Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 03.05.2002, Síða 15

Víkurfréttir - 03.05.2002, Síða 15
Föstudagurinn 3. maí 2002 FRÉTTIR VlKURFRÉTTAMYND: HILMAR BRAGI Samfylkingin vill bjóða fríar skólamáltíðir Samfylkingin í Revkjanes- bæ kvnnti stefnuskrá list- ans á fundi með félags- mönnum sínum um helgina. Þá voru léttar veitingar í boði en einnig var opnuð heimasíða Samfylkingarinnar í tilefni kosninga. Stefnuskrá Samfylkingarinnar einkennist af jöfhum tækifærum fólksins. Steftiuskráin er samin með áherslur og vilja fólksins í fyrirrúmi og vilja frambjóðendur auka þátt almennings í áhrifum á sveitastjómun Reykjanesbæjar. Jóhann Geirdal, oddviti, kynnti stefnuskrána á fundinum í dag og var hann ákveðinn í því að rót- tækar breytingar í stjórnkerfi bæjarins væru nauðsynlegar og taldi hann Samfylkinguna geta staðið að þessum breytingum nái þeir meirihluta í bæjarstjóm. Ein helsta stoð Samfylkingarinnar í stefnuskránni var þeirra hug- mynd um eflingu innri starf skól- anna í bænum og segir Jóhann Geirdal orðrétt i grein sinni um skrána: „Það er andstætt hug- sjónum Samfylkingarinnar að bömum sé mismunað. Því hefur Samfylkingin ákveðið að koma á fríum skólamáltíðum fyrir öll böm í grunnskólum Reykjanes- bæjar. Þetta er háleitt og mikil- vægt markmið. Þetta er markmið sem stuðlar að auknum jöfhuði og tryggir öllum bömum sama aðgang að skólunum og því sem þar er boðið uppá“. Nánar má kynna sér stefhu Samfylkingar- innar á vefsíðu S-listans sem var opnuð við stefnuskráarkynning- Góðar gjafir til Bóka- safns Reykjanesbæjar ALaxnesshátíðinni sem haldin var mánudaginn 22. apríl sl. í tilefni aldar- afmælis nóbelsskáldsins Hall- dórs Laxness var sett upp sýn- ing á listaverkum Erlings Jóns- son sem orðið hafa til vegna á- hrifa frá skáldverkum Hall- dórs. Þessi sýning hefur nú ver- ið sett upp í sýningarsal Bóka- safns Reykjanesbæjar og er opin virka dag frá kl. 10 - 20, laugardaga kl. 10-16. Sýning- in stendur til 8. maí 2002. Bókasafni Reykjanesbæjar voru færðar tvær stórgjafir á Laxnesshátíðinni Erlingur Jónsson gaf safhinu lág- mynd af Halldóri Laxness úr eir og Stuðningshópur að Listasafhi Erlings Jónssonar færði safninu listaverkið „Laxness pennann" að gjöf í tilefhi aldaraffnælis skáldsins. Leitað hefur verið til nokkurra fyrirtækja og félaga um fjárftam- lög til að láta stækka listaverkið, en Erlingur var mikill vinur og aðdáandi skáldsins og konu hans Auðar. Fyrirhugað er að verkið verði steypt í brons og haft á stöpli úr Bohus-graníti og steyptum sökkli, samtals um 4 metrar á hæð. A stöplinum verður áletmð plata um tilefhið og önnur með nöfnum gefenda. Stefht hefur verið að þvi að verk- ið verði afhjúpað í byrjun sept- ember n.k. á menningahátíð Reykjanesbæjar, Ljósanótt. Þetta kemur fram á vef Reykjanesbæjar. Munið minningarkort Orgelsjóðs Keflavíkurkirkju. Foreldrar í Reykjanesbæ! ann 8. maí nk. standa for- cldrafélög grunnskólanna í Reykjancsbæ FFGÍR aö fyrirlestri í Heið- arskóla kl. 20. Fyrirlesari verð- ur Þórólfur Þór- lindsson, prófess- or við Háskóla Islands en hann mun í fyrir- lestri sínum leggja áherslu á foreldrahlutverkið og mikil- vægi þess. Fyrr um daginn mun Þórólfur eiga fund með starfsmönnum Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar, íþrótta og tóm- stundaráðs Reykjanesbæjar og Lögreglunni í Reykjanesbæ, þar sem ræddar verða hugmyndir um hvemig best megi efla foreldra- vitundina og jafhffamt skilgreina hlutverk uppeldisstofnanna s.s. grunn- og leikskóla, íþrótta- og tómstundafélaga, ráðgjafastofh- anna og annarra sem koma að uppeldi bama. Þórólfur er einn effirsóttasti fyrir- lesari á íslandi í dag og því er það mikill heiður fyrir okkur í Reykjanesbæ að fá að njóta krafta hans. Eg vil hvetja alla foreldra í Reykjanesbæ til að mæta á fyrir- lesturinn í Heiðarskóla 8. maí og jafhffamt vil ég þakka FFGÍR fyrir ffábært starf í vetur og hvet þau tii enn frekari dáða á kom- andi árum. Hjördís Ámadóttir, félagsmálastjóri í Reykjanesbæ. REYKJANESBÆR Umsjónaimaður í Myllubakkaskóla Óskað er eftir umsjónarmanni í 100% starf við Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ. Æskilegt er að mnsækjandi hafi menntun og/eða starfsreynslu sem iðnaðarmaður. Viðkomandi verðm að geta unnið sjáifstætt, eiga gott með að vinna með öðrum og jafnframt annast verkstjóm. Laun skv. kjarasamningi Reykjanesbæjar og S.T.F.S. Umsóknir berist bæjarskrifstofu Reykj anesbæj ar, Tj amargötu 12, 230 Keflavík, Reykjanesbæ. Upplýsingar veitir Hjörtm Zakaríasson bæjarritari/starfsmannastjóri. Starfsmannastjóri. ZSViZy-- Næsta blað á miðvikudag. Auglýsingar berist fyrir hádegi á þriðjudaginn. VÍKURFRÉTTIR • 18. tölublað 2002 15

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.