Morgunblaðið - 24.05.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.05.2016, Blaðsíða 16
16 | MORGUNBLAÐIÐ Miðhraun 2 210 Garðabær Sími 587 1300 optimar@optimar.is www.optimar.is · Plönum hedd · Rennum& slípum sveifarása · Málmsprautum slitfleti, t.d. á tjakkstöngum · Tjakkaviðgerðir · Almenn renni- & fræsivinna · Almenn suðuvinna · Gerum við loftkælingu bíla · Allar almennar vélaviðgerðir ALHLIÐA VÉLAVERKSTÆÐI Ein öld er á þessu ári frá því að þýski bílsmiðurinn BMW hóf starf- semi. Nafnið (Bayerische Motoren Werke) dregur dám af meginstarf- seminni í fyrstu, vélaframleiðslu. Má segja að saga BMW sé vörðuð einstökum tækniframförum á sviði vélaþróunar og leiðandi gæðahönn- unar. Tímamótum þessum var fagnað um helgina með sérstakri afmælissýningu hjá BL, umboðs- aðila BMW hér á landi, um helgina. Frumsýndir voru fimm nýir bílar frá BMW og bar þar hæst sportbíl- ana BMW i8 og M2 auk flaggskips- ins BMW 7 og sérstakrar 100 ára afmælisútgáfu af BMW X5 og BMW 5 Series. Þá var rafbíllinn i3 einnig frumsýndur. BMW varð til í mars 1916 við sameiningu þriggja iðnfyrirtækja, þar á meðal framleiðanda flugvéla- mótora og bílaframleiðanda. Í fyrstu var þróun og framleiðsla flugvélamótora þungamiðjan í starfseminni. Dró til tíðinda á því sviði 17. júní 1919 er DFW F37 tví- þekju með 250 hestafla vatns- kældum BMW-mótor var flogið í tæplega 10 km hæð, 32.000 feta. Það var heimsmet og sagði flugmaðurinn, Franz-Zeno Diemer, að hann hefði komist hærra hefði hann tekið með sér nægar súrefnis- birgðir. Tímamótavélfákur BMW R 32 Vegna ákvæða stríðsloka- samkomulagsins frá Versölum var BMW knúið til að hætta þróun og smíði flugvélamótora eftir fyrri heimsstyrjöld, sem lauk 1918. Sneri fyrirtækið sér að þróun og fram- leiðslu á bifhjólamótorum, til að byrja með fyrir aðra framleið- endur. Árið 1923 hannaði og kynnti BMW svo sitt eigið mótorhjól, BMW R 32. Það olli þáttaskilum vegna sportlegs og rómantísks yfirbragðs þar sem hönnunin hverfðist um mótorinn, sem varð þá um leið helsta þungamiðja í útliti hjólsins. Þetta hjól var með svonefndri „box- er“-vél sem átti eftir að marka tímamót. Nýbreytni BMW átti eftir að hafa áhrif á aðra mótorhjóla- framleiðendur. Byrja með Dixi Fyrsti bíllinn sem BMW fram- leiddi – og sá sem renndi stoðum undir fyrirtækið sem bílsmið – var hinn svonefndi Dixi, sem grundvall- aður var á Austin 7 og framleiddur með leyfi breska bílaframleiðand- ans Austin Motor Company í Birm- ingham á Englandi. Tímamót urðu í sögu BMW árið 1936, en þá kom sportbíllinn BMW 328 fram á sjónarsviðið. Hann markaði nýtt upphaf í aksturs- íþróttum og varð afar sigursæll á fjórða áratugnum. Hann hafði áður óþekkta snerpu og hröðun og þótti einstaklega meðfærilegur í akstri. Bíllinn var aðeins 780 kg, að miklu leyti smíðaður úr áli og með litla en afkastamikla 80 hestafla vél. Þetta þótti einstaklega frumlegt enda fór enginn tími til spillis á