Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 12.12.2002, Blaðsíða 33

Víkurfréttir - 12.12.2002, Blaðsíða 33
50. tölublað • fimmtudagurinn 12. desember 2002 Jóhann Líndal Jóhannsson og Elsa Dóra Gestsdóttir í viðtali við jólablað Víkurfrétta í lokaðri skúffu í bestykkinu í brúnni," segir Jóhann. Stuttu eftir brunann ákváðu þau hjón að byggja nýjan bústað á lóðinni: „Við vildum náttúrulega búa hér áfram og það var ekkert annað í stöðunni en að byggja nýjan bústað," segir Elsa Dóra og bætir því við að fýrir stuttu hafi þau keypt bústað sem Tómas Þorvaldsson úr Grindavík hafi átt og nú sé hann notaður sem gesta- hús hjá þeim. Fékk háspennuna ómælda Jóhann Líndal Jóhannsson er 72 ára gamall, fæddur og uppalinn í Bolungarvík. Hann lærði raf- virkjun i Reykjavík og í Svíþjóð. I Bolungarvík gengdi Jóhann stöðu rafVeitustjóra en fluttist til Njarðvíkur vegna atvinnutilboðs sem hann fékk: „1965 var mér boðin staða rafveitustjóra hér í Njarðvik og þeirri stöðu gengdi ég til ársins 1985, en það ár voru rafVeitumar sameinaðar hitaveitu Suðumesja. I kjölfarið gerðist ég starfsmaður þar og starfaði sem rekstrarstjóri háspennudeildar- innar og starfaði hjá Hitaveitunni til ársins 1996 en þá var ég 66 ára gamall og hafði unnið við raf- magn í 50 ár. Eg var löngu búinn að ákveða það að hætta á þessum tímapunkti og er ég mjög sáttur við það. Ég hef verið afskaplega heppinn með samstarfsfólk og sem betur fer hafa ekki alvarleg slys borið að höndum á þessum langa starfsaldri mínum,“ segir Jóhann en bætir að vinir hans hafi sagt að loksins hafi hann fengið það óþvegið þegar elding- unni laust niður í bústaðinn þvi hann hafi fengið háspennuna ómælda. Alltaf á sjó Jóhann situr ekki auðum höndum þegar hann er i bústaðnum. Við sumarbústaðinn stendur bátaskýli og þar geymir Jóhann bát sem hann notar til að fara á sjóinn, en hann þurrkar fisk á bryggjunni og stundum hefur hann reykt físk við bústaðinn. Elsa Dóra segir að hann sé nánast alltaf á sjó: „Hann er voðalega duglegur að fara á bátnum og hann er fiskinn kall- inn,“ segir Elsa og hlær en Jó- hann bætir því við að Elsa sé ekkert skárri og bendir á garð sem Elsa hefúr ræktað: „Það var búið segja við Elsu að hún fengi bjartsýnisverðlaunin íyrir það að reyna að koma garðinum í stand en það þurfti að rífa hér upp heilu klappimar og enginn hafði trú á því að hér gæti vaxið ein- hver gróður. En annað hefúr nú komið í ljós,“ segir Jóhann og bendir stoltur á garðinn sem er glæsilegur. Sumarbústaður þeirra hjóna er rétt við golfvöllinn í Grindavík og þegar þau eru spurð að því hvort þau séu ekki í golfinu svarar Elsa: „Hann má ekkert vera að því, hann er alltaf úti á sjó,“ segir hún brosandi en Jó- hann er fljótur að svara um hæl: „Við erum nú heiðursgestir í golfklúbbnum og höfúm meðal annars látið þá hafa smá land héma við bústaðinn. En mér er sagt að við séum aðeins heiðurs- félagar því við spilum ekki golf,“ segir Jóhann og segir að golfar- amir komi nú oft og heilsi upp á þau hjón í bústaðnum. Nudd í rafmagnsgeiranum Jóhann er þekktur fyrir það að segja skemmtilega ffá og það em margar sögumar sem hann segir á góðum stundum. Eftir 50 ára starf í rafmagnsgeiranum eru sögurnar margar: „Rafmagns- bransinn byggist upp á þjónustu eins og fólk veit og ég var með símanúmer einu sinni sem var næsta númer við nuddstofu í Keflavík og það hringdi eitt sinn í mig kona og spurði mig hvort hún gæti fengið nudd. Ég svaraði henni og sagði að við værum bara með rafmagnsnudd. Já er þetta díathermískt nudd spyr hún. Nei segi ég við hana, við eram bara að nudda i fólki sem borgar ekki raffnagnið sitt segi ég. Aum- ingja konan vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið,“ segir Jóhann og hlær. Eyða vetrunum á Spáni Eins og áður kemur fram eiga þau sumarhús á