkur, sem ekki erum vanir vopnaburði opinberlega, þá virð- ingu að vera ekki að flagga skot- vopnum. Þau vekja ótta og eru óþörf" sagði aðili á Suðurnesj- um í samtali við Víkurfréttir. Jóhann Einvarðsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja, staðfesti að vopnaður varnarliðsmaður hafi komið með manni sem hafði slasast lítillega í umferðarslysi á Grindavíkurvegi. Vakthafandi læknir, Konráð Lúðvíksson, hafi staðfest þetta eftir fyrirspurn blaðamanns. Skotvopnið hafi verið í belti og ekki áberandi. „Það olli lækninum ekki áhyggj- um,“ sagði Jóhann í samtali við Víkurfréttir. Vamarliðið hafði afhot af likhúsi sjúkrahússins og sagðist Jóhann ekki vita til þess að þar hafl verið vopnaðir menn á ferli. „Ég átti fund með yfirmönnum allra deilda á þriðjudag og enginn þeirra hafði orð á því við mig“. Varnarliðsmaður lcst þcyar bill hans fór út af vcginum rétt norðan við gatnamót Bláa fónsins. VF-myiidir: Hilmar lirarii 1 fS , '. JK1 Umfangsmikil rannsókn á banaslysi Banaslys varð á Grinda- víkurveginum um kl. 04 aðfaranótt þriðjudags. Varnarliðsmaður lést þegar bfll hans fór út af veginum rétt norðan við gatnamót Bláa lónsins. Talið er að maðurinn hafi kastast út úr bilnum og fannst hann lát- inn þegar að var komið. Annar vamarliðsmaður var í bílnum og hlaut hann einhveija áverka, samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Keflavík. Mikil hálka var á Grindavíkurveginum. Rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík ásamt rannsóknar- mönnum frá herlögreglunni unnu umfangsmikla vettvangsvinnu á slysstaðnum við Grindavíkurveg þar sem herlögreglumaður beið bana. Aðstæður til rannsóknarvinnu vom afleitar um nóttina og var staðin vakt við svæðið ffam í birtingu. Vettvangur var girtur af af lögreglu. Auk rannsóknarlög- reglumanna úr Keflavík, Keflavíkurflugvelli og firá hem- um vom á svæðinu vinnueftirlits- menn frá Vamarliðinu og skoð- unarmaður frá bifreiðaskoðun. Samtals komu um tveir tugir manna að rannsókninni á vettvangi. Aðstæður á slysstað vom hrika- legar. Bíllinn mun hafa oltið nokkrar veltur og ökumaður kastast út úr bifreiðinni. Félagi mannsins fann hann ekki á slysstað og gekk af stað í nátt- myrkrinu í átt að orkuverinu í Svartsengi til að sækja hjálp. Lík ökumannsins fannst um tvo tugi metra frá þeim stað þar sem bíll- inn staðnæmdist i grófu hraun- grýti. Um nóttina var gerð mikil leit að skotfærum á vettvangi, en her- lögreglumenn em vopnaðir og vom á leið til varðstöðu við ijar- skiptastöðina í Grindavík þegar slysið varð. Mikið úrval af fæðubótarefnum fró MLO Heill ferskur kjúklingur 499.- kr./kg. Grape hvítt og rautt 199.- kr./kg. MS Plús allar tegundir 69,- kr. MS Skyr.is allar tegundir onnur Tilboðin gilda frá föstudeginum 18. til og með 23. janúar eða á meðan birgðir endast Njarðvík HAGKAUP Meira úrval - betri kaup Njarðvík 4

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.