Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 12.12.2002, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 12.12.2002, Blaðsíða 12
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is JOLABLAÐ VIKURFRETTA 2002 Rúm 11% byggðakvótans á Suður- og Suðvesturland Sjávarútvegsráðherra, Árni M. Mathiesen, hefur í sam- ráði við Byggðastofnun ákveðið skiptingu byggðakvóta milli landsvæða. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðherra út- hlutar byggðakvóta, en um er að ræða 2.000 tonn af óslægðum botnfisld í þorskígiidum talið, sem er til stuðnings byggðalög- um sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Byggðir við Húnaflóa og nyrðri hluti Vestfjarða fá stærsta hlutdeild í byggðakvótanum, eða rúmlega 31%. Gert er ráð fyrir að byggðir á Suður- og Suðvesturlandi fái rúm 11% byggðakvótans. Samkvæmt lögum um stjóm fiskveiða hefúr sjávarútvegsráðherra heimild, að höfðu samráði við Byggðastofnun, til að ráðstafa allt að 1.500 tonnum af óslægðum botnfiski í þorskigildum talið til stuðnings byggðalögum sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Fyrir Alþingi liggur nú fhtmvarp til breytinga á lög- um um stjóm fiskveiða þar sem lagt er til að heimildin á yfirstand- andi fiskveiðiári verði hækkuð í 2.000 tonn. Verði frumvarpið samþykkt má gera ráð fyrir að 1.552 tonn af óslægðum þorski, 477 tonn af óslægðri ýsu, 321 tonn af óslægðum ufsa og 138 tonn af óslægðum steinbít komi til úthlutunar að þessu sinni. Sjávarútvegsráðherra hefúr nú í samráði við Byggðastofnun á- kveðið hvemig ofangreindar aflaheimildir koma til með að skipt- ast milli landsvæða: Landsvæði % Suðurland og Suðvesturland 11,02% Vesturland ffá Akranesi til Snæfellsness 3,94% Syðri hluti Vestfjarða; Vesturbyggð ogTálknafjörður 6,30% Nyrðri hluti Vestfjarða; ísafj.bær, Bolungarv. og Súðav. 15,26% Byggðir við Húnaflóa 16,54% Byggðir við Skagafjörð og Siglufjörð 2,46% Byggðir við Eyjafjörð og Grímsey 10,14% Byggðir við Skjálfanda og Axarfjörð 5,31% Norðausturland ffá Raufarhöfh til Borgarljarðar 10,43% Miðfirðir Austurlands ffá Seyðisfírði til Fjarðarbyggðar 7,38% Suðurftrðir Austurlands til Homaíjarðar 9,15% Vestmannaeyjar 2,07% Við ákvörðun ráðhetra til einstakra byggða hefúr verið tekið mið af tekjum, íbúafjölda, fólksfækkun, breytingum á aflaheimildum, lönduðum afla og afla í vinnslu í einstökum sjávarbyggðum. Sækja þarf sérstaklega um úthlutun eftir svæðum og þarf umsókn að hafa borist sjávarútvegsráðuneytinu eigi síðar en 16. desember. Bæði sveitarfélög og útgerðaraðilar geta sótt um hlutdeild í byggðakvótanum. Við ákvörðun um úthlutun verður m.a. litið til eftirfarandi atriða: a) Stöðu og horfa í einstökum byggðum, m.t.t. þróunar veiða, vinnslu og atvinnuástands. b) Hvort telja megi líklegt, miðað við þær áætlanir sem ffam kom í umsóknum um aflaheimildir, að úthlutunin styrki byggðina eða landsvæðið til lengri tíma. c) Hvort um sé að ræða samstarfsaðila í veiðum og vinnslu innan byggða eða landsvæða. d) Hvort gripið haft verið til annarra sértækra aðgerða í sjávarút- vegi að undanfomu til styrkingar viðkomandi sjávarbyggðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.