Morgunblaðið - 24.05.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.05.2016, Blaðsíða 14
14 | MORGUNBLAÐIÐ Sameinar það besta í rafsuðu Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 E nn bætist við Lexus- fjölskylduna og nýjasti meðlimurinn er satt að segja einn af þeim fríðari. Lexus RC er sportbíll af „coupe“ sortinni og bara ferlega flottur að sjá. Hann sver sig í ættina með svipmiklu framgrillinu sem er með sama stundaglaslaginu og aðrir fjöl- skyldumeðlimir og útlitið allt geisl- ar af sjálfsöryggi. Hér er ekki farið í neina launkofa með eitt eða neitt; Lexus eru á útopnunni um þessar mundir og er það vel. Á hvern minnir hann mig? Þegar blaðamaður fékk bílinn fyrst til reynslu hreyfði útlit bílsins við einhverjum eldfornum minn- ingum – einhvers staðar hafði ég séð eitthvað við þennan bíl, ein- hvern tímann í fyrndinni. Ekki kom það upp í kollinn sisona svo ég lagði það til hliðar og beið þess að það dúkkaði upp þegar minnst varði, sem það og gerði. En til að byrja með var nóg til þess að dást að því línur Lexus RC eru, sem fyrr sagði, bráðfallegar og coupe-lagið gengur prýðilega upp. Bíllinn er hvorki og snubbóttur né of langur, bara akk- úrat passlegur. Nýjustu bílarnir frá Lexus höggva iðulega í sama kné- runn og NX-jepplingurinn, með skarpar – nánast flugbeittar – línur en RC-bíllinn er heldur sveigðari og straumlínulagaðri. Fyrir bragðið er útlitið dýnamískt og sportlegt á alla kanta. Rétt eins og gríðarmikið framgrillið gerir framendann flott- an og tilkomumikinn, þá er prófíll- inn að sama skapi sérlega fallegur og baksvipurinn sömuleiðis. Útlits- lega er bíllinn einfaldlega fram- úrskarandi vel heppnaður og ekki sakar F-Sport upfærslan. Bílar í þessum flokki verða trauðla mikið gæjalegri. Og þá komum við aftur að því sem mér fannst ég hafa séð áður; svarti kamburinn sem er að finna á hornunum aftan við afturdekkin kallast á við loftinntökin á hvítum Ferrari Testarossa. Gúgglið bara. Afbragðsgott innanrými Eins og vera ber með sportbíl þá liggja sætin neðarlega og eru vel afturhallandi, sem þýðir að innstigið er talsvert djúpt. En þegar inn er sest, beltin spennt og vélin ræst er því ekki að neita að það fer fantavel um ökumann. Mælaborð og stjórn- tækjainnrétting er reyndar svolítið út og suður, þetta er upphleypt á meðan hitt er innfellt og næsta kyn- slóð á vafalítið eftir að skarta inn- réttingu sem verður meira í línu við straumlínulagaðan bílinn. Þetta er þó meira fagurfræðilegt umkvört- unarefni því öll „fúnskjón“ er til fyrirmyndar, um leið og efnisval er óaðfinnanlegt í alla staði. Lexus RC er einkar vel búinn í bak og fyrir og sérstaklega er vert að hrósa hljóð- kerfinu frá Mark Levinson er sem alger negla. Það fer feikivel um ökumann og farþega, sem sitja í umvefjandi sætum, sjá vel til allra átta og hafa það gott að öllu leyti, en aftursætisfarþegar þurfa að gera sér að góðu afskaplega takmarkað fótarými og skert útsýni því glugg- arnir á hliðunum eru í knappara lagi. En plássið sleppur samt til fyr- ir þau skipti þar sem þarf að koma fjórum einstaklingum milli staða. Lexus NC300h er einkar vel heppnaður bíll í útliti, með greinilegan ættarsvip en um leið eigin einkenni. Coupe-lagið er feikivel úr garði gert og bíllinn hefur talsvert háan áhorfsstuðul. Fágun og fegurð frá Lexus Morgunblaðið/Ófeigur Plássið er hið fínasta fram í Lexusnum en aðra sögu er að segja afturí. Ökumaður og farþegi sitja lágt í Lexus NV300h og sportbílatilfinningin er ósvikin. Efnisvalið er fínt og búnaður allur afskaplega ríkulegur. Gríðarmikið framgrillið setur tilkomumikinn svip á NC300h. + Útlit, sparneytinn, gott upptak. - Hestöflin hefðu mátt vera fleiri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.