Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 03.05.2002, Side 10

Víkurfréttir - 03.05.2002, Side 10
Föstudagurinn 3. maí 2002 UMRÆÐAN ■ Hrafnhildur S. Sigurðardóttir skrifar: Til Garðmanna ann 25. maí n.k. fara ) fram sveitarstjórnarkosn- ingar á íslandi. Ég, Hrafnhildur S. Sigurðardóttir, skipa 2. sæti á framboðslista H- listans í Garði. Ég starfa scm af- greiöslustjóri í Landsbanka Is- lands í Leifsstöð og hef starfað þar í um 20 ár. Ég er gift Hall- dóri Einarssyni og eigum viö ijögur börn. Ég tel það mikil forréttindi að fá tækifæri til að vinna að málein- um Gerðahrepps, með reyndu fólki sem heflir sýnt í verki getu sína, áhuga og metnað til að Garðurinn geti mætt óskum okk- ar og þörfum. Astæða þess að ég býð mig fram er áhugi minn á framtið okkar, hvaða þróun byggðarlagið okkar tekur. Ég er bjartsýn og þess fullviss að reynsla mín og réttlætiskennd mun nýtast vel. H-listinn hefur mikinn metnað og leggur mikla áherslu á að öll þróun og ákvörðunartaka verði markviss og að fagleg vinnu- brögð séu í hávegum höfð. Ég treysti fulltrúum okkar til að standa að málum með þeim hætti. Uppbygging leikskólans tókst i alla staði mjög vel og er þar unn- ið afar gott og mikilvægt starf, biðlisti hefúr nú myndast enn á ný og huga þarf að því að eyða honum. Starfsemi leikskólans er með þeim hætti að hann þarf að vera i sífelldri endurskoðun. Leikskólamál eru ofarlega í hug- um H-listamanna. H-listinn leggur mikla áherslu á að efla skólann. Viðbyggingu við skólann lýkur senn, sem gerir einsetningu hans mögulega og bætir verulega starfsumhverfi. Styrkja þarf innra starf skólans í samvinnu við skólayfirvöld og bæta þarf verulega aðbúnað fyrir starfsfólk frá því sem nú er og þessu þarf að vera lokið fyrir upphaf næsta skólaárs. Skólinn leggur grunninn að menntun barna okkar og þar viljum við ekki verða eftirbátar annarra, því eitt af því mikilvægasta sem við vinnum að er ffamtíð bama okk- ar. H-listinn hefur lagt á það mikla áherslu að málefni bama okkar verði ávallt með í umræð- unni. Standa verður vel við bakið á unga fólkinu og sjá til þess að þau fái að njóta sín, vaxa og dafna hvert á sinn hátt. H-listinn hefúr rnikinn vilja fyrir því að byggðar verði smærri íbúðir fyrir eldri borgara sem vilja minnka við sig. Óllum er það ljóst að mikil eftirspum er eftir slíkum íbúðum, bæði til kaups og leigu. Þetta er uppbygg- ing sem þarf að fara í og vanda verður til verka, bæði skoða vel staðsetningu á íbúðunum og hvaða þjónusta á að vera í boði. Ekki hefur komið nægilega vel ffam hvað er í boði, er verið að tala um mat og þvotta, fleira þarf að koma til. Þetta þarf að vinna í samvinnu við eldri borgara sem áhuga hafa og skoða þarfir þeirra, ekki má ana út í fram- kvæmd sem þessa, það er ljóst að íbúðir fyrir eldri borgara verða að veruleika og vilji er fýrir því. í Garðinum er gott að búa, hér er mikil náttúrufegurð og mikið fúglalíf, við verðum að gera mun betur til að bæta ímynd okkar samfélags. A þessu sumri hefst stórt átak í gerð gangstétta og gatna. Þetta er ffamkvæmd sem allir íbúar sveitarfélagsins styðja og mun ffamkvæmdin auka ör- yggi gangandi vegfarenda og fegra umhverfið. H-listinn hefúr lagt áherslu á þetta verkefni og mun stuðla að því að verkið verði unnið hraðar en áætlanir eru nú uppi um. Með tilkomu verðbréfa í Hitaveitu Suðumesja hf. er unnt að hraða slíkum ffamkvæmdum. Við verðum alltaf að muna að samfélagið byggist upp á fólki, einstaklingum sem hafa misjafn- ar þarfir og óskir. H-listinn vill beita sér fyrir því að veita öllum íbúum í Garðinum öfluga og góða samfélagsþjónustu, við höf- um