Morgunblaðið - 24.05.2016, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ | 21
• Stýrishlutir
• Pakkningasett
• Ventlar
• Vatnsdælur
• Tímareimar
• Knastásar
• Legur
• Stimplar
Varahlutir sem þú
getur treyst á!
Sími: 577 1313 | Tangarhöfða 13 | kistufell.com
VARAHLUTAVERSLUN
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
Túrbínur í flestar gerðir bíla
Frábært verð
Hafa skal það sem hljómar betur
Lágmúla 8, Sími 530 2800Umboðsmenn um land allt
Verð frá: 17.900,-
DEH-1800UB
Bíltæki
FM/LW -
Geislaspilari/USB/Aux
Opið laugardaga kl. 11-15
Verð kr.: 89.900,-
DVD/CD Spilari 6,2” Skjár, DAB+
og Bluetooth - 2 DIN
PIAVH-X3800DAB
Innbyggt Bluetooth
USB inngangur
iPod, iPhone og Android stuðningur með snúru.
CD/DVD afspilun: MP3, WMA, AAC, DivX, Xvid,
MPEG-1,2,4
USB afspilun: MP3, WMA, AAC, WAV, FLAC,
DivX, Xvid, H.264, MPEG4, JPEG
Verð kr.: 29.900,-
Bassakeila PITSW2501D4
Max 2500 W (800 W RMS)
Tíðnisvið 20 - 150 Hz
Næmni (1W/1m) 90 dB
Stærð 10” (25 cm)
Tveir frændur í smábænum Accr-
ington í norðvesturhluta Englands
hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir
að vinda ofan af kílómetramælum
notaðra bíla og selja þá svo. Þar
sem bílarnir litu út fyrir að vera
lítt keyrðir gátu þeir selt þá við
mun hærra verði en ella.
Hinn 33 ára gamli Nazim Hussa-
in og hinn þrítugi Mohammed
Aseeb Hussain gengust við broti
sínu en þeir munu hafa stundað að
kaupa bíla á uppboði og eiga síðan
við kílómetramæla þeirra áður en
þeir endurseldu þá. Náði svindl
þeirra til mörg hundruð bíla og
eru þeir sagðir hafa þurrkað af
mælum þeirra milljónir kílómetra.
Keyptu þeir til að mynda hundr-
uð bíla á tveggja ára bili af einu og
sama uppboðshúsinu. Nazim
Hussain keypti 277 bíla 2011 og
2012 og Aseeb Hussain 334. Nær
öllum hafði verið ekið meira en
100.000 mílur eða yfir 160.000 km.
Voru margir eðalbílar þar á meðal,
svo sem af gerðunum Audi, BMW,
Mercedes og Range Rover. Í flest-
um tilvikum voru 150-200 þúsund
kílómetrar þurrkaðir út af mæl-
unum og dæmi var um nokkra þar
sem á fjórða hundrað þúsund kíló-
metra voru látnir fjúka. Til dæmis
eitt stykki Ford Galaxy sem undið
var 374.000 kílómetrum af. Sá sem
minnst var breytt var skrúfaður
niður um 74.000 km.
Bílar sem keyptir voru af frænd-
unum – á fölskum forsendum –
biluðu ótt og títt. Tíðar bilanir eins
bílsins urðu á endanum sú þúfa er
velti stóru hlassi. Þótti það ein-
kennilegt miðað við hve lítt bíllinn
átti að vera notaður. Óháðir mats-
menn löggildingarstofu Lancashi-
reskíris voru kvaddir til og eftir
því sem þeir köfuðu dýpra kom
fjöldi svipaðra tilvika í ljós. Eitt
þeirra var sérdeilis óheppilegt því
bílstjóri sá komst ekki alla leið
heim á nýkeyptum bílnum áður en
hann bilaði og neitaði að fara
lengra.
Á endanum snerist dómsmál á
hendur frændunum um 36 bíla sem
rannsóknarmenn höfðu orðið að
takmarka rannsókn sína við. Meira
en helmingur þeirra hafði verið
færður niður um vel á annað
hundrað þúsund kílómetra. Dóm-
arinn Simon Newell við héraðs-
dómstólinn í Burnley dæmdi hvorn
Hussein-frændann um sig í tveggja
ára fangelsi og gerði þeim að
borga 22 fórnarlömbum þeirra
samtals 130.000 pund í bætur, jafn-
virði um 23 milljóna króna. Nazim
Hussain reyndist hafa hagnast um
1,86 milljónir punda á svikseminni
og verður að borga tíund þess til
baka innan þriggja mánaða, ellgar
bætast 20 mánuðir við fangels-
isrefsingu hans. Frændi hans Mo-
hammed Aseeb Hussain þénaði um
2,3 milljónir punda og bætast 13
mánuðir við uppkveðnu refsinguna
greiði hann ekki hluta þess til baka
innan sama frests.
agas@mbl.is
Blekktu kaupendur og græddu fúlgur fjár
Fangelsi fyrir að snúa niður kílómetramæla
Frændurnir skrúfuðu mörghundruð mæla óheyrilega mikið niður.
Það er ekki tekið út með sældinni
að vera bíll og heita Tívolí í Dan-
mörku. Það þekkir kóreski jepp-
lingurinn SsangYong Tivoli.
Nýverið sótti SsangYong aftur
inn á danskan markað með sitt
sómasamlega bílaval eftir fjarveru
um skeið.
Sá bíll sem bílsmiðurinn beinir
sérstaklega að Dönum er jeppinn
Tivoli, ýmist með 1,6 lítra bensín-
eða dísilvél. Hann er hugsaður
sem rakinn keppinautur Nissan
Qashqai og sækir inn í bílgeira
sem þjáður er af vaxtarverkjum.
Vandi SsangYong Tivoli í Dana-
veldi er að þar á skemmtigarð-
urinn vinsæli algjöran og und-
antekningarlausan rétt á nafninu
Tívolí. Valdi bílsmiðurinn þá dipló-
matísku leið að efna ekki til
nafnadeilu við hinn rótgróna
skemmtigarð sem er Dönum svo
hjartakær. Ákvað heldur að nefna
bílinn upp á nýtt til sölu í Dan-
mörku.
Alls staðar annars staðar ber
jeppinn áfram sama upprunalega
nafnið, en í Danmörku er hann
seldur sem SsangYong LUVi. Er
það skammstöfun fyrir „Leisure
Utility Vehicle inspired“ – sem er
sögð skírskota til hinnar athafna-
sömu fjölskyldu sem þurfi ögn
meira bílpláss.
agas@mbl.is
SsangYong breytir um nafn á bíl
Beygðu sig fyrir einkarétti Tívolí
SsangYong Tivoli ber nafnið SsangYong LUVi í Danmörku.
– með morgunkaffinu