Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 17.01.2002, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 17.01.2002, Blaðsíða 15
ÞORSTEINN ERLINGSSON BÆJARFULLTRÚI SKRIFAR Styöjum Árna í stólinn! Ágætu bæjarbúar. Á þessu nýja ári verða bæjar- og sveitarstjómar- kosningar þann 25. maí n.k. eins og flestum er kunnugt um. Sú breyting verður hjá lista sjálfstæðis- manna í Reykja- nesbæ að Ellert Eiríksson bæjarstjóri, Jónína Sanders formaður bæjarráðs og Björk Guðjónsdóttir formaður framkvæmda- og tækniráðs gefa ekki kost á sér til áffamhaldandi starfa. Er þetta mikil breyting því t.d. hefiir Ellert Eiríksson verið bæjarstjóri undanfarin 12 ár. Bæjarbúar hafa spurt mig mikið í haust „hvaða mann Sjálfstæð- isflokkurinn ætli að hafa fyrir bæjarstjóra", eins og þeir orða það. Bæjarbúar hafa viljað fá mann sem er traustur og með reynslu. Forystumenn sjálfstæðisflokksins ákváðu þegar nafn Árna Sigfús- sonar kom upp að athuga hvort hann væri til í að vera bæjar- stjóraefni Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum. Varþað svo samþykkt einróma á fulltrúa- ráðsfundi fímmtudaginn lO.jan- úar s.l. að hann yrði bæjar- stjóraefhi sjálfstæðisflokksins og tæki fyrsta sæti á listanum. Einnig var ákveðið að stillt yrði upp á listann. Einhveijir hafa spurt hvers vegna ekki hafí verið fenginn heimamaður til að vera bæjar- stjóraefhi. Mér fínnst algjört aukaatriði hvar menn eru fæddir, svo lengi sem þeir eru reiðubúnir að vinna vel fýrir Reykjanesbæ. Auðvitað eru til margir hæfír einstaklingar í Reykjanesbæ, í góðum störfúm með góð laun og hafa því ekki áhuga á að sækjast eftir þessu viðamikla starfí. Sum- ir þeirra taka ekki í mát að fara úr slíkum störfúm í þá áhættu sem því fylgir að ganga til kosninga á 4 ára fresti. Einnig reka menn sín eigin fyrirtæki eða eru í námi og eru því dýrmætir fyrir bæinn þar sem þeir eru. Það sem er ánægjulegt við þetta er að þessi öflugi hópur bæjar- fúlltrúa, athafhafólks og annarra vill styðja við bakið á Áma til góðra verka fyrir bæinn og þannig nýtast hæfileikar okkar hvers á sínu sviði. Þessi ákvörð- un hefúr valdið miklum titringi hjá þeim sem telja sig sérstaka andstæðinga okkar sjálfstæðis- manna. Það er góðs viti.Fyrst væri það áhyggjuefni ef slíkir menn segðu ekkert. En hvemig þeir velja að fjalla um þetta mun aðeins lýsa þeirra innri manni - verða þeir málefhalegir eða MlÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á SUÐURNESJUM Námskráin er komin út Um 80 námskeið í boði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Kynnið ykkur námskrána. Skráning á námskeið í síma 421 7500. Einnig á netinu http://www.mss.is leggjast þeir í skítkast? Svar við því er nú að koma í ljós. Ég vona að sjálfstæðisfólk beri gæfú til að svara ekki til baka með slikum hætti. Þá má nefha að bæjarstjórinn í Grindavík er frá Húsavík, bæjar- stjórinn í Sandgerði erNjarðvík- ingur, sveitarstjórinn í Garðinum er frá Vestmannaeyjum, sveitar- stjórinn í Vogum er Keflvíkingur og Steindór Sigurðsson sem sat í bæjarstjóm Njarðvíkur síðan Reykjanesbæjar er nú sveitar- stjóri í Öxarfirði. Ellert Eúíksson núverandi bæjarstjóri var í 17 ár bæjarverkstjóri í Keflavík, síðan í 8 ár sveitarstjóri í Gerðarhreppi, árið 1990 varð hann svo bæjar- stjóri i Keflavík sem nú heitir Reykjanesbær. Ég þekki Áma Sigfússon og tel hann vera mjög hæfan mann, vel menntaðann og með góða þekk- ingu á sveitarstjómar- og at- yinnumálum. Ég vil biðja bæjarbúa að skoða þennan nýja forystumann með jákvæðu hugarfari, styðja okkur sjálfstæðismenn í kosningunum í vor og gera Áma Sigfússon að næsta bæjarstjóra í Reykjanesbæ. Þorsteinn Erlingsson bæjarfulltnii sjálfstæðismanna Reykjanesbæ Ný verslun að Hafnargötu 88 Fyrir réttri viku var opn- uð verslun með vinnu- fatnað og verkfæri að Hafnargötu 88, þar sem áður var veitingastaðurinn China takeasvay. Verslunin, Katrín ehf, er rekin af Kartinu Úr- súlu Harðardóttur og eigin- manni hennar, Guðna B. Guðnasyni og börnum þeirra. I versluninni eru seld verkfæri og vinnufatnaður og eru vörurnar í ódýrari kanntinum. Katrín ehf er umboðsaðili fyrirVerkfæra- söluna í Ármúla í Reykjarík. Opnunartími verslunarinn- ar er frá 12.30 til 19.00 á virkum dögum og 12.30 til 16.00 á laugardögum. Fréttasíminn 898 2222 Ný og bætt þjónusta íbúum Gerðahrepps stendur nú til boða að greiða eftirtalin gjöld til sveitarfélagsins með Boðgreiðslum Visa: Fasteignagjöld Gatnagerðargjöld Heimilishjálp Húsaleigu Tónlistarskólagjöld Daglegar fráttir frá Suðurnesjum á www.vf.is 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.