bjarta ffamtíðarsýn, kraff og þor og leggjum áherslu á vönduð vinnubrögð til uppbyggingar í Garðinum. Garðbúar eiga að gera þá kröfú til okkar að við stöndum undir því trausti og þeirri ábyrgð sem okkur er falin, til þess að þetta verði að veruleika bið ég um stuðning ykkar á kosningadag- inn. X - H Hrafnhildur S. Sigurðardóttir I Einar Jón Pálsson skrifar: „Metnaðar-leysi“ H-listans! Astæöa þess að þessi orð eru skrifuð er grein Árna Árnasonar í Vík- urfréttum þann 24. apríl síðast- liðinn. Ekki var það greinin sjálf sem fékk mig til að skrifa, heldur þau slagorð sem undir greinina voru skrifuð: „Siðferði - árangur- metnaður". „Metnaður“ H-listans á síðasta kjörtímabili var ekki meiri en svo að við afgreiðslu þriggja ára áætlunar Gerðahrepps, sem unnin var af F-listanum, sátu H-listamenn hjá án þess að koma með svo mikið sem eina breytingatillögu. Við afgreiðslu á möguleikum að framtíðaskipulagi fyrir Garðskagasvæðið setti H-list- inn sig á móti, þrátt fyrir að þarna eru miklir möguleikar á uppbyggingu m.t.t. byggðar- safús og ferðatengdar þjónustu. Hvar var “metnaðurinn” þá? “Metnaður” H-listans á upp- byggingu svæðisins í kringum Dvalarheimilið Garðvang er ekki meiri en svo að þeir voru hrifhir að hugmyndinni í upp- hafi, en vinna svo hörðum höndum á móti byggingu þar núna, þrátt fyrir að til standi að efla þjónustu við aldraða með þessu móti. Já og ekki síst var H-listinn ekki fylgjandi hlutafjárvæðingu Hitaveitu Suðumesja, þó ekki sé annað að sjá á reikningum Gerðahrepps, og annara ná- grannabyggðalaga, að þetta skref hafi verið stór ávinningur fýrir sjóði þeirra. Þrátt fýrir of- angreint hafði oddviti H-listans seinna áhuga á að setjast í stjóm H.S hf, en hlaut reyndar ekki til þess nægt fýlgi. „Árangur" H-listans á síðasta kjörtímabili, fýrir utan að vera á móti framkvæmdavilja F-list- ans, var að taka stóran hluta af þriggja ára áætlun Gerðahrepps (sem er unnin af F-listanum og H-listinn sá sér ekki fært að samþykkja) og gera svo að stefnuskrá sinni! Ég hvet kjósendur til að velta svo fýrir sér „Siðferði" hlutan- um! Að lokum til áréttingar: Sveit- arstjóri Gerðahrepps, hver sem hann er, er ráðinn til að fram- fýlgja þeim samþykktum sem meirihluti hreppsnefndar á- kveður að ráðast í hvetju sinni. Sveitarstjóri Gerðahrepps er að sjálfsögðu sveitarstjóri allra Garðmanna, og ég veit ekki betur en að Garðmenn, hvaða flokki sem þeir svo tilheyra, hafi getað leitað til hans og fengið hjálp við úrlausn sinna mála. X-F Einar Jón Pálsson skipar 2. sæti F-Iistans, lista framfarasinnaðra kjósenda ■ Menntun, atvinna, umhverfi / Árni Sigfússon skrifar: UMHVERFISVÆNN ORKUGARÐUR! Með réttum áherslum og vinnu- brögðum er Reykjancsbær að mínu mati það bæjarfélag á ís- landi sem á einna mesta mögulcika til að blómstra á komandi árum. Þetta tengist möguleikum i menntun, atvinnu og um- hverfi. I menntamálum hefúr verið staðið vel að uppbyggingu leikskóla og grunnskóla. Það sem er enn aðeins draumsýn i flestum sveitarfélögum s.s. einsetning, heitur matur í hádegi fýrir alla nemendur, tónlistarskóli samþættur við grunnskólann, og öflugar verkgreina- stofúr, eru staðreyndir í Reykjanesbæ. Nú er verkefni okkar að vinna áfram að því að gera menntunina þá bestu sem völ er á. Fjölbrautaskólinn mun stækka á næstu árum og aðstaða nemenda því öll batna til muna. Auk fjamáms og símenntunar eru tækifæri í styrkingu iðnmenntunar og menntunar á háskólastigi, sem síðar verður vikið að. I atvinnumálum hefúr verið lögð áhersla á að byggja sterkan gmnn, t.d. með miklum hafnarmannvirkjum. Helguvík væri ekki það aðdráttarafl fýrir