Morgunblaðið - 30.05.2016, Side 15

Morgunblaðið - 30.05.2016, Side 15
Hryðjuverkamenn samtakanna Ríkis íslams í Írak réðust öðru sinni í mánuðinum á stuðningsmenn Real Madrid þar sem þeir voru saman- komnir að fylgjast með liðinu. Tólf voru myrtir og átta særðust í bænum Baakouba, 50 km frá Bag- dad, þegar fjórir menn réðust inn þar sem fólk hafði komið saman til þess að horfa á leik liðsins gegn Atletico Madrid á laugardag og hófu skothríð. Talið er að hryðju- verkamennirnir hafi komist undan. Sams konar árás átti sér stað fyr- ir tveimur vikum, einnig framin af liðsmönnum Ríkis íslams, þegar þrír menn dulbúnir sem lög- reglumenn og vopnaðir rifflum myrtu sextán og særðu minnst tutt- ugu á kaffihúsi í bænum Balad skammt frá Baakouba. bso@mbl.is ÍRAK Ráðist á stuðnings- menn Real Madrid FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2016 • Konica Minolta fjölnotatækin (MFP) eru margverðlaunuð fyrir hönnun, myndgæði, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. • Bjóðum þjónustusamninga, rekstrarleigusamninga og alhliða prentumsjón. • Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. • Kjaran er viðurkenndur söluaðili á prentlausnum af Ríkiskaupum. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is BLI A3 MFP Line of the Year: 2011, 2012, 2013, 2014 bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki BLI Pro Award: 2013, 2014 Bjarni Steinar Ottósson bso@mbl.is Óttast er að um 700 manns hafi drukknað í síðastliðinni viku í Mið- jarðarhafi í hrinu skipsskaða flótta- fólks á leið til Evrópu frá N-Afríku. Talið er að yfir 500 hafi farist með einum bát undan strönd Líbíu á fimmtudag. Þá er um hundrað manns saknað eftir að bátur sökk á miðvikudag og 45 lík hafa fundist í flaki báts sem fórst á föstudag. „Við munum aldrei vita nákvæma tölu, við munum aldrei vita hvert þetta fólk var,“ sagði Carlotta Sami, talskona Flóttamannastofnunar SÞ, um atburði vikunnar en tölurnar eru margar hverjar byggðar á vitnis- burði þeirra sem komust lífs af úr slysunum. Skar á togreipið Versta slysið átti sér stað eftir að tveir bátar og smábátur lögðu af stað drekkhlaðnir flóttafólki frá strönd Líbíu. Þetta er haft eftir Giovanna di Benedetto, talskonu Barnaheilla, Save the Children, á Sikiley. „Fyrsti báturinn, með um 500 manns innanborðs, var að sögn að draga þann seinni, þar sem aðrir 500 voru um borð. Sá bátur byrjaði að sökkva og reyndu sumir að synda yf- ir í fremri bátinn eða héldu sér í tog- reipið sem tengdi saman bátana.“ Samkvæmt frásögnum fólks sem lifði slysið af skar að svo komnu hinn súdanski skipstjóri fremri bátsins á togreipið sem slóst til baka af slíku afli að það tók höfuðið af konu sem varð fyrir því. Seinni báturinn sökk eftir þetta á skömmum tíma og dró niður með sér flesta þá sem troðið hafði verið inn í hann neðan þilja og gátu enga björg sér veitt. Þeim sem tókst að bjarga var loks komið til hafnar í Taranto og Poz- zallo í Ítalíu. Þar voru skipstjórinn auk þriggja annarra handteknir við komuna, grunaðir um mansal. Eftirlifendur segja að um 40 börn, mörg hver ungbörn, hafi verið meðal þeirra sem fórust með bátnum. Paola Mazzoni, læknir hjá Læknum án landamæra, hefur varað við að það sé að færast í vöxt að konur láti reyna á ferðina yfir Miðjarðarhaf með ung börn. Samhliða því segir hún afar títt að konur tilkynni að þeim hafi verið nauðgað í Líbíu en lögleysa hefur verið ríkjandi þar í landi frá því Gaddafi fv. einræðis- herra landsins var steypt af stóli. Mörg börn um borð Meðal þeirra sem bjargað var úr skipskaðanum á fimmtudag var barnshafandi stúlka undir lögaldri sem sagðist hafa verið nauðgað en varað hefur verið við auknu ofbeldi í Líbíu. Haft er eftir mörgu fólki sem ný- lega hefur komið sjóleiðina til Evr- ópu frá Líbíu, mest Erítreumenn og Sómalar, að það hafi hikað við að fara um borð