Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 12.12.2002, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 12.12.2002, Blaðsíða 2
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is Frítt í strætó í desember w Itengslum við verslunar- daga í Reykjanesbæ í desember verður boðið frítt í strætisvagnana þennan mánuð. Þann 1. janúar tekur tekur svo gildi ný gjaldskrá en samkvæmt henni fá böm og unglingar 18 ára og yngri frítt í strætó. Auk þess geta öryrkjar og ellilífeyrisþegar notað almenningssamgöngur sér að kostnaðarlausu. Sjö ára stelpa varð fyrir bíl í Grindavík Sjö ára stúlka varð fyrir bíl á mótum Leynis- brautar og Heiðar- hrauns í Grindavík fyrir síðustu helgi. Stúlkan var að leik ásamt hópi bama þegar hún virðist hafa skyndilega hlaupið út á götuna og í veg fyrir bílinn. Hún var flutt með sjúkrabíl á Landspítala - háskólasjúkrahús. Sam- kvæmt upplýsingum læknis fékk stúlkan kúlu á höfúðið og mar hér og þar um lík- amann. Hinn látni var færeyskur sjómaður Maðurinn sem fannst látinn í Grindavíkur- höín í síðustu viku var Færeyingur og skipvetji á færeysku skipi sem liggur í Grindavíkurhöín. Sam- kvæmt upplýsingum frá Lögreglunni í Keflavík var maðurinn að skemmta sér á bar í Grindavík á mánudags- kvöldið í síðustu viku. Svo virðist sem hann hafi fallið milli skips og bryggju á leið um borð í skipið, en mjög slæmt veður var á Suður- nesjum aðfaramótt þriðju- dagsins. JÓLAFJÖR í NJARÐVÍK Krakkamir sem voru á jólaballi Njarðvíkurskóla á laugardag skemmtu sér vel með jólasveininum. Jólasveinninn söng jólalög og krakkarnir tóku hraustlega undir og foreldrarnir líka. Að sjálfsögðu var gengið í kringum jólatréð og lagið „Göngum við í kring- um“ sungið hástöfum. Það er greinilegt að Stekkjastaur hefur tekið forskot á sæluna með því að heilsa upp á krakkana í Njarð- víkurskóla, því samkvæmt dagatalinu á hann ekki að koma til byggða fyrr en næsta fimmtudag. GERT RÁÐ FYRIR REKSTRARAFGANGI í REKSTRI BÆJARINS Tekjur Reykjanesbæjar á næsta ári eru áætlaðar rúmir 2,7 ntilljarðar króna en útgjöld eru áætluð um 2,2 milljarðar króna. Hagnaður af rekstri er áætl- aður rúmar 319 milijónir króna þegar tekið hefur verið tillit til fjármagnsliða. Langstærstur hluti rekstrar- gjalda bæjarfélagsins fer til uppeldis- og fræðslumála eða tæpar 1.250 milljónir króna sem eru um 46% af heildar- rekstrarkostnaði. Til íþrótta- og tómstundamála fara rúmar 300 milljónir króna og til menning- armála fara rúmar 100 milljón- ir króna. Til félagsþjónustu fara tæpar 250 milljónir króna. Damon John- son brátt ís- lendingur Fyrir alþingi íslend- inga liggur tillaga um að Damon Johnson körfuboltakappi í liði Keflavíkur hljóti íslensk- an ríkisborgararétt. Til- lagan var lögð fyrir Als- herjarnefnd alþingis í dag og hefur Kristján Pálsson alþingismaður unnið ötul- lega að málinu. Gert er ráð fyrir því að til- lagan verði afgreidd út úr þinginu í næstu viku. Syntu á eftir björgunarskipinu Tveir félagar í björgunar- sveitinni Sigurvon í Sandgerði syntu út að björgunarskipinu Hannesi Þ. Hafstein fyrir síðust helgi eft- ir að flotbryggja sent skipið var bundið við slitnaði upp í miklu ólagi í höfninni. Línu- skipið Freyja GK var einnig bundið við bryggjuna. Sig- urður Stefánsson kafari í fé- lagi við annan björgunar- sveitarmeðlim sjósettu syst- urbát á björgunarskipinu og fóru á honum að landi til að sækja fleiri björgunarmenn. A morgunflóðinu sl. fostudag- var snælduvitlaust veður í Sandgerðishöfh og gengu brot- in yftr sjóvamagarða við höfh- ina. Flotbryggjan sem skipin voru bundin við er nú úti i miðri höfn en þegar menn komu að höfhinni í rnorgun ótt- uðust menn hið versta og héldu um tíma að björgunarskipið og Freyja GK myndu reka upp í fjöru. Tugir smábáta voru eirrnig á næstu flutbryggjum og hefðu verið í hættu ef skipin hefðu farið á þá. I höfninni voru einnig tveir tog- arar Nesfisks, Sóley Siguijóns og Berglín. Að sögn Sigurðar var sem togararnir væru úti í stórsjó, þvílíkur var veðurham- urinn. Um kl. 08 um morg- uninn gekk veðrið niður og biðu menn birtingar svo hægt væri að huga að festingum á flotbryggjunni. Nýjustu fréttir á www.vf.is JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2002 . -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.