Spáni og segir Elsa að þar sé frábært að vera. Þau fara út þann 6. janúar nk. og verða á Spáni fram yfir páska. Jóhann segir að þau eigi húsið með öðrum fjölskyldum: „Þetta kom þannig til að ég var hluthafí í raffnagnsverktökum Keflavíkur og verktakarnir áttu tvö hús á Spáni. Þegar fyrirtækin á vellin- um vora sameinuð undir heitinu Keflavikurverktakar voru hlut- hafamir 20 en það voru 5 fjöl- skyldur sem vildu kaupa og við voram í þeim hópi þannig að það era 5 fjölskyldur sem eiga þessi tvö hús. Við kunnum alveg gríð- arlega vel við okkur þama úti og strax í febrúar er hitinn kominn í um 20 stig. Við erum mest þama á vetuma en hinar flölskyldumar sem eru barnafjölskyldur fara þama á sumrin. Við tökum virk- an þátt í félagsstarfi Norður- landafélagsins sem þarna er starfrækt," segir Jóhann og það er greinilegt að hugurinn er kom- inn hálfa leið til Spánar. Þegar fólk sem lokið hefúr lífs- starfmu taka við ýmis áhugamál og þeirra helsta áhugamál er að vera í bústaðnum og dytta að honum. En þau segja að stórfjöl- skyldan sé náttúrulega þeirra aðal áhugamál: „Við eigum 5 böm og 19 bamaböm og það er okkar helsti fjársjóður," segir Elsa og Jóhann bætir við: „Eg segi nú eins og Ámi Tryggvason þegar hann var spurður að því í útvarpinu um daginn hvort hann færi að veiða í soðið. Fréttamað- urinn spurði hann hvort hann vei- ddi bara fyrir fjölskylduna og Arni svaraði: „Já, þetta er nú mjög stór fjölskylda, þú verður að athuga það.“ Og ég segi það FRAMHALD A NÆSTU SlÐU Japanska lagiö „Eg var eiim af stofnendum Junior Chamber í Keflavík og við fórum á heimsþing sam- takanna í Dublin árið 1971. Junior Chambers á Suðurnesj- um átti að syngja eitt lagfrá hveiri heimsálfu á hátíðinni. Ég tók að mér að skipuleggja sönginn og við fundum lögfi'á öllum heimsálfum nemaAsíu. Égfór til Jóns Múla Árnason- ar útvarpsmanns og bað hann að hjálpa mér að finna lagfrá Asíu og hann sagðist vera með mjög gott lag sem hét Súkíaki, en hann gaf mér spólu með laginu. Þegar égfór svo að reyna að láta félaga mína syn- gja lagið þá sögðu þeir að þeir myndu aldrei reyna að lœra þennan texta. Égsagði við þá að ég myndi þá bara syngja lagið einn og þeir klöppuðufyrir því, en ég háf- partinn missti þetta út úr mér. Égfór að reyna að syngja lag- ið og það verður að segjast eins og er að það gekk á ýmsu því textamir voru nú ekkert auðveldir ífiramburði. Ég brá því á það ráð að fara til konu sem er frá Japönsku eyjunni Okinava til að lœra framburð- inn svo ég myndi nú gera þetta almennilega. Hún tók mig i nokkra tíma og ég lœrði þessa þrjá texta, en hún varð ekki ánœgð fyrr en ég hafði náð hreymnum. Þegar við komum til Irlands var okkur boðið í heimapartý hjá félögum JC þar í landi og þaó voruyfir- leitt tvenn hjón í partýinu firá hverju landi, þar á meðal voru þrir japanir, en einn þeirm var landsforseti JC i Japan. Þegar að við vorum allir búnir að syngja okkar lög, þar á meðal „A sprengisandi"þá kom i Ijós að Japanarnir sögðust ekki geta sungið neitt. Þá sagði ég það vem lágmkars skyldu okkar að syngja eitt Japanskt lag. Og þegar ég byrjaði að syngja Súkíakí þá lyftust Japanarnir upp og brostu, en þeir kunnu bara tvö erindi. Ólafur Stephensen hafói sótt um sem vamforseti Heimssambands JC og var honum ekki spáð nema nokkrum atkvœðum, en Japan- arnir voru eitt hundmð talsins. A fiundi sem landsforseti þeirm liéltfyrir kosningarnar sagði hann að þeim hefði verið sýnd það mikil virðing þegar ís- lendingur söngjapanskt lag í samkvœmi sem þeim var boð- ið í, að hann myndi óska eftir því að japanarnir gœfu íslend- ingnum sitt atkvœði. Ólafur var kosinn með miklum yfir- burðum ogsat í heimsstjóm- inni I tvö ár. Það má því segja að ég hafi sungið Ólaf inn i heimssambandið. “ — J0LABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.