Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 12.12.2002, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 12.12.2002, Blaðsíða 17
TIL KEFLAV KUR og syngja altrödd með kirkjukórnum. Hallbera söng með Kirkjukór Keflavíkukirkju í 45 ár. Hún endaði feril sinn þar með því að fara í eftir- minnilega ferð með kómum til Israel þar sem þau sungu á jól- unum 1985 í Fæðingarkirkj- unni í Betlehem. Björg dóttir Hallberu skrifaði dagbók í ferðinni og hafa þær mæðgur sagt ferðasöguna við ýmis tækifæri. Böðvar Pálsson sem söng með kirkjukómum í 50 ár er bróðir Hallberu. Hann söng einnig með Keflavíkurkvartett- inum og Karlakór Keflavíkur um árabil og er enn að. Lærði fyrst að synda í sjónum í Hafnarfirði. Hallbera hefur aldrei tekið bíl- próf og fer fótgangandi allra sinna ferða. Hún myndi vilja vera laus við að biðja fólk að keyra sig, sérstaklega út í kirkjugarð. Þó hefur hún ekki vílað fyrir sér að ganga út í Leiru til að vitja um leiði eigin- manns síns og gengur til og frá Sundmiðstöðinni á hverjum morgni. Utivera og sund hafa verið áhugamál hennar ásamt söngnum. Hún byijaði að læra að synda í sjónum í Hafnar- firði. Það var faðir hennar sem kenndi henni sundtökin en hún segist hafa haft þrjá ágæta sundkennara í Hafnarfirði. Fyrstan er þar að nefna Grím Andrésson sem var skemmti- legur kennari og fór stundum með sundkrakkana til Reykja- víkur í laugamar í Laugardaln- um. Hann átti pallbíl sem hann flutti þau á og höfðu krakkamir mjög gaman að því. Síðan var það Jakob Sigurðsson og síðast en ekki síst Hallsteinn Hinriks- son (faðir Geirs Hallsteinsson- ar) sem þjálfaði hana í hand- bolta, fimleikum og ýmsum íþróttum. Hallsteinn var einn af stofnendum Fimleikafélags Hafnarfjarðar. „Hallsteinn var einstakur maður fyrir utan hvað hann var myndarlegur" segir Hallbera. Hitti fermingarsystkin sín úr Hafnarfirði s.l. vor. S.l. vor átti Hallbera 70 ára fermingarafmæli og af því til- efhi hitti hún fermingarsystkin sín úr Hafnarfirði en þau fermdust 8 saman að hausti til árið 1932 hjá séra Garðari Þor- steinssyni sem þá var nýkom- inn til starfa. Hallbera söng fyrst í kór í gamla bamaskólan- um sem hún heldur að hafi staðið við Strandgötu í Hafnar- firði. Hún fór síðar í Lækjar- skólann eftir að hann tók til starfa og þaðan í Flensborgar- skóla. Skólaganga hófst ekki fyrr en 10 ára á þessum árum.Friðrik Bjarnson sem samdi m.a.lögin við Hafið bláa hafið og Abbalabbalá kenndi söng. Hann var góður kennari og glæddi áhuga Hallberu á söngnum. Hana langaði mikið að syngja í kór Morgunstjöm- unnar sem var góðtemplarafé- lag en sökum feimni og ófram- fæmi varð ekki úr því en Frið- rik bauð henni í kór hjá sér þar sem hún söng millirödd. Ein- um kennara man hún sérstak- lega eftir úr bamaskóla og það var Jóhann faðir Kjartans Jó- hannssonar fyrrverandi alþing- ismanns. „Jóhann var mjög in- dæll maður og mér þótti vænt um hann“. Finnur Jónsson kenndi henni teikningu og hvatti hana eindregið til að leg- gja fyrir sig myndlist því hún var efnilegur teiknari. „Mig dreymdi oft um að geta lært að teikna en fjárhagurinn leyfði það ekki“ segir hún. Sigrún dóttir Hallberu er með tvær innrammaðar myndir upp á vegg eftir móður sína og dæt- umar telja að móðir þeirra hafi verið efnileg í myndlist þó sú gamla vilji nú ekki heyra mikið lof um það og finnist óþarfí að vera að nefha þetta. Alltaf logn í Hafnarfirði Ég man að fyrsta sumarið mitt hér í Keflavík var yndislegt sumar og mikil veðursæld en þegar haustaði varð mjög hvasst og maður fékk sand í öll vit. Eins og áður sagði byijaði Hallbera að synda í sjónum í Hafnarfirði og eftir því sem henni óx kraftur og þor fór hún að stinga sér til sunds af klett- unum. Stundum var efnt til kappsunds og vann Hallbera nokkmm sinnum til verðlauna og einu sinni man hún eftir að hafa fengið fyrstu verð- laun.Hún minnist þess hve veðrið var oft dásamlegt í Firð- inum og henni fannst oft hvasst fyrst eftir að hún flutti til Kefla- víkur. Það aftraði henni þó ekki ffá því að stunda sundið í sjónum niður við miðbryggj- una hér í Keflavík eftir að hún flutti. Þar stakk hún sér til sunds við mikla aðdáun ungra manna sem hún þó fékk ekki að heyra af fyrr en um daginn eftir að gömlu karlamir í heita pottinum upplýstu blaðamann um aðdáun sína á þessari glæsilegu konu sem enn stund- ar sund á hverjum morgni komin íjögur ár yfir áttrætt og slær þeim við í úthaldinu. Synti 2 km á áttræðisafmælisdaginn. Mánuðina áður en hún varð 80 ára fór hún að þjálfa sig sér- staklega fyrir afmælið sitt. Hún setti sér það markmið að ná 80 ferðum (2 km) á afmæl- isdaginn og það tókst. Það er stórkostlegt og hefði verið efni í frétt finnst blaðamanni en hógværð og einbeiting Hall- bem lýsir sér vel í þessu ffam- taki hennar. Hún segist alltaf hafa verið feimin en finni minna fyrir því núna. Hún var stundum fengin til að lesa upp og þá hafi hún öll titrað og fengið rauða flekki. Þrátt fyrir það var hún fengin til að lesa upp við ýmis tækifæri í þeim félögum sem hún var meðlimur í. Segist hún meir að segja haf- JÓLABLAD VÍKURFRÉTTA 2002 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.