kappakst- ursbrautinni í Nürburgring 14. júní 1936 þar sem hann gjörsigraði keppinautana – strax fyrsta daginn sem hann var sýndur opinberlega. Fremstir í flokki á X5 BMW þótti koma á óvart á bíla- sýningunni í Detroit í Bandaríkj- unum í janúar 1999 er það kynnti til sögunnar rúmgóðan fjórhjóla- drifinn og sportlegan lúxusjeppa. Enn var langt í land í þá spreng- ingu í smíði sportjeppa sem við þekkjum nú, er BMW reið á vaðið með X5-bílnum. Aksturseiginleikar hans voru rómaðir, rými og þæg- indi einnig og torfærugeta. Umhverfismál hafa verið stjórn- endum BMW hugleikin og hefur fyrirtækið kynnt margvíslegar tæknilausnir sem dregið hafa úr neikvæðum áhrifum á umhverfið. Sem dæmi má nefna að árið 1955 kynnti BMW fyrsta fjöldafram- leidda smábíl heims, Isetta, sem eyddi aðeins þremur lítrum á hundraðið. Var þar um að ræða ítalskan bíl sem BMW framleiddi samkvæmt leyfi og brúkaði í sína útgáfu umbreytta mótorhjólavél. Náði hann nokkrum vinsældum og styrkti aftur stöðu BMW sem bíl- smiðs. Varð Isetta söluhæsti eins strokks bíllinn í heiminum þetta sama ár. Árið 1973 varð BMW svo fyrsti bílaframleiðandinn til að setja á laggir starf framkvæmda- stjóra umhverfismála til að sam- ræma og efla áherslur BMW í mála- flokknum. Rafbíll kemur til skjalanna Árangur af þessum áherslum er meðal annars sá að undanfarin 15 ár hefur BMW vermt efsta sætið í svonefndri sjálfbærnivísitölu RobecoSAM í flokki bílaframleið- enda. Þá hefur BMW minnkað út- blástur bíla sinna um 40% frá árinu 1990. Á grunni þeirrar reynslu sem aflað hefur verið undanfarna ára- tugi innleiddi fyrirtækið BMW Ef- ficient Dynamics-tæknina árið 2007 sem leggur höfuðáherslu á aksturs- ánægju og afköst en um leið lág- mörkun eldsneytiseyðslu og út- blásturs. Segja má að það hafi svo verið rökrétt afleiðing af áherslum BMW í umhverfismálum er þýski lúxus- bílsmiðurinn kynnti árið 2013 lít- inn, léttan en kraftmikinn raf- magnsbíl, BMW i3. Hefur hann hlotið góðar viðtökur víða, en hann var meðal gripa sem frumsýndir voru á afmælissýningu BMW hjá BL. Sala á honum hér á landi hefst síðar á árinu. 21. maí, þar sem frumsýndir verða fimm nýir bílar auk annarra sem BL státar af í sýningarsalnum. Hæst ber sportbílana BMW i8 og M2 auk flaggskipsins BMW 7 og sérstakrar 100 ára afmælisútgáfu af BMW X5 og BMW 5 Series. Þá verður rafmagnsbíllinn i3 einnig frumsýndur hjá BL en hann fer í sölu hjá BL síðar á þessu ári en verður til taks fyrir reynsluakstur á laugardaginn. agas@mbl.is BMW fagnar 100 ára afmæli í ár Saga vörðuð tækniframförum Morgunblaðið/wikipedia/CC BY-S BMW R32 mótorhjólið með boxer-vél markaði þáttaskil. Hönnunin var hugvitsamleg á marga vegu. Morgunblaðið/Wikimedia/commons Dixi er fyrsti bíllinn sem BMW framleiddi, með enskar rætur. Morgunblaðið/Wikipedia CC/Koos Isetta eyddi aðeins þremur lítrum á hundraðið. Geri aðrir betur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.