Morgunblaðið - 24.05.2016, Side 13
hægri handar í hnappinn og stilla
eftir óskum.
Þarf Porsche að
hafa viðbótarhljóð?
Þeir sem ekið hafa sportbíl frá
Porsche vita sem er að vélarhljóðið
er unaðslegt. Hann malar í hæga-
gangi, urrar við inngjöf og öskrar
þegar gjöfin er botnuð. Þegar ekið er
í bíl með miðlægri vél eins og tilfellið
er með Boxsterinn þá er nánast eins
og maður sitji á vélinni. Það sem
meira er, þegar stigið er á kúp-
linguna og tengslin rofin á ferð, er
hreinlega eins og aflið ólgi í bílnum;
það bullar og kraumar! Það kom mér
þó á óvart að komast að því að þegar
nálin á snúningshraðamælinum er
komin á „rauða svæðið“ er vél-
arhljóðinu veitt um hátalara inn í
stýrishúsið til að auka á áhrifin.
Þetta gerist þegar bíllinn er í Sport-
stillingu en þegar stillt er á Sport +
fer allt fúttið í að koma aflinu í hjólin.
Hávaðinn minnkar og togið eflist
enn frekar. Persónulega kunni ég
því fyrirkomulagi betur. Ekki svo að
skilja að hljóðveita af þessu tagi
skemmi fyrir – nema kannski fyrir
alhörðustu meðlimi rétttrún-
aðarsafnaðar Porsche, en mér fannst
þetta satt að segja ekki þurfa. Hljóð-
ið í Porsche 718 þarf engin hjálp-
ardekk.
Útlitsleg bæting milli kynslóða
Hvað ásýndina varðar er Boxster-
inn ekki mikið breyttur fá síðustu
kynslóð (enda glórulaust að breyta
bara til að breyta; það sem ekki er
viðgerðar þurfi er óþarfi að gera við)
en þó er að finna á honum fáein smá-
atriði sem hafa heilmikið að segja, og
það til hins betra. Fyrst er að nefna
afturendann. Sá er þetta ritar hefur
löngum verið þeirrar skoðunar að
baksvipurinn á Boxster standi 911
töluvert að baki, en nú horfir það allt
til betri vegar. Bara með því að
hanna svolítinn stall á skottbríkina, í
svörtum háglans milli afturljósanna,
er svipurinn allt annar og fallegri.
Ofan á stallinum hvílir svo vind-
skeiðin sem lyfta má upp ef taka á
bílinn hressilega til kostanna. Milli
hurðaflekanna og afturhjólaskál-
anna eru svo komin voldug loft-
inntök sem setja mark sitt skemmti-
lega á hliðar bílsins. Loks eru
loftinntökin neðan við framstuð-
arann stærri en áður og nefið allt
lægra, sem gefur honum ennþá meiri
hraðaksturssvip. Í það heila miklar
framfarir á bíl sem fyrir var býsna
fallegur.
Indæll staður til að vera á
Hvað innanrýmið varðar er þar
allt eins og Porsche-ökumenn þekkja
það. Nú er reyndar komin einskonar
stjórnstöð (PCM – Porsche Comm-
unication Management) sem að-
gengileg er ökumanni um þægilegan
snertiskjá hvaðan stjórna má öllu
sem snýr að upplýsingum, afþrey-
ingu og þess háttar. Þegar hefur ver-
ið nefndur viðbótarhnappurinn í
stýrinu fyrir mismunandi aksturs-
stillingar og er nýjung. Að öðru leyti
er umhverfi ökumanns í takt við það
sem Porsche hefur lagt upp með síð-
ustu árin og ekki í kot vísað hvað það
varðar. Sem fyrr er þó sérkennilegt
að það þurfi að halda niðri takkanum
sem tekur blæjuþakið niður og setur
það upp og merkilegt að menn hafi
ekki bætt úr því síðan Porsche 911
Targa var kynntur vorið 2014. Þakið
er uppi eða niðri, millistigi er ekki til
að dreifa. Hvers vegna er þá ekki
nóg að styðja á takkann og sleppa
svo? Rúðunum vill maður geta slak-
að mismikið upp eða niður og þá er
gott að geta stoppað í ótilgreindu
millibili en þakið er bara annaðhvort
niðri eða uppi og því tilgangslaust að
láta mann halda takkanum niðri
meðan þakið fer upp eða niður.
Svona sparðatíningur breytir því
ekki að akstur Porsche 718 Boxster
er ómenguð ánægja, hvort heldur
ekið er á 75, 175 eða 255. Hann er í
hvívetna hreinn akstursunaður og
enn ein rósin í troðfullt hnappagat
Porsche.
Hliðarsvipur Porsche 718 Boxster
er í einu orði sagt stórfenglega
fallegur og hefur tekið breytingum
til hins betra frá síðustu kynslóð.
Stýrishjólið vinnur frábærlega og stýringin öll eins og draumur.
718 Boxster býður aðeins tveimur á rúntinn hverju sinni. Er það vel.
komna
ður ekki á móti mælt að það gleður augað að sjá í keramikið.
Þannig lítur vindskeiðin út í hvíldarstöðu, innfelld og fyrirferðarlítil.
MORGUNBLAÐIÐ | 13
ð á hinum nýja Porsche 718 Boxster. Þessi sportbíll er bara gullfallegur.
+
Útlit, aksturseiginleikar,
búnaður, afl - nánast allt
-
Skrýtið að þurfa að halda
blæjutakkanum inni