Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 03.05.2002, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 03.05.2002, Blaðsíða 2
Föstudagurinn 3. maí 2002 stul -• tar F R É T T I R ■ Laun hækka um 2,5% Kaupskráneftid vamarsvæða felldi þann 24. apríl sl. úrskurð í máli Verslunarmannafélags Suðumesja gegn Starfsmanna- haldi vamarliðsins. VS hafði krafist launaleiðréttingar vegna félagsmanna sinna í starfi hjá Vamarliðinu vegna launaskriðs áárinu 2001. Urskurður kaupskrámefndar var á þá leið að laun félags- manna VS er starfa hjá vamar- liðinu á Keflavíkurflugvelli skulu hækka um 2,5% ffá og með 1. launatímabili í apríl 2002. Þessi hækkun er til við- bótar 3% almennri hækkun samkvæmt kjarasamningi í jan- úar sl. ■ Rúða brotin í lögreglu- stöðinni i Grindavík Rúða var brotin í lögreglustöð- inni í Grindavík um helgina. Lögreglan veit ekki hver þar var að verki en óskar eftir að vitni hafi samband við lögregl- una i Keflavík í síma 420 2400. ■ Flugvél í hættu skammt frá Sandgerði Tilkynnt var um hættuástand flugvélar af gerðinni Chessna 182 rétt fyrir klukkan hálf átta í kvöld. Öllu tiltækt björgunarlið Sigurvonar i Sandgerði var gert viðvart, en flugvélin var í elds- neytisvandræðum og taldi flug- maður sig ekki geta lent vél- inni. Flugvél flugmálastjómar og þyrla Landhelgisgæslunar fóm báðar í loftið og flugu til móts við vélina en slöngubátur björgunarsveitarinnar Sigur- vonar, Kiddi Lár, hélt þegar úr höfh og var viðbúinn utan við Sandgerði. Flugmaðurinn taldi ólíklegt að hann næði til Kefla- vikurflugvallar, en allt kom þó fyrir ekki og náði flugmaðurinn að lenda heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli um hálf níu þetta kvöld. Flugvélin var að koma fiá Bandaríkjunum. ■ Mótorhjóladagur á laugardaginn Mótorhjóladagur verður hjá bifreiðaskoðun Frumheija á Fitjum á laugardaginn. Opið verður þann dag fyrir skoðun bifhjóla auk þess sem mótor- hjól verða til sýnis. FRÉTTIR Hefur aukið eftirlit á Reykjanesbraut einhver áhrif? Hraði á brautinni breytist lítið Hjálmar Ámason alþingismaður hefur fengið svar frá dómsmálaráðherra við fyrirspurn um það hvort orðið hafl mælanleg breyting á umferðarhraða og tíðni umferðarslysa á Reykjanesbraut eftir að embætti sýslumanna í Hafnarfírði, Keflavík og á Keflavíkurflugvelli hófu mark visst eftirlit á brautinni? í svari Sólveigar Pétursdóttur ráðherra kemur fram að eftirlit var aukið árið 2000. Mat lög- reglustjóraembættanna er að umferðarhraðinn hafi minnkað, einkum fyrstu mánuðina. Engu að síður er hann enn of mikill. Lögreglan hef- ur lagt áherslu á að jafna hraðann og gera aksturinn hindrunarlausan og telur að þannig megi fækka umferðaróhöppum. Tölur um ár- angur af hertu eftirliti lögreglunnar eru sem hér segir: Árið 2000. 1.905 kærðir fyrir of hraðan akstur. 213 umferðaróhöpp 40 slys í þessum óhöppum, 4 banaslys. 69 kærðir fyrir ölvun við akstur. Árið 2001. 2.063 kærðir íyrir of hraðan akstur. 167 umferðaróhöpp 28 slys í þessum óhöppum, 1 banaslys. 