Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 12.12.2002, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 12.12.2002, Blaðsíða 30
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is Svona þokkalega normal á jólunum Undanfarnar vikur hefur Leikfélag Kefla- víkur sýnt revíuna „í bænum okkar er best að vera“ sem hlotið hefur verðskuld- aða athygli og verið mjög vel sótt af bæjarbúum. Handritshöfundurinn er Ómar Jóhannsson en hann er hvað þekktastur fyrir að hafa unnið miiljón í sjónyarpsþættinum Viltu vinna miiijón? hér um árið. Ómar er enginn nýgræðingur í leikritagerð en hann hafði skrifað þrjár revíur áöur en kom að þessari. Ómar sagöi í samtaii við Víkurfréttir að hann væri rosalega ánægður með útkomuna. „Viðbrögðin hafa verið rosalega góð, og það hefur verið gaman að vinna með leikfélaginu að þessu. Ég hef mætt á nokkrar sýningar og hef ekki enn fengið neinar skammir, það hefur enginn skammað mig, nema einn ónefndur og það var bara út af því að hann var ekki í stykkinu. Ég sagði honum bara að bíða eftir næstu, og í millitíðinni að bjóða sig fram, fara einn í prófkjör, það væri öruggasta leiðin til að vinna. Kom aðsóknin þér á óvart? Já eiginlega, það var svo langt um liðið frá þeirri síðustu en hinar þijár voru reyndar allar mjög vel sóttar. Nú er auðvitað talað um út í bæ að revían sé mjög fyndin, ertu með svona góðan húmor? Ef einhver hlær að því sem ég læt fiá mér líður mér vel. Ég er ekki með eitt eilífðar „stand up“. Annars er þessi spumig þin bráðfyndin. Þetta út í bæ dæmi er húmor sem ég kann að meta. Hvað ertu að gera þessa dagana? Svara spumingum blaðamanns og semja 86 visur fyrir afrnælishátíð Kvenfélagsins Gefnar í Garði. Ég samdi eina vísu fyrir hveija konu, konur sem mér þykir vænt um. Það má því segja að ég hafi haldið við kvenfélagið síðasta mánuðinn, svo upptekin var ég af þessu. Ertu byrjaður að undirbúa jólin? Já auðvitað, undirbúningur jóia byrjar hjá mér strax eftir verslunarmannahelgi, eins og hjá öllum öðrum, en svona án gríns þá er ég er búinn að baka. Hvernig eru jólin haldin á þínum heimili, eins og annars staðar? Hef ekki verið annars staðar en heima hjá mér á jól- um svo ég hef ekki samanburð. Ég fer alltaf í bað og í hrein föt. Ég er svona þokkalega normal á jól- unum. Þetta hefur samt breyst eftir að hitaveitan kom, og strompunum fækkaði, jólasveinninn veit ekki hvemig hann á að haga sér. Og svo veit hann ekki hvort hann á að vera einn amerískur eða einn og átta íslenskir. Sem betur fer er bara eitt jesúbam ennþá og þessvegna em jólin eins hjá mér og flest- umöðrum. Ert þú jólabarn? Ef ég segði já væri ég að hagræða sannleikanum. Ég er miklu frekar svona jólasveinn. Hef gaman að því að gleðja aðra á jólum og i seinni tíð hef haft meira og meira gaman af því að skreyta. Kannski verð ég svona mini útgáfa af Grétari Óla. Nú hefur fest við þig nafnið Úmar milljón! Hvað finnst þér um það? Mér er alveg sama, þetta er bara gaman og miklu skárra en Siggi tíkall eða Fúsi fimmari. Hvað er næst á dagskrá hjá þér? Ég er að byrja á nýju gamanleikriti, sem er að fæð- ast í hausnum á mér, meira segi ég ekki í bili um það. Það er líka fleira sem ég er með í bígerð sem ég þarf að koma frá mér. Það er ekki hægt að lifa á skriftum svo ég þarf að fínna mér eitthvað að gera, ekki gerir maður út á styrkjajötuna. Ég nenni nefni- lega ekki að standa í því að útskýra fyrir einhveijum sjálfskipuðum spekingum að það er meira um að vera í listum heldur en bara í 101 og nágrenni. Afhverju hættir þú með myndbandaleiguna? Ég var búinn að vera í þessu í níu ár þannig að þetta var fint og kominn timi til að hætta. Maður var eins og beljubóndi, bundinn við þetta allan ársins hring, nema hvað beljubóndinn mjólkar tvisvar á dag en sjoppukallinn er mjaltandi. Ein spurning að lokum, þú hefur ekkert hugsað um að flytja aftur til Suðurnesja? Jú ég hef hugsað mikið um það upp á síðkastið en það er bara verst að finna einhveija vinnu. Þó það sé gaman að skrifa lifir maður ekki af því, nema þeir sem eru á styrkjajötunni. En ef ég fengi vinnu flytti ég á morgun. Ég er og verð Suðumesjamaður. Svona að lokum óska ég Suðumesjamönnum öllum gleðilegra jóla, og takk fyrir viðtökumar á revíunni. JOLABLAÐ VIKURFRETTA 2002 11 -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.