Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 14.03.2002, Side 22

Víkurfréttir - 14.03.2002, Side 22
PÓLITÍKIN/JÓN GUNNARSSON SKRIFAR í Vatnskysustrandarhreppi * smu^ostsKÓu ö Næstkomandi laugardag verður haldið prófkjör hjá Bæjarmálafélagi H-listans í Vatnsleysustrand- arhreppi. Prófkjörið fer fram í Lionshúsinu frá kl 15:00 til kl 19:00. Rétt til þátttöku hafa allir félags- menn og vil ég hvetja sem flesta til að ganga í félagið til að geta haft áhrif á uppröðun þess framboðsiista sem boð- inn verður fram fyrir kosn- ingarnar þann 25. maí nk. Eg hef, að vandlega athuguðu máli og að áeggjan ákaflega margra félaga, ákveðið að bjóða mig fram í 1. sæti fram- boðlistans gegn sitjandi oddvita Þóru Bragadóttur. Það var ekki auðveld ákvörðun að taka, þar sem við Þóra höfum starfað lengi saman að uppbyggingu hreppsins og H-listinn hefur staðið ákaflega þétt saman í gegnum tíðina við úrlausn margra erfiðra mála. A liðnu kjörtímabili hefur smátt og smátt verið að fjara undan því mikla fylgi sem H- listinn hefur haft og fjölmargir stuðningsmenn lýst því yfir að þeir kysu ekki listann undir óbreyttri forustu. H-Iistinn náði hreinum meiri- hluta í hreppsnefnd Vatnsleysu- strandarhrepps árið 1990 og hofst þa þegar mikil uppbygg- ing sem enn stendur. 1991 var byggður nýr leikskóli, 1993 var íþróttamiðstöðin byggð og eftir að H-listinn vann aftur hreinan meirihluta í kosningunum árið 1994 var haldið áffam og byggt við Stóru -Vogaskóla á árunum 1997 og 1998. Þetta voru allt framkvæmdir sem nauðsynlegt var að ráðast í til að bæta úr brýnni þörf og einnig sáum við að ef sveitarfélagið ætti að stækka á næstu árum þyrfti grunnþjónustan að vera góð og nægjanlegt rými til að taka við aukningu á íbúafjölda. Mark- aðsetningin sem staðið hefur yfir á síðustu 2 árum kemur síðan í eðlilegu framhaldi af fyrri verkum. Jóhanna Reynis- dóttir sveitarstjóri hefur borið hitann og þungann af því átaki sem í gangi hefiir verið og stað- ið sig frábærlega vel. I dag er ástandið innan H-list- ans allt annað en við höfum átt að venjast, veruleg sundrung er innan raða stuðningsmanna sem helgast af deilum sem uppi eru um embættisfærslur núver- andi oddvita. Henni hefur ekki tekist að sameina stuðnings- menn H-listans á bak við sig og steininn tók úr þegar hún ákvað uppá sitt einsdæmi að snið- ganga samþykktir meirihlutans sem hún þó hafði samþykkt og átti að vera í forsvari fyrir. Af- leiðing þeirra verka var sú að ákaflega farsæll fúlltrúi okkar í hreppsnefnd Sigurður Kristins- son sagði sig ffá hreppsnefnd- arstörfúm og næsti varamaður ákvað einnig að taka ekki sæti Sigurðar. Sigurður býður sig nú fram að nýju í annað sæti listans og myndi ég fagna góðri kosningu hans í það sæti. Markaðsetningin og fram- kvæmdir í tengslum við hana hafa kostað mikið fé og eru heildarskuldir sveitarfélagsins yfir hálf milljón kr á hvern íbúa. Þó búið sé að úthluta íjölda lóða, þá hefúr uppbygg- ing húsa á þeim gengið frekar hægt. Þetta stóra dæmi á alveg eftir að klára og borga þær miklu skuldir sem orðið hafa til á sl. tveimur árum. Það er al- gjör nauðsyn að H-listinn nái að bjóða ífam sterkan og sam- hentan lista við kosningamar í maí og þannig haldið meiri- hluta sínum til að ljúka því verkefni sem hafist var handa við árið 1990. Framboð mitt nú er tilraun til að svo megi verða og vona ég að íbúar kynni sér málin vel áður en þeir ganga til prófkjörsins. Það er von mín að prófkjörið verði drengilegt og stuðnings- menn hafi í huga að hér eru samherjar að takast á en ekki andstæðingar. Mikilvægt er að sá frambjóðandi sem hlýtur kosningu í fyrsta sæti listans fái góða kosningu ef honum á að takast það að sameina þá breið- fylkingu sem að H-listanum hefúr staðið. Jón Gunnarsson framkvæmdastjóri Akurgerði 13,190 Vogum Ómálefnalegt skitkast, dylgjur og ósannindi Þegar ég var að ganga ftá þess- ari grein til sendingar til Víkur- frétta fór ég inn á heimasíðu þeirra á vefnum og sá þar grein eftir Halldóru Baldursdóttur vegna komandi prófkjörs. Greinin er samansafn skítkasts og hreinna ósanninda og ætla ég ekki að heyja prófkjörsbar- áttu á sama plani. Að mínu áliti segir greinin meira um höfúnd hennar, sem hefúr búið í Vogum skamma hríð, en mína persónu. Ég á