Morgunblaðið - 24.05.2016, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 24.05.2016, Qupperneq 15
En fyrst og fremst er þetta „fram- sætabíll“ og það er til nóg af sedan- og skutbílum fyrir þá sem vilja gera vel við farþegana. Þessi er hugs- aður út frá ökumanni og farþega í framsæti og um þá væsir ekki. Fleiri hestar hefðu ekki sakað Talandi um ökumanninn – víkjum þá að akstrinum sjálfum. Sumir höfðu á orði um NX-sportjeppann að það sem helst hái þeim annars bráðfallega bíl að hann skorti svolít- ið afl. Það má að einhverju leyti heimfæra það umkvörtunarefni á NC-bílinn líka. Það hefði hreint ekki sakað að hafa svolítið fleiri hross undir húddinu og eru þau þó 225 talsins. Bíllinn er hins vegar 1.775 kíló og það skýrir sjálfsagt að hann er 6,8 sekúndur í hundraðið og þó það sé út af fyrir sig ekkert dónalegt þá er það eiginlega heldur meira en útlitið gefur fyrirheit um. Aggressíf ásjónan á NC300h nánast lofar hröðun upp í 100 km/klst. á 5 sekúndum. En hann er engu að síð- ur vel kvikur af stað, sem er það sem mest er um vert, og togið er sprækt framan af. Á það má minna í þessu samhengi að hvergi á al- mennum akstursleiðum á landi hér er löglegt að aka á 100 km/klst. svo þetta er út af fyrir sig ekki svo al- varlegt. Auk þess er stýringin hin fínasta, hann snýr við „á tíkalli“ eins og þar stendur og er sérlega lipur og þýður í akstri. Sport- stillingin gerir hann enn reffilegri og á meðan hann fæst eingöngu sjálfskiptur er hann samt sem áður með blöðkum til beinskiptingar í stýrinu, fyrir þá ökumenn sem vilja sjá um þetta sjálfir. Hybrid-hliðin er þá hin ákjósan- legasta og bíllinn eyðir ákaflega skaplega í blönduðum akstri. Upp- gefin eyðsla er 5 lítrar, undirritaður var í tæpum 6 sem er ekki til að kvarta yfir. Í borgarakstrinum er vel hægt að rúlla á rafmagninu einu saman, alltént á meðan rafhlaðan á eitthvað inni. Það hefði verið enn skemmtilegra að hafa bílinn sem plug-in hybrid, og það má vonast eftir slíku næst. Lexus NC330h hefur nánast jafn flottan baksvip og hann hefur framenda, nokkuð sem fáir státa af.Það kemur talsvert á óvart hvað skottið í Lexus NC300 er rúmgott. MORGUNBLAÐIÐ | 15 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is M.BENZ E 250 CDI 4matic nýskr. 02/2013, ekinn 68 Þ.km, diesel, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn, mjög vel búinn aukahlutum. Verð 6.990.000 kr. Raðnr. 287205 LAND ROVER DEFENDER 110 nýskr. 06/2015, ekinn 20 Þ.km, diesel, 6 gíra, snorkel o.fl. Verð 11.490.000. Raðnr.255138 M.BENZ E 200CDI T BLUETEC AVANTGARDE nýskr. 10/2014, ekinn 25 Þ.km, diesel, sjálfskiptur, lúga o.fl. TILBOÐSVERÐ 6.490.000 kr. Raðnr.254758 AUDI A6 2.0 TDI S-LINE nýskr. 08/2014, ekinn 16 Þ.km, disel, sjálfskiptur, mjög vel búinn og flottur! OKKAR BESTA VERÐ 7.490.000 kr. Raðnr.254356 BMW 520D XDRIVE F10 nýskr. 01/2015, ekinn 25 Þ.km, fjórhjóladrifinn, diesel, sjálfskiptur, sóllúga, leðurlúxus- sæti o.fl. Glæsilega búinn bíll. Verð 8.690.000 kr. Raðnr. 254961 M.BENZ E 300 BLUETEC HYBRID nýskr. 07/2013, ekinn 83 Þ.km, dísel/rafmagn, sjálfskiptur, leður, glertoppur o.fl. Verð 6.590.000 kr. Raðnr. 254489 Lexus RC 300h Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Reynsluakstur 2,5 lítra L4 ásamt rafmótor 223 hestöfl/221 Nm Sjálfskipting 0-100 km/sek: 8,6 Hámark: 190 km/klst Afturhjóladrif 19 tommu álfelgur Eigin þyngd kg: 1.775 Farangursrými: 340 lítrar Mengunargildi: frá 116gCO2/km Verð frá: 10.080.000 kr 5 l/100 km í bl. akstri Umboð: Lexus Ísland

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.