Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 17.01.2002, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 17.01.2002, Blaðsíða 3
MATARLYST ATLANTA Framleiðir allt að 1400 matarskammta á dag Matarlyst/Atlanta cldhús- ið framleiðir nú allt að 1400 matarskammta á dag en stofnfundur félagsins var haldinn í byrjun mánaðar- ins en þá var endanlega gengið frá sameiningu Matarlystar ehf. ogAtlanta flugeldhúss. Akveðið var 1 mars sl. að sam- eina þessi tvö fyrirtæki, vegna mikilla verkeíha hjá báðum aðil- um. Mikil aukning hafði orðið í svokölluðum skólamáltíðum hjá Atlanta flugeldshúsi og aukning hafði orðið hjá Matarlyst, þann- ing að menn töldu mikla hagræð- inu í því að sameina krafta sina og nýta þekkingu beggja fyrir- Stjórn Matarlyst-Atlanta, aftari röð f.v. Páll Ketilsson formaður, Arngrímur Jóhannsson, Rúnar Smárason, Þóra Guðmundsdóttir, Magnús Þórisson, Axel Jónsson og Fanný S. Axelsdóttir varaformaður. Fyrir stofnfund Matarlyst/Atlanta fóru hluthafar í skoðunarferö um húsakynni fyrirtækisins. Hér má sjá Magnús Þórisson, framleiðslu- stjóra sýna skólamatinn en næst honum eru Atlanta-hjónin, Arngrímur og Þóra en þau eru hluthafar í nýja fyrirtækinu. Hugmyndin að skólamatnum er runnin til flugmatar sem Axel Jónsson gerði um tíma fyrir Atlanta. tækja sem best. Stofnfundinn sóttu hluthafar og gestir alls um 20 manns. Ný stjórn var kjörin og er hún skipuð þeim Páli Ketilssyni, for- manni, Fanný S. Axelsdóttur, varaformanni, meðstjórnendur eru Rúnar Smárason, Þóra Guð- mundsdóttir, Magnús Þórisson og Amgrímur Jóhannsson. Fram- kvæmdastjóri er Axel Jónsson. Mikil aukning hefur orðið hjá fyrirtækinu uppá síðkastið. Nú eru 5 grunnskólar og 2 leikskólar í viðskiptum auk margra annarra verkefna. Að sögn Axels Jónssonar, ffam- kvæmdastjóra em miklir mögu- leikar á sviði skólamáltíða og em nokkrir samningar i burðaliðnum hjá fýrirtækinu. Aðalega hafa þessi viðskipti ver- ið á stór-Reykjavíkur svæðinu MATARLYST ATLANTA auk Grindavíkurbæjar sem hefur gert 5 ára samning við Matar- lyst/Atlanta um skólamáltíðir fýrir Gmnnskóla Grindavíkur. Að sögn Axels gera áætlanir ráð fýrir að framleiðsla verði komin í 4000 máltíðir á dag í lok árs 2004. Það er ljóst að möguleikar okkar í skólamáltíðum eru miklir en einnig á öðrum sviðum, sagði Axel Jónsson sem ofl hefúr verið nefhdur „veitingamaður Suður- nesja“ enda sennilega reynslu- mesti maðurinn á því sviði á svæðinu. Daglegar fréttir frá Suðurnesjum á www.vf.is 3

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.