Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 03.05.2002, Síða 8

Víkurfréttir - 03.05.2002, Síða 8
Föstudagurinn 3. maí 2002 DVALARHFJMJLIALDRAÐRA Garðvangur Handavinnusýning Handavinnusýning heimilisfólks verður á Garðvangi í Garði, laugardaginn 4. maí nk. kl. 14-17. Ýmsir munir verða til sölu Allir velkomnir Forstöðumaður félagsstarfs Upplýsingar í sfmum 821-4454, 699 5571 og 421 2794 PRETTUR c/o Sturlaugur ólafsson Nú er réttí tímimi til að létta sér swmarstörfm í garðinum Erum byrjuð að setja illgresiseyðir ___________í beðog stéttir. MANNLÍFIO Laugardaginn 27. aprfl sl. áttum við fjölskyldan þess kost að sjá sönglcikinn Annie fluttan í Frumleikhúsinu af ncmcnd- um Jassballetskóla Emilíu. Er skemmst frá því að segja aö sýningin er í cinu orði sagt frábær. Frammistaða barnanna hreyfði við mörgum, viðkvæmum strengjum í salnum og mátti jafnvel sjá tár á hvarmi leikhúsgesta í lokalaginu. Emilía Jónsdóttir, eiginmaður hennar Skúli Bjamason, Berglind Skúladóttir, leikstjórinn Jón Marinó Sigurðsson og allir aðrir að- standendur sýningarinnar eiga mikið hrós skilið fyrir framtakið. Það er ótrúlegt hversu miklu þau hafa náð út úr þeim tæplega 60 stelpum sem taka þátt í sýningunni. Leikaramir, sem allir em böm og unglingar, standa sig mjög vel. Eg vil ég ekki nefna einn frekar en annan enda erfitt að gera upp á milli þeirra. Eg skora á alla bæjarbúa, einstaklinga og fjölskyldur, unga sem aldna, að sjá þessa sýningu því það ætti enginn að missa af henni. Eg óska leikumnum og fjölskyldum þeirra innlega til hamingju með frábæra sýningu og Emliu og liennar fólki óska ég til hamingju með 10 ára aftnæli skólans. Kjartan Már Kjartansson leiðtogi B-listans í Reykjanesbæ Árshátíð Hæfingar- stöðvarinnar Hæfingarstöðin í Reykja- nesbæ hélt upp á árshá- tíð sína á miðvikudags- kvöld í síðustu viku í húsi Mat- arlvstar við Iðavelli. Ýmis skemmtiatriði voru frumflutt á árshátiðinni og einnig var haldið happdrætti þar sem veglegir vinningar voru í boði. Allir virtust skemmta sér kon- unglega á árshátíðinni en með- fylgjandi myndir voru teknar á hátíðinni. Fámennt í blautri skrúðgöngu skáta á sumardaginn fyrsta Það var heldur fámennur hópur sem fylgdi skátafélagi Heiðabúa og Tón- listarskóla Reykjanesbæjar í hinni árlegu skrúðgöngu í tilefni af sumar- deginum fyrsta í frekar blautu sumarveðri í Reykjanesbæ. Gangan hófst við skátahúsið og gengið var góðan spöl að Keflavíkur- kirkju. Ljósmyndari Víkurfrétta tók meðfylgjandi myndir í göngunni. Um 600 manns á fjölskylduhátíð Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli, Tækniþjónusta Flugleiða og Flugleiðir Frakt buðu starfsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra til mikillar fjölskylduhátíðar á Keflavíkurflugvelli um síðustu helgi. Hátíðin fór fram í flugskýli Flugleiða og er talið að um 600 manns hafi verið i húsinu þegar mest var. Boðið var upp á grillaða hamborgara og pylsur ásamt gosi og öðru góð- gæti. Bömin gátu ieikið sér í gókart-bílum og hoppiköstulum eða dans- að við undirieik hljómsveitar. Gleðin var augljós í andlitum bamanna og allir skemmtu sér hið besta. 8

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.