Morgunblaðið - 24.05.2016, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 24.05.2016, Qupperneq 22
22 | MORGUNBLAÐIÐ Opel Vivaro Verð frá 3.379.000 kr. án vsk. OPELVIVARO FJÖLHÆFUR OG SPARSAMUR VINNUFÉLAGI Reykjavík Tangarhöfða 8 590 2000 Reykjanesbær Njarðarbraut 9 420 3330 Opið virka daga frá 9 - 18 Laugardaga frá 12 - 16 opel.is / benni.is Opel Vivaro er hagkvæmur í rekstri og fæst í fjölmörgum útfærslum sem hæfa þínum þörfum. Hann er þægilegur í umgengni og fer vel með þig og varninginn. Opel Vivaro er sannkallaður vinnuþjarkur sem getur ekki beðið eftir að komast í vinnuna! EIN NIG TIL 9 M ANN A Bílsmiðirnir Opel og Fiat eru í klandri í Þýskalandi vegna umfram- losunar eitraðra útblástursefna nokkurra bílamódela. Þýska sam- gönguráðuneytið hefur stefnt þeim fyrir sérstaka rannsóknarnefnd og krefst skýringa á meintum brotum þeirra. Fulltrúum Opel, sem er í eigu General Motors, hefur verið stefnt fyrir opinbera nefnd (KBA) í næstu viku sem skipuð var á sínum tíma til að rannsaka útblásturshneyksli sem kennt er við Volkswagen og upp kom í fyrrahaust. Er það gert í framhaldi af ásökunum umhverf- isstofnunarinnar Deutsche Umwelt- hilfe þess efnis að Opel hafi brúkað ólöglegan búnað í bílum til að villa um fyrir mengunarmælingum. Að sögn bæði vikuritsins Der Spiegel og fréttaskýringaþáttarins Monitor á ARD-sjónvarpsstöðinni af- hjúpuðu prófanir á nokkrum dís- ilbílum Opel „áður óþekktan búnað“ sem slekkur á síukerfi vélarinnar í módelunum Opel Astra og Opel Zaf- ira. Það hafi í för með sér að bílarnir losi kerfisbundið meira af eitur- efnum en leyfilegt er. Nú er til þess ætlast af bílsmiðnum þýska að hann gefi skýringar á þessu fyrir rann- sóknarnefndinni. Lýsa sig alsaklausa Í yfirlýsingu harðneitar Opel að það hafi brúkað blekkingarbúnað á borð við þau tölvuprógrömm sem VW-hneykslið hefur snúist um. Seg- ist Opel sömuleiðis hafa efasemdir um að rannsóknir og aðferðafræði Deutsche Umwelthilfe standist vís- indakröfur og séu hlutlægar. „Hugbúnaður í okkar bílum hefur aldrei verið forritaður til að blekkja eða svíkja. Útblástursstýringar eru mjög flókinn búnaður sem samofinn er öðrum kerfum. Hinar ýmsu breyt- ur, svo sem vélarhraði, álag, hitastig og hæð yfir sjó skipta allar miklu máli og eru tengdar innbyrðis. Svo flókið kerfi er ekki hægt að brjóta niður í einstakar breytur. Gagn- kvæm áhrif þeirra verður að skilja heildrænt í samspili við ríkjandi að- stæður og ýmsa þætti stjórnstýring- anna,“ segir Opel. Hætta að virka við lágt hitastig Fyrrnefnd rannsóknarnefnd hef- ur undanfarna mánuði skoðað alla dísilbíla af svipaðri stærð og VW- bílarnir sem komu við sögu útblást- urshneykslisins. Niðurstaða hennar var að engar sambærilegar blekk- ingar hefðu átt sér stað af hálfu ann- arra bílsmiða. Að sömu niðurstöðu komust óháðar rannsóknarnefndir bæði íFrakklandi og Bretlandi. Í ljós kom þó, að í fjölda bílamód- ela slökktu stjórnstýringar útblást- urskerfanna kerfisbundið á sér þeg- ar lofthiti fór niður fyrir ákveðið stig. Samkvæmt Evrópureglum er þetta einungis heimilt til að hindra hugsanleg slys eða skemmdir á vél- inni. Í apríl sl. ákváðu þýsku bílsmið- irnir Audi, Mercedes, Opel, Porsche Fiat-bíllinn slökkti alltaf á mengunarsíunum um tveimur mínútum eftir að formlegri mengunarmælingu lauk og tölurnar því villandi. Öll kurl fjarri því komin til grafar Opel og Fiat þurfa að útskýra útblástursgrun Mengunarbúnaður Opel Astra er óvirkur meira og minna allt árið. Þ að rataði í fréttirnar í síð- ustu viku að ákveðið hefur