Morgunblaðið - 30.05.2016, Side 11
VIÐTAL
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Framtíð byggðar í Grímsey er í
mikilli hættu að því er fram kemur
í nýrri meistaraprófsritgerð Ómars
Valdimarssonar, blaðamanns og
verðandi mannfræðings.
Ómar sagðist lengi hafa verið
fremur forvitinn um eyjalíf, þegar
hann var spurður hvers vegna hann
hefði valið að skrifa um samfélagið
í Grímsey. Móðurfólk hans er frá
Vestmannaeyjum og á ferðum sín-
um um heiminn kynntist Ómar
eyjaskeggjum í Kyrrahafi.
„Mér fannst eitthvað tengja eyja-
fólk. Ég þekkti ekkert til Gríms-
eyjar þegar ég ákvað lokaverkefnið
og hafði aldrei komið þangað. Ég
kannaðist bara við einn Grímseying
sem ég hafði hitt fyrir 20-30 árum
og mundi nafnið hans,“ sagði Ómar.
Hann fór út í Grímsey um Jóns-
messu 2014 og sannfærðist um að
það gæti orðið skemmtilegt verk-
efni að skoða samfélagið í eynni frá
sjónarhóli mannfræðinnar.
„Ég vildi skoða hvað það var sem
hélt fólki í Grímsey og hvað gerði
því kleift að búa þarna,“ sagði Óm-
ar. Hann mótaði tvíþætta rann-
sóknarspurningu og leitaði svara
við henni:
A) Að hve miklu leyti mótast
félagsauður Grímseyinga af fá-
menni í útjaðri byggðra bóla? B)
Hvað einkennir viðbrögð Grímsey-
inga við áföllum og eru viðbrögð
þeirra og bjargráð á einhvern hátt
með öðru móti en Íslendinga al-
mennt?
Gengisfelling félagsauðsins
Félagsauður verður ekki mældur
í krónum eða kílóum en samt er
hægt að leggja mat á gæði hans
með ýmsu móti. Félagsauðurinn
birtist m.a. í samstöðunni í sam-
félaginu, væntumþykju, nánd og fé-
lagslegum tengslum. Félagsauð er
að finna í margs konar félagsgerð-
um, t.d. í fjölskyldum, vinahópum,
vinnuhópum, félögum, klúbbum og
samfélögum. Gengi félagsauðsins
er misjafnt og það getur sveiflast
upp og niður.
Ómari sýndist margt benda til að
það væri fyrst og fremst félags-
auðurinn, eða a.m.k. hugmyndin
um sameiginlegan félagsauð, sem
væri límið í samfélaginu í Grímsey.
Erfiðleikar og áföll hafa haft áhrif
á gæði félagsauðsins.
„Félagsleg samheldni og gagn-
kvæm ábyrgð er meginskýringin á
því að byggð hefur haldist í Gríms-
ey í þúsund ár en jafnframt leiddi
rannsóknin í ljós að samheldnin
gisnar þegar einhver hefur gengið
fram af samfélaginu með hegðan
sinni og breytni,“ skrifar Ómar í
útdrætti ritgerðarinnar.
Aðsteðjandi ógnir
Ljóst er að ýmsar ógnir steðja að
framtíð byggðar í Grímsey.
„Nútíminn held ég að sé helsta
ógnin,“ sagði Ómar. Aðdráttarafls
þéttbýlisins gætir í Grímsey ekki
síður en í öðrum afskekktum
byggðum.
„Eftir því sem samgöngur hafa
batnað hafa Grímseyingar sótt í
meiri mæli upp á land en áður,“
sagði Ómar. Á árum áður fór fólk
ekki upp á land nema brýna nauð-
syn bæri til. Nú eiga margir
Grímseyingar íbúð í landi og enn
fleiri eiga þar bíl. Fólksfækkun hef-
ur lengi verið viðvarandi í Grímsey
og byggðin má ekki við meiri fækk-
un, að sögn Ómars. Þess má geta
að 19. maí fæddust tveir nýir
Grímseyingar, sem er orðið fremur
fátítt. Þar með urðu íbúarnir í
Grímsey 68 að tölu.
„Ef börnin sækja sér menntun
finna þau lítið við sitt hæfi í Gríms-
ey að námi loknu. Þú getur verið í
Grímsey ef þú vilt vera á sjó og
færð pláss á báti, annars er ekkert
að hafa,“ sagði Ómar.
Börnin fara í skóla uppi á landi
eftir 8. bekk. Mæðurnar fylgja
þeim gjarnan. Stúlkurnar koma yf-
irleitt ekki til baka að loknu fram-
haldsnámi en drengir sem fá pláss
á bátunum snúa aftur eftir skóla-
gönguna.
Sjómenn úr Grímsey róa sumir á
bátum frá öðrum stöðum, fara t.d.
á grásleppuvertíðir, og eru því ekki
heima allt árið.
Framtíðin er í fárra höndum
Atvinnulífið í Grímsey er fá-
breytt og tekjusköpunin byggist
aðallega á sjósókn. Aflinn er mikið
til fluttur óunninn í land. Fáeinir
harðduglegir sjómenn hafa borið
tekjuöflunina uppi og þar með at-
vinnulífið áratugum saman. Þeir
eru farnir að reskjast og að hætta
eða hættir til sjós vegna aldurs. Af-
komendur sumra þeirra eru að
taka við. Þeir eru þó ekki nógu
margir að mati Ómars.