61 kærður fyrir ölvun við akstur. Vegagerðin hefur um árabil mælt hraða á Reykjanesbraut með ratsjá. Einungis er mæídur hraði þeirra bifreiða sem eru á fijálsri ferð, þ.e. óháðar öðrum biffeiðum. Nið- urstaða Vegagerðarinn- ar er að litlar breytingar hafi orðið á meðalhraða í umferðinni á þeim tíma sem hér um ræðir. Þó kunni að hafa dregið úr ofsaakstri á Reykjanesbraut, en um það verði ekkert fullyrt á þessu stigi. Skólastjóri Holtaskóla um samræmt próf: „Þyngsta stœröfrceði- prófsem ég hef séð“ „Þetta er án efa þyngsta stærð- fræðipróf sem ég hef séð, og ég hef nú séð þau mörg“ sagði Sigurður Þorkelsson skóla- stjóri í Holtaskóla þegar hann var spurður út í samræmda lokaprófíð í stærfræði sem hef- ur verið mjög umdeilt. Margir nemendur og kennarar hafa kvartað undan stærð- fræðiprófmu en prófíð er sagt ekki hafa verið í neinu sam- ræmi við stærðfræðikennsluna um veturinn og mörg dæmi þess óskiljanleg. Sigurður skólastjóri sagði í samtali við Víkurfréttir að prófið myndi koma mjög mikð niður á dreif- ingu einkunna á meðaltal og sagði hann prófíð vera vel prófhæft fyrir áfanga í fram- haldsskóla. Ekki hafði borist mikið af kvörtunum á skrif- stofu Holtaskóla, en það er að- allega í höndum Námsmats- stofnunar að taka við þeim. Sigurður sagöi annars að önn- ur samræmd próf hefðu heppnast vel og hefði hann bara heyrt ágætis hljóð í nem- endum skólans. Þegar hafa nokkrir kennarar og skóla- stjórar sent kvartanir til Námsmatsstofnunar um fyrri hluta prófsins en engin ákvörð- un eða yfirlýsing hefur verið gefin út af hálfu Námsmats- stofnunar. Fór á bólakaf við Ægisgötuna ■■ Okumaður lítillar fólksbif- rciðar sem ók niður Æg- isgötuna í Keflavík á mánudagsmorgun festi bifreið- ina á götunni. Eftir dálitla stund fór að flæða upp að bif- reiðinni með þeim aileiðingum að bfllinn var nánast kominn á bólakaf. MikiII sjógangur var á þessum slóðum og hafði einnig verið kvöldið áður og braut mikið á sjóvarnagörðum. Kallað var á lögreglu en dráttar- bíll var kallaður út og tók hann bifreiðina upp. Engin meiðsl urðu á fólki. VlKURFRÉTTAMYND: HILMAR BRAGI Eiginkonurnar sungu fyrir „Ýsukónganna" sína Farsæll GK landaði í Grindavíkurhöfn að kvöldi sumardagsins fyrsta og var drekkhlaðinn af ýsu. Við það tækifæri mættu eiginkonur skipverja á Farsæl allar í netum vafnar og sungu sjómannaslagara fyrir kóngana sína, en þær voru allar í bolum meiktir „Ýsukóngar á Farsæli". Hefð hefur skapast fyrir því að skipverjar á Farsæli fái konumar skrautlegar í heimsókn um borð á sumardaginn fyrsta, en þann dag rennur hluturinn til kvennana. w Útgefandi: UfllfllD víkurfréllir ehf- kt. 710183-0319, VIIVUK Grundarvegi 23, 260 Njarðvik FRÉTTIR Sími 421 4717 (10 Linur) • Fax 421 2777 Útlit, umbrot og prentvistun (pdf): Vikurfréttir ehf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi Irf. / Dreifing: islandspóstur Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is Aðrir fjölmiðlar Vikurfrétta ehf. eru: Timarit Víkurfrétta, fhe White Falcon og Kapalsjónvarp Vikurfrétta. Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, simi 893 3717 pket@vf.is Fréttastjóri: Hilnrar Bragi Bárðarson, sími 898 2222 hbb@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson, franz@vf.is Auglýsingar: Kristín Njálsdóttir kristin@vf.is, Jófríður Leifsdóttir, jofridur@vf.is Blaðamaður: Sævar Sævarsson sjabbi@vf.is, Snorri Birgisson snorri@vf.is Hönnunarstjóri: Kolbrún Petuisdóttir kolla@vf.is Hönnun/umbrot: Kolbrún Pétursdóttii kolla@vf.is, Skarphéðinn Jónsson skarpi@vf.is, Hilmar Biagi Bárðarson hbb@vf.is Skrifstofa: Stefania Jónsdóttir, Atdis Jónsdóttir 2 VfKURFRÉTTAMYND: SN0RRI BIRGISS0N

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.