verið að leggja niður strætisvagnaferðir milli Reykjavíkur og Þorlákshafnar. Ég held það hafi verið fyrir þremur ár- um að kjörnum fulltrúum hug- kvæmdist að útvíkka leiðakerfi Strætó Bs. lengst út í sveit. Var þetta það nýjasta í röð margra uppátækja og fjárausturs sem eiga að efla almenningssamgöngur, og koma fólki í vagnana með góðu eða illu. Í tilviki Þorlákshafnar voru að meðaltali aðeins tveir farþegar í hverri ferð. Fáum sögum fer af far- þegafjöldanum á öðrum lands- byggðarleiðum Strætó, sem ná allt austur á Egilsstaði. Hitt má þó áætla út frá ársreikn- ingi fyrirtækisins að skattgreið- endur niðurgreiði næstum 80% af kostnaðinum við hverja strætóferð. Sá sem tekur strætisvagn tvisvar á dag, alla virka daga, alla mánuði ársins, fær um 177.000 kr meðgjöf frá skattgreiðendum yfir árið (um 350 kr fyrir hverja ferð að jafnaði, eða 14.700 kr á mánuði). Með- alfarþeginn borgar á móti 99 kr fyr- ir ferðina úr eigin vasa. Á háskólaárum mínum voru al- menningssamgöngur mér mjög hugleiknar. Sem ég beið í kuld- anum og slyddunni eftir vagninum, svo ég gæti komist hægt og illa frá Hafnarfirði inn í Reykjavík, var erfitt að skilja hrifningu margra stjórnmálamanna af almennings- samgöngum. Höfuðborgarsvæðið er stórt, gisið, og flesta daga ársins er veðrið frekar leiðinlegt. Í svona áttaði ég mig á að ef ekki væri fyrir himinháa skatta gæti ég hæglega ráðið við að eiga bíl. Bíll væri á allra færi Ríkið tekur til sín um helming af verði bensínlítrans, og a.m.k. þriðj- ung af kaupverði nýrra bíla. Fljót- heitaútreikningar leiða í ljós að ef ekki væri fyrir himinháa skattana ætti varla að kosta meira en 20- 30.000 kr á mánuði að reka not- aðan, lítinn og sparneytinn bíl. Það er upphæð sem jafnvel auralitlir námsmenn myndu ráða vel við, og myndu glaðir borga í skiptum fyrir þau þægindi og frelsi sem bíllinn veitir. Í stað þess að reyna að bæta samgöngur á höfuðborgarsvæðinu með nýjum strætóleiðum og tíðari ferðum væri skynsamlegast að reyna að gera aðgengilegri og ódýrari þann samgöngukost sem hentar íslenskum aðstæðum best. Þó rauðir strætisvagnar dugi vel í London, og sporvagnar í Vín- arborg, þá er einkabíllinn það sem hentar best til samgangna í Reykjavík og nágrenni. Það eina sem gerir einkabílinn óhentugan eru svimandi háir skattarnir sem fjarlægja má með einu pennastriki. byggð, við þessa breiddargráðu, er lítið vit í öðru en að fara á milli staða á einkabíl. Nema hvað ég hafði ekki efni á að reka bifreið og neyddist til að taka strætó. En þar sem slyddan barði á mér kinnarnar úti á stoppi- stöð og kuldinn nísti inn að beini Eini samgöngumátinn sem vit er í Morgunblaðið/Ómar Í byggð sem er köld, blaut og dreifð eins og Reykjavík er einkabíllinn sá samgöngumáti sem á að hampa. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Bremsufarið Sjálfakstur verður staðalbúnaður allra bíla frá þýska bílsmiðnum Audi í framtíðinni. Þegar árið 2025 segist Audi verða tilbúinn með sjálfakstursbíl í endanlegri mynd til raðsmíði. Sá mun geta keyrt alveg sjálfur óháð því hvort ökumaður situr til vonar og vara undir stýri á ferð eða ekki. Þetta kom fram á hluthafafundi Audi á fimmtudaginn var. Stjórn- arformaðurinn Rupert Stadler skýrði frá því við sama tækifæri, að splunkuný útgáfa af Audi A8 kæmi á götuna á næsta ári, 2017. Sá yrði að hluta til búinn undir sjálfakstur. agas@mbl.is Nýr Audi A8 frá grunni kemur á götuna á næsta ári, 2017. Góðir hlutir gerast árið 2025 Sjálfakstur staðallinn hjá Audi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.