erlend fýrirtæki, sem hún reynist vera, ef þar hefðu ekki verið menn í bæjarstjórn og hafnarstjórn sem börðust fýrir hugmyndinni. Reykjanesið er helsta jarðhitasvæði landsins og virkjun orkunnar gefúr okkur gríðarlega mögu- leika sem tengjast bæði góðri atvinnu og menntun. Alþjóðaflugvöllur, þjónusta við Varnarliðið og síðar innanlandsflugvöllur munu fjölga atvinnutækifæmm í ffamtíð- inni. Fullvinnsla sjávarafurða og skjótir flutningar til erlendra markaða munu einnig gefa okkur aukin tækifæri i ffamtið- inni. Reykjanesið og umhverfi þess á mikla útivistar- og ferðamöguleika sem við getum nýtt í ferðaþjónustu. Þessar sterku stoðir skapa af sér mikla möguleika á annarri atvinnustarfsemi, fjöl- breytni í menningu og þjónustu sem fýlgir öflugu sveitarfélagi. Umhverfismál eiga stöðugt stærri sess í huga okkar íbúanna. Við viljum hreint, ó- mengað og fallegt umhvetfi. Ymsum iðn- aði og reyndar mörgum athöfnum okkar mannfólksins fýlgir óhjákvæmilega hætta á margvíslegri mengun. Tæknin hefúr gert okkur kleifl að lágmarka hana eða útrýma. Við eigum að sjálfsögðu að krefjast allrar nýjustu tækni til að skapa okkur hreint og ómengað umhverfi. Umhverfisvæni Orkugarðurinn! Eitt verkefni öðru ffemur, tel ég að sam- eini þá þijá homsteina sem góð menntun, atvinna og umhverfi em. Það mun skapa hundruð starfa sem krefjast háskóla- og iðnmenntunar. Við sjálfstæðismenn viljum að “umhverf- isvænn Orkugarður” rísi í landi Reykja- nesbæjar. Orkugarðurinn er stórt land- svæði sem helgað er orku, virkjun hennar, fýrirtækjum sem nýta orkuna og mennta- stofnunum sem byggja á rannsóknum í jarðvísindum. Hvar annars staðar en á svæðinu þar sem jarðhitinn er virkjaður, eiga rannsóknarstofnanir á þessu sviði að vera? Slikar vísindarannsóknir og skólar þeim tengdar þurfa greiðan aðgang að alþjóða- flugvelli og þjónustustofnunum. Mér er einnig kunnugt um að alþjóðafyrirtæki vilja gjaman tengja nafh sitt við slíka hug- mynd. Staðsetning slíks svæðis ffá Svartsengi og Bláa lóninu að Vogastapa og þaðan í átt til Innri Njarðvíkur gæti verið kjörin aðstaða fyrir Orkugarðinn. Þannig gætu fleiri sveitarfélög á svæðinu átt þátt í garðinum. Helstu byggingar á svæðinu yrðu þar sem víðsýnast er, með sjávar- og landsýn, norð- an Reykjanesbrautar og vestan við Vogastapann. Með tvöfaldri Reykjanes- braut er gert ráð fýrir yfirbyggðum gatna- mótum á móts við Grindavíkurafleggjar- ann og þaðan geta því legið tengingar beggja megin Reykjanesbrautar. Svæðið sjálff teygir sig suður yftr í Svartsengi og til vesturs í átt til Innri Njarðvikur. Þegar landsmenn koma akandi í átt til al- þjóðaflugvallar og Reykjanesbæjar, verður fýrsta sýn þeirra á Reykjanesbæ, hinn um- hverfisvæni Orkugarður. Orkugarðurinn yrði falleg blanda bygg- inga sem hýsa fýrirtæki, háskóladeildir og rannsóknarstofur alþjóðafýrirtækja. Þar yrðu virkjunarsvæði, Bláa lónið og fleiri náttúmgarðar. I Orkugarðinum verður um- hverfi sem gefur til kynna að hér sýnir umhverfisvæn orka sína miklu möguleika. Til að Orkugarðurinn verði að veruleika þarf samstarf heimamanna, háskólastofn- ana, ríkisstjórnar og fýrirtækja. Þetta er hægt ef skynsemi og ffamkvæmdakraftur fá að ráða för. Hitaveita Suðurnesja er kjaminn. Hann er því þegar kominn. Sú hugmynd að byggja upp Orkugarð við að- komuna í Reykjanesbæ, krefst vandaðs undirbúnings. Orkugarðurinn er spennandi framtíðarverkefni og sannarlega fram- kvæmanlegt, Reykjanesi og Reykjanesbæ til hcilla. Árni Sigfússon Leiðtogi D-lista sjálfstæðismanna fvrir bæjarstjórnarkosningarnar í Reykjanesbæ. 10

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.