Morgunblaðið - 24.05.2016, Síða 8

Morgunblaðið - 24.05.2016, Síða 8
8 | MORGUNBLAÐIÐ Bíla- og vélavörur ...sem þola álagið! Það borgar sig að nota það besta! Viftur HjólalegusettKúlu- og rúllulegur Hemlahlutir Hjöru- og öxulliðir Stýrisendar og spindilkúlurViftu- og tímareimar Kúplingar- og höggdeyfar Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is Í apríl hélt fríður hópur vélhjólafólks til bæjarins Hecklingen í Þýskalandi. Í bænum starfrækir BMW öku- skóla þar sem nemendur læra að takast á við krefjandi aðstæður á mótorhjóli. Ferðin var á vegum Reykjavik Motor Center (www.rmc.is), þar sem Eyþór Ör- lygsson er framkvæmdastjóri: „Um er að ræða tveggja daga námskeið á stóru og þungu ferða- hjólunum og lærir fólk að beita þeim rétt við erfiðustu aðstæður sem hægt er að lenda í. Enduro Park-æfingasvæðið í Hecklingen býður upp á allt frá mjóum ein- stígum, drullu og sandpyttum yfir í blautar og stórar rætur sem þarf að komast yfir án þess að setja nið- ur lappirnar.“ Hafa hópinn ekki of stóran Var þetta í annað skiptið sem Reykjavik Motor Center efnir til ferðar til Hecklingen. Slógust fjór- tán manns með í för í ár, voru fimmtán í fyrra, en Eyþór segir reynt að hafa hópinn ekki of stór- an. Í október hefst skráning fyrir næstu ferð. „Við setjum markið við sautján manns í hverri ferð en ef fleiri skrá sig fyrir þátttöku að ári er sá möguleiki fyrir hendi að skipuleggja tvær ferðir.“ Allt talið tekur ferðalagið fjóra til fimm daga. Byrjað er í München og fer fyrsti dagurinn í að líta við á elstu krá borgarinnar, skoða BMW-safnið og heimsækja risa- stóran vörulager BMW, þar sem kaupa má vörur beint eða panta í gegnum Reykjavik Motor Center. Því næst liggur leiðin til Hecklin- gen, þar sem hópurinn gistir á notalegu hóteli og er skutlað á milli hótels og æfingasvæðisins, sem er í fallegu friðlandi. „BMW þarf að fylgja reglum þjóðgarðsins og er t.d. aðeins leyft að hafa 40 hjól á ferðinni hvern kennsludag og að hámarki fimm daga í viku, svo að náttúran fái tækifæri til að jafna sig inn á milli. Þá er kennslu- tímabilið bundið við apríl fram í október til að lágmarka álagið á umhverfinu.“ Góð byrjun á sumrinu Eyþór segir apríl hafa orðið fyrir valinu hjá íslenska hópnum enda góð leið til að hefja mótorhjólas- umarið. Fram undan eru ýmis mótorhjólaævintýri og langir túrar, og því upplagt að vera með þekk- inguna og þjálfunina ferska áður en haldið er út á íslensku þjóðvegina. Í Hecklingen er hópnum skipt upp eftir hæfni. BMW útvegar hjólin og þaulreyndir kennarar leiða þátttakendur í gegnum æfing- arnar með tilsögn og sýnikennslu. Eyþór segir brautina krefjandi en leiðsögnina vandaða og sáralítið um að slys verði á fólki. „Það er eink- um þegar líða tekur á daginn að þreytan getur orðið til þess að nemendur gera klaufamistök og missa hjólin á hliðina. Þátttakendur þurfa að vera í ágætu líkamlegu formi og með gott úthald en sjálf- sagt er líka að taka pásu ef þess reynist þörf. Æfingar standa yfir frá 8.30 til 17 báða kennsludagana, tekið klukkustundarlangt hlé í há- deginu og fullt af vatnsstoppum yf- ir daginn.“ Það eina sem þátttakendur þurfa að taka með sér út er hlífðarfatn- aður og góða skapið. Þökk sé samkomulagi milli Icelandair og Reykjavik Motor Center þarf ekki að borga yfirvigtargjald af hjálm- um, brynjum og öðrum þungum motorhjólaflíkum. Eyþór segir mjög góða stemningu myndast í hópnum, glatt á hjalla og auk þess að verða hæfari mótorhjólamenn geti þátttakendur vænst þess að eignast nýja vinni. Gagnast á öllum hjólum Bendir Eyþór líka á að þótt not- ast sé við torfæruhjól á námskeið- inu gagnist þjálfunin á öllum teg- undum hjóla. „Hvort sem ekið er á malarvegi eða erfiðum slóða, á tor- færuhjóli eða Harley, nýtist þekk- ing í réttri líkamsbeitingu á öllum hjólum og við allar aðstæður.“ Til viðbótar við Hecklingen- ferðirnar stendur Reykjavik Motor Center fyrir kennslu sem fram fer á Íslandi. „Við gerðum tilraun með það síðasta haust og endurtökum leikinn í ár. Flytjum við inn kenn- ara frá Bretlandi og nýtum hjólin frá Biking Viking. Er námskeiðið þannig skipulagt að byrjað er á tveggja daga kennslu og þjálfun og síðan haldið í þriggja daga mót- orhjólaferð yfir hálendið.“ ai@mbl.is Reykjavík Motor Center fór til Þýskalands í síðasta mánuði Takast á við krefjandi æfingabraut BMW Morgunblaðið/Ófeigur Eyþór Örlygsson segir þjálfunina sem fæst í Hecklingen gagnast fólki á öllum tegundum mótorhjóla. Á brautinni er að finna drullu og sandpytti, þröng einstígi og illviðráðanlegar rætur.Hópnum er skipt upp eftir getu svo allir fái þjálfun við sitt hæfi. Byrjendur eru velkomnir. Reykjavik Motor Center varð til árið 2012 með samruna Harley Dav- idson-umboðsins, mótorhjólaleigunnar Biking Viking og vespuleig- unnar Lundavespna. Í dag eru mótorhjólin frá BMW í fyrirrúmi en hjá fyrirtækinu er einnig hægt að finna hjól frá Piaggio, Vespa, Aprilia, og Moto Guzzi. Að sögn Eyþórs hefur salan á mótorhjólum ekki enn náð sér al- mennilega á strik eftir hrunið margumtalaða og er það einkum mót- orhjólaleigan sem ber reksturinn uppi. Ferðamönnum fjölgar ár frá ári og margir vilja skoða landið á vélhjóli sem kemst hvert á land sem er. Má þó reikna með að salan taki að glæðast innan skamms. Eyþór þekkir mótorhjólamarkaðinn vel en hann var á sínum tíma inn- kaupastjóri hjá mótorhjólaversluninni Nitró. „Eftir niðursveiflu má fyrst reikna með að salan á bílum taki við sér. Síðan koma ferðavagn- arnir og ódýrari „leikföng“ og loks mótorhjólin. Miðað við þessa þum- alputtareglu má vænta þess að þetta sumar og næsta fari salan mót- orhjólum að komast á eðlilegt ról.“ Salan ætti að glæðast þetta sumar eða næsta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.