Til að geta sótt sjóinn þarf afla-
heimildir. Kvóti Grímseyinga er
aðallega í höndum tveggja fjöl-
skyldna. Ef kvóti annarrar fjöl-
skyldunnar fer úr eynni og ekkert
kemur í staðinn er líklega útséð um
framtíð byggðar í Grímsey. Skuldir
vegna kvótakaupa hafa líka reynst
þungar í skauti. „Þetta lítur ekkert
vel út,“ sagði Ómar.
Breyskleiki mannanna
Samfélagið í Grímsey hefur einn-
ig orðið fyrir félagslegum áföllum á
undanförnum árum sem rekja má
til mannlegs breyskleika. Annars
vegar var um að ræða fyrrverandi
sveitarstjóra sem var dæmdur fyrir
fjárdrátt og hins vegar var áhrifa-
maður í eynni kærður fyrir meint
kynferðisbrot. Þessi mál klufu sam-
félagið og gengisfelldu félagsauð-
inn, að mati Ómars.
„Takist ekki að stöðva viðvarandi
fólksfækkun og bæta upp gengis-
fallið sem orðið hefur á félagsauði
heimamanna, er allt eins líklegt að
þúsund ára byggð heyri brátt sög-
unni til,“ skrifaði Ómar í niðurlagi
ritgerðar sinnar. Hann sagði þá
hugsun vera áleitna hvort Gríms-
eyingar veldu í náinni framtíð að
flytja fjölskyldur sínar annað og
heilsárs búseta legðist þá af í
eynni. Tíminn myndi leiða það í
ljós.
Byggðinni í Grímsey ógnað
Nútíminn, fábreytt atvinnulíf og mannlegur breyskleiki ógna framtíð byggðar í Grímsey Kvótinn
er að mestu í höndum tveggja fjölskyldna Viðvarandi fólksfækkun og gengisfelling félagsauðsins
Ljósmynd/Friðþjófur Helgason
Mannfræðingurinn Ómar Valdimarsson blaðamaður er að ljúka MA-gráðu í
mannfræði við HÍ. Lokaverkefni hans fjallar um byggðina í Grímsey.
Grímsey Búseta hefur verið á nyrsta byggða bóli landsins í þúsund ár. Samfélagið þar hefur orðið fyrir áföllum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2016
Ómar Valdimarsson, fæddur
1950, útskrifast með MA-gráðu
í mannfræði frá Háskóla Íslands
(HÍ) 25. júní nk. Ritgerð hans
heitir „Draumaland í Dumbshafi
- Félagsauður og bjargráð
Grímseyinga“. Leiðbeinandi
Ómars var dr. Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir.
„Ég nennti ekki í skóla þegar
ég var yngri og fór í skemmti-
legustu vinnu sem til var, blaða-
mennsku,“ sagði Ómar.
„Nokkru fyrir sextugsafmælið
ákvað ég að framvegis ætlaði ég
bara að gera það sem mér þætti
skemmtilegt. Ég gaf mér í sex-
tugsafmælisgjöf að fara í
grunnnám í mannfræði. Mér
þótti gaman að læra mannfræði
og þegar ég var búinn með BA-
gráðu ákvað ég að fara í meist-
aranám. Þetta hefur verið mjög
skemmtilegt.“
Að gera það
skemmtilega
MANNFRÆÐINÁM
Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni
sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög
þurru umhverfi.
Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna
hornhimnunnar gegn þurrki.
Droparnir eru án rotvarnarefna
og má nota með linsum.
Þurrkur í augum?
Thealozaugndropar
Fæst í öllum helstu apótekum.
Ég var mjög slæm af augnþurrki án þess að gera mér grein
fyrir því. Þar sem ég var með nóg af tárum datt mér ekki
í hug að tengja það við aunþurrk. Alltaf með lekandi tár í
kulda, og smá vind. Systir mín ráðlagi mér að prufa Thealoz
því hún hafði mjög góða reynslu af þeim. Eiginlega bara
strax varð ég allt önnur og er hætt að vera með táraflóð og
finna fyrir þessari sandtilfinningu.
Erla Óskarsdóttir
Kæli- og frystibúnaður
í allar gerðir sendi- og flutningabíla
Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666
Stuðningur við framboð Guðna Th.
Jóhannessonar sagnfræðings í emb-
ætti forseta Íslands hefur minnkað
nokkuð að undanförnu.
Þetta kemur fram í sérstakri spá
Kjarnans um niðurstöður forseta-
kosninganna, en í henni eru fyrir-
liggjandi skoðanakannanir teknar
saman og þeim gefið vægi til að spá
um úrslit kosninganna.
Ný spá var gerð á föstudag og
samkvæmt henni nýtur Guðni stuðn-
ings 60,5% kjósenda, samanborið við
þau 67,8% sem hann mældist með 14.
maí.
Næstur kemur Davíð Oddsson,
ritstjóri Morgunblaðsins, með 20,3%
stuðning. Samkvæmt spánni hefur
fylgi við Davíð aukist stöðugt, en
þann 13. maí mældist Davíð með
14,3% atkvæða.
Andri Snær Magnason rithöf-
undur mælist með 11,7% stuðning og
Halla Tómasdóttir athafnakona fær
3,8% samkvæmt spánni. sh@mbl.is
Stuðningur við
Guðna minnkar