Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 03.05.2002, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 03.05.2002, Blaðsíða 18
MENNING Föstudagurinn 3. maí 2002 Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa Halldórs Pálssonar, Faxabraut 75, Keflavík. Helga Árnadóttir, Jón Halldórsson,Þórunn Þorbergsdóttir, Árni Páll Halldórsson, Helga M. Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Kynningarnámskeið sunnudaginn 5. maí. Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun Fyrir hvern? Alla sem áhuga hafa á að kynnast þessari mildu en áhrifaríku meðferð. Allt námsefni á íslensku. Kennarar: Margeir Sigurðarson RCST. Inga Þórðardóttir RCST. Upplýsingar og skráning í símum: 897 7469 og 699 8094. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum Hjúkrunarstarf vistunarmat aldraðra. Laust er til umsóknar starf fyrir hjúkrunar- fræðing eða sjúkraliða til að sinna vistunarmati aldraðra. Starfshlutfall 30%. Kjör skv. viðkomandi stéttarfélagi. Starfið veitist frá 1. júní 2002. Upplýsingar gefur formaður þjónustu- hóps, Oddný Mattadóttir milli kl. 12 og 13 í símum 421 2474 og 695 9474. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Sambands sveitafélaga á Suðurnesjum, Fitjum, Njarðvík í síðasta lagi 7. maí 2002 merkt „þjónustuhópur" Þjónustuhópur aldraðra. Myllubakkaskóli hcfur verið með sýningar á söngleiknum Bugsy Malone síðustu vikurnar og hafa þær gengið framar von- um. Undirbúningurinn byrjað í janúar með áheyrnar- og dansprufum og voru 42 nemendur í 6.-10. bekk svo valdir til að taka þátt í svning- unni. Þess má geta aö aðeins sex strákar tóku þátt í uppfærslunni af þessum 42 krökkum, þar af tveir ljósa-og tæknimenn. Handritið var að mestu samið af Irisi Dröfn Halldórsdóttur og Díönu ívarsdóttur en notast var við bíómyndina þegar það var samiö. Næst var farið í þaö aö semja dansa og æfa söngva og svo sáu Gunn- heiður Kjartansdóttir og Lilja Kristrún um bún- ingana og leikmuni. Blaðamaður Víkurfrétta hitti Davíð Örn Óskars- son(Bugsy Malone), Marínu Ósk Þórólfsdótt- ur(Bloesey Brown) og Evu Kristínu Árnadótt- ur(dansari) fyrir skömmu og ræddi aðeins við þau um sýninguna. Æfingamar gengu mjög vel að þeir- ra sögn en æft var alla virka daga og siðustu tvær vikunar var einnig æft á laugardögum. Á æfingun- um var farið í öll smáatriði sem þufti að laga og svo var tekið lokarennsli í lok hverrar æfingar þar sem öllu var rúllað í gegn. Söngleikurinn var frumsýndur á árshátíð Myllu- bakkaskóla 15. mars sl. og var ætlunin að hafa ein- ungis þessa sýningu og jaífivel eina fjölskyldusýn- ingu. Það var þó fljótt ljóst að um ekkert annað væri að ræða en að hafa fleirri sýningar enda var eftir- spumin mikil. Alls vom sex sýningar og var uppselt á fyrstu fjórar. Samtals mættu 1200 manns á sýn- ingamar sem verður að teljast mjög gott. Viðbrögð- in hjá krökkunum í skólanum vom mjög góð að sögn þeirra Davíðs, Marinar og Evu: „Við erum mjög ánægð með útkomuna og allir sem séð hafa söngleikinn hafa talað um hve skemmtilegur hann hafi verið. Við viljum nota tækifærið og þakka öll- um þeim er komu að sýningunni að einhvetju leiti og einnig bæjarbúum fyrir góða aðsókn". Tónlistin úr söngleiknum var gefin út á geisladisk sem kom út á ffumsýningardaginn. Diskurinn var tekinn upp í Geimstein og sá Guðmundur Kristinn Jónsson gítaleikari Fálka frá Keflavík um upptök- umar. Geisladiskurinn er seldur í Myllubakkaskóla og kostar 1000 kr. en hann hefúr selst mjög vel. Davíð sagði að það hefðu allir tekið þátt í gerð disksins og í hópnum væri að finna helling af fram- tíðar söngstjömum og hann væri ein af þeim. Að sögn krakkanna hefur þessi mikla töm haft örlítil áhrif á lærdóminn. Margir af krökkunum em að æfa íþróttir eða em í tónlistamámi og því þurftu þau að skipuleggja tímann vel til að geta komið þessu öllu inn í dagskrána hjá sér. Krakkamir sögðu að þau gætu vel hugsað sér að verða leikarar í ffamtíðinni; Davíð: ,Já ég sé mig al- veg sem leikara í ffamtíðinni og þá i raun í hveiju sem er. Ætli ég leiki ekki í fyrstu alvöru sápuóper- unni“. Marína var þó meira á því að hún myndi leika í leikhúsi en Eva Kristín sem er dansari í sýn- ingunni var ekki alveg á því að leiklistinn ætti við hana; „Eg er í djassballet og dansi og því á ég ffekar von á því að starfa eitthvað í kringum það í ffamtíð- inni“. Þau vom öll sammála því að það hefði verið rosalega gaman að taka þátt í þessu verkefhi og í raun skemmtilegra en þau bjuggust við. Stelpumar töluðu um að smá stress hefði komið upp til að byija með en Davíð vildi nú ekki kannast við það en var sammála stelpunum þegar þær töluðu um að flæðið hefði lagast með hverri sýningu. Nóg er að gera hjá krökkunum þessa daganna þó svo sýningum á sjálfiim söngleiknum sé lokið því það linnir vart effirspumum um atriði við hin ýmsu tilefni. Hafa krakkamir verið að sýna valin atriði á árshátíðum, fimleikasýningum, körfúboltamótum og meira að segja í Stundinni okkar á RUV Nú síð- ast sýndu þau atriði úr söngleiknum á brúðkaups- sýningunni í Heklusalnum sem haldin var fyrir nokkru og var tókst það vel til. „Fimm fræknu“ sigruðu á þrek- meistaramóti Reykjavíkur Kvennalið Lífstíls, “fimm ffækn- ar,“ sigraði á þrekmeistaramóti Reykjavíkur sem haldið var í Austurbergi í Breiðholti sl. helgi. Tíu keppendur vom ffá Lífstíl en keppt var í einstaklings- og liða- keppni. “Fimm fræknar1' luku keppni á 17 mínútum og 35 sek- úndum og voru þær með rúm- lega tveggja mínútna forskot á liðið sem hafiiaði í 2. sæti. 1 þessu frækna liði eru þær Kiddý, María, Kata, Ema Lind og Svana. Þjálfari þeirra var Theódór Kjartansson(Teddi). 18

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.