erfitt með að koma auga á þá vinsemd og virðingu sem undir greinina er ntað. Ég vil óska eftir því við stuðn- ingsmenn mína í prófkjörinu að þeir varist það að falla í þá gryfju sem nefnd Halldóra hef- ur fallið í. Það að ata aðra frambjóðendur auri og bera á þá ósannindi er ekki rétta leið- in. JG UM HVAÐ SNÚAST STJÓRNMÁL II - KJARTAN MÁR KJARTANSSON SKRIFAR Ungtfólk og stjórnmál Um daginn var ég á spjalli við ungan mann um tví- tugt. Hann sagðist ekki skilja hvernig ég nennti að eyða tíma í „fundi og stöðugt þras“ eins og hann oröaði þaö. Þegar ég útskýrði fyrir honum að sveitarstjórnarmál fjölluðu fyrst og fremst um að búa til betri framtíð, láta gott af sér leiða og hafa jákvæð áhrif á þróun bæjarins okkar, fannst mér sem hann fengi nýja sýn á málið. Mér fannst hann skilja að á bak við þá góðu hluti sem hafa verið að gerast í Reykja- nesbæ er fólk með framtíðar- sýn. Akvarðanir væru teknar mcð lýðræöislegum hætti í hópstarfi innan stjórnmála- flokka, sem væri tímafrekt en skcmmtilegt, og þar hefði fólk á öllum aldri tækifæri til þess aö láta skoðanir sínar í Ijós og hafa áhrif. Áhugi og þátttaka ungs fólks í starfi stjómmálaflokka, íslenskra og erlenda, hefur verið að minnka. Á sama tíma hefur hraði Kjartan Már Kjartansson breytinga í vestrænu samfélagi verið að aukast. Ef þessi þróun heldur áfram mun samfélag ffamtíðarinnar mótast af viðhorf- um miðaldra og fullorðinna ein- staklinga án sjónarmiða ungs fólks. Skiptir þá ekki máli hvort búið er i Reykjanesbæ, Reykja- vík eða London því þróunin er alls staðar sú sama. Þessi þróun er ekki æskileg og trúlegt að ungt fólk sé sammála ef það hugsar málið í þaula. Ágætu, ungu bæjarbúar! Ef þið látið ekki skoðanir ykkar í ljós og reynið að hafa áhrif þá verða sjónarmið einhvers annars ofan á, hvort sem ykkur líkar betur eða verr. Ég skora á ykkur að kynna ykkur starfsemi Félags ungra ffamsóknarmanna i Reykjanesbæ. Sumir óttast þátt- töku í slíku starfi, telja sig ekki vera nægilega vel inn i málum o.s.ffv. en sá ótti er ástæðulaus. Tilgangurinn með félaginu er einmitt að miðla þekkingu og hjálpa ungu fólki að öðlast nægi- legt sjálfstraust til þess að þora að Iáta til sín taka og opinþera skoðanir sinar á hlutunum. Fram- sóknarflokkurinn starffækir t.d. stjómmálaskóla fyrir ungt fólk auk þess sem mikil áhersla er lögð á að starfið sé skemmtilegt. Samstarf á landsvísu er mikið, ferðalög og skemmtanir ofarlega á dagskrá en pólitíkin er þó aldrei langt undan. Margir af helsm stjómmálaleið- togum þjóðarinnar hófú sinn feril á vettvangi ungliðahreyfingar Framsóknarflokksins. í sveitar- stjómarmálum gerist þetta eins. Við sem nú erum bæjarfúlltrúar Framsóknarflokksins í Reykja- nesbæ, undirritaður og Skúli Þ. Skúlason forseti bæjarstjómar, stigum báðir okkar fyrstu skref innan Félags ungra ffamsóknar- manna. Ungt fólk hefúr átt greiða leið innan flokksins og á það hef- ur verið hlustað. Dæmi um það er Jón Marinó Sigurðsson sem er í fimmta sæti ffamboðslista Framsóknarflokksins í Reykja- nesbæ fyrir sveitarstjómarkosn- ingamar i vor en hann er aðeins 25 ára gamall. Yngsti ráðherra ríkisstjómar íslands, Siv Frið- leifsdóttir, er einnig gott dæmi um félagsmann úr ungliðahreyf- ingu flokksins sem hlustað hefúr verið á. Við Skúli stukkum ekki í eldlín- una í bæjarstjóm í einu stökki heldur vomm við að feta okkur ffamar eftir því sem eldri og reyndari menn og konur hættu störfúm og við áunnum okkur traust. Það er mjög mikilvægt að fólk eygi þann möguleika að geta haft áhrif á þennan hátt. Það er þó ekki sjálfgefið því em ekki allir flokkar jafh tilbúnir til þess að veita ungu heimafólki brautar- gengi eins og dæmin sanna. Að lokum við ég hvetja allt ungt fólk, sem vill kynnast starfi ungra ffamsóknarmanna í Reykjanesbæ, og hafa áhrif á þróun og mótun samfélagsins, til þess að hafa samband við Jón Marinó eða Sonju Siguijónsdótt- ur, formann félagsins. Netfang Jóns erjonnim40@hotmail.com og netfang Sonju er pretty@mi.is . Það er aldrei að vita í hveijum ykkar leynast stjómmálamenn ffamtiðarinnar. Kveðja, Kjartan Már Kjartansson 1. niaöur á lista Framsókna- tlokksins í sveitarstjórnar- kosingunum 2002 kjartanmar@hotmail.com 22

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.