í bátana sem smygl- ararnir útveguðu þeim sem hafi ver- ið bátskænur og illa farnir gamlir bátar. Það hafi þá verið neytt um borð af vopnuðum mönnum. Fimmtán bátar á dag Ítalska fréttastofan Ansi hefur sagt meira en fimmtán báta á hverj- um degi hafa lagt úr höfn frá Líbíu til Ítalíu. Flóttafólk nýkomið til lands- ins hefur enn fremur sagt ítalska blaðinu La Republica að maður að nafni Osama hafi tekið yfir sem n.k. „yfirsmyglari“ og stjórni nú brott- förum frá ströndum Líbíu. Sá er sagður bjóða farið yfir til Ítalíu á kostakjörum, 400 evrur, til þess að laða að sér nýja kúnna. Innanríkisráðherra Ítalíu hefur hvatt til „skjóts samkomulags við Líbíu og önnur Afríkulönd“ um flóttamannavandann. Ítalir vilja fá Afríkulönd til þess að loka leiðinni til Evrópu og taka aftur við ónefndum fjölda fólks sem komið hafi til Evrópu í skiptum fyrir þróunaraðstoð og fjárfestingar. Sjö hundruð manns talin af á einni viku  Stjórnleysi í Líbíu bitnar hart á flóttafólki á leið til Evrópu AFP Ítalía Herskip hífir í land lík flóttamanns sem lést ásamt 44 öðrum í skip- skaða á Miðjarðarhafi. Um 600 var bjargað um borð í skipið. Könnun meðal breskra hagfræðinga hefur leitt í ljós að mikill meirihluti þeirra telur hugsanlega útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu (Brexit) munu hafa neikvæð áhrif á hagvöxt í Bretlandi. Helstu ástæðurnar fyrir því eru taldar vera útganga úr sameigin- legum markaði ESB og aukin óvissa í efnahagsmálum sem leiða muni til minni fjárfestingar í Bretlandi. Niðurstöðurnar byggja á svörum 639 hagfræðinga en hún náði til 3.818 félaga í Royal Economic Society og Society of Business Economists sem talin eru virt samtök hagfræðinga. Landsframleiðsla dregst saman Áttatíu og átta prósent svarenda sögðu líklegast að landsframleiðsla drægist saman á næstu árum yrði Brexit að veruleika á meðan 4% töldu áhrifin verða jákvæð. Þegar litið var til 10–20 ára var hlutfall þeirra sem töldu áhrifin á landsframleiðslu lík- legast slæm 72% en 11% töldu áhrifin jákvæð. Spár um áhrif Brexit á heimilistekjur voru þessu samhljóða. Skoðanir voru mun skiptari þegar kom að atvinnuleysi en 45% töldu at- vinnuleysi mundu aukast næstu 10– 20 ár eftir Brexit, 33% töldu það óbreytt og 17% lægra. Þá töldu 68% útgöngu úr sameigin- legum markaði ESB gera breskt hag- kerfi berskjaldaðra fyrir alvarlegu áfalli. Tuttugu og tvö prósent sáu ekki mun á þessu og 8% sögðu lík- urnar minni. bso@mbl.is Brexit skað- legt bresku hagkerfi  Breskir hagfræð- ingar veittu álit AFP Bretland Kosið verður um veru landsins í ESB þann 23. júní. Francois Hollande, forseti Frakk- lands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hvöttu í gær Evr- ópubúa til samstöðu á athöfn þar sem þess var minnst að hundrað ár eru liðin frá orrustunni við Verdun. Frakkar og Þjóðverjar börðust þar allt frá febrúar fram til desember árið 1916. Um 300.000 manns létu lífið í bardögunum. AFP Evrópa hvött til samstöðu Hundrað ár frá orrustunni við Verdun Sérsveitir íraska hersins hafa kom- ið sér fyrir við borgina Fallujah, sem hefur verið undir stjórn Ríkis íslams síðan 2014. Borgin er ásamt Mosul önnur af þeim stóru borgum sem samtökin ráða enn í landinu. Þess er vænst á næstu dögum að herinn láti til skarar skríða í borg- inni en síðustu viku hefur hann náð undir sig bæjum í nágrenni borg- arinnar í undirbúningi fyrir áhlaup á borgina sjálfa. Samtímis standa yfir bardagar annars staðar á yfirráðasvæði Ríkis íslams en þúsundir flúðu sókn þess í norðurhluta Sýrlands gegn einu bæjunum í austurhluta Aleppo- héraðs sem hófsamir uppreisn- armenn ráða enn. Þá hafa Kúrdar með aðstoð Bandaríkjamanna hafið sókn austan við Mosul. bso@mbl.is ÍRAK OG SÝRLAND Reiðubúnir til inn- rásar í Fallujah AFP Írak Hermenn í nágrenni Fallujah.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.