Morgunblaðið - 30.05.2016, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2016
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Hamrahlíð 4, Grundarfjarðarbær, fnr. 211-5127 , þingl. eig. Þráinn
Jökull Elísson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 3. júní
nk. kl. 10:40.
Brautarholt 21, Snæfellsbær, fnr. 210-3477 , þingl. eig. Hafalda Elín
Kristinsdóttir og Gústaf Geir Egilsson, gerðarbeiðendur Íbúðalána-
sjóður og Landsbankinn hf,Ólafsvík 1, föstudaginn 3. júní nk. kl. 11:20.
Ytri-Knarrartunga 136320, Snæfellsbær, fnr. 211-4135 , þingl. eig.
Emanúel Ragnarsson, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., föstudaginn
3. júní nk. kl. 12:50.
Sýslumaðurinn á Vesturlandi
27 maí 2016
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, leikfimi kl. 10, útskurður I og
frjáls tími í myndlist kl. 13
Árskógar 4 Opið í smíðar og útskurð kl. 8.30–16. Botsía með Þóreyju
kl. 9.30-10.10. Stafaganga um nágrennið kl. 13–13.40. Handavinna
með leiðbeinanda kl. 12.30–16.30. Félagsvist með vinningum kl. 13.
Bútasaumur Ljósbrotið kl. 13–16. Myndlist með Elsu kl. 16.
Boðinn Félagsvist kl. 13.
Bólstaðarhlíð 43 Lesið og spjallað kl. 10.30, qigong kl. 13.20.
Dalbraut 18–20 Myndlist og postulín kl. 9, brids kl. 13.
Furugerði 1 Handavinnustofa án leiðbeinanda opin kl. 8–16, morg-
unmatur kl. 8.10–9.10, hádegismatur kl. 11.30–12.30, kaffi kl. 14.30
–15.30 og kvöldmatur kl. 18–19. Nánari upplýsingar í síma 411-2740.
Garðabær Opnar saumavinnustofur og pool í Jónshúsi, heitt á könn-
unni og góður félagskapur.
Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30–16. Útskurður með leið-
beinanda kl. 9–16, (sundleikfimi á vegum Breiðholtslaugar kl. 9.50),
línudans kl. 13, kóræfing kl. 14.30–16.30 (ath. nýir söngfuglar vel-
komnir.)
Gjábakki Handavinna kl. 9, botsía kl. 9.10, lomber kl. 13, handavinna
kl. 13, kanasta kl. 13.15, skapandi skrif kl. 20.
Gullsmári Postulínshópur kl. 9, ganga kl.10, handavinna kl. 13, brids
kl. 13, félagsvist kl. 20. Hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa á
staðnum. Allir velkomnir!
Hraunbær 105 Kaffiklúbburinn, allir velkomnir í kaffi kl. 9. Opin
handavinna, leiðbeinandi kl. 9–14. Bænastund kl. 9.30–10. Jóga kl.
10.10–11.10. Hádegismatur kl. 11.30. Prjónaklúbbur kl. 14. Kaffi kl.
14.30.
Hvassaleiti 56–58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8–16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl.
9.45, matur kl. 11.30, baðþjónusta fyrir hádegi. Spilað brids kl. 13, kaffi
kl. 14.30.
Íþróttafélagið Glóð Ringó kl. 13.30 í Smáranum. Uppl. í síma 564-
1490 og á www.glod.is
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upp-
lestur kl. 11, trésmiðja kl.13-16, ganga með starfsmanni kl. 14, bíó á 2.
hæð kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760.
Seltjarnarnes Billjard Selinu kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30.
Jóga salnum Skólabraut kl. 11. Vatnsleikfimi í sundlaug Seltjarnarness
kl. 18.30. Skráning hafin í sumarferðina sem farin verður í Borgar-
fjörðinn fimmtudaginn 7. júlí. Skráningarblöð og leiðarlýsing liggur
frammi á Skólabraut. Einnig má skrá sig hjá Kristínu í síma 8939800.
Vesturgata 7 Fótaaðgerð kl. 9.Tréútskurður kl. 9.15–12. Lúðvík
Einarsson.
Vitatorg Leirmótun og postulínsmálun kl. 9, framhaldssaga kl. 12.30,
stóladans og bókband kl. 13.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
Ýmislegt
TILBOÐ 50% AFSLÁTTUR !!
Þægilegir dömuskór úr leðri,
skinnfóðraðir. Stærðir: 36 - 42.
Verð nú: 7.345.-
Þægilegir dömuskór ú leðri,
skinnfóðraðir. Stærðir: 36 - 42.
Verð nú: 7.750.-
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Jessenius Faculty of Medicine
í Martin, Slóvakíu mun halda
inntökupróf í Reykjavík í
2. júní 2016. Prófað er í efna-
fræði og líffræði. Ekkert próf-
gjald. Skólagjöld 9500 evrur á ári.
Kennt er á ensku. Nemendur læra
slóvakísku og geta tekið alla klinik
í Slóvakíu. Nemendur útskrifast
sem læknar ( MUDr.) eftir 6 ára
nám.
Fjöldi íslendinga stundar nám í
læknisfræði við skólann auk
norðmanna, svía og finna og fl.
Heimasíða skólans er
www.jfmed.uniba.sk/en FÍLS
félag íslenskra læknanema í
Slóvakíu www. Jfmedslovakia.-
wordpress.com
Palacký University í Olomouc
í Tékklandi býður upp á 5 ára
nám í tannlækningum og 6 ára
læknisfræði nám. Kennt á ensku.
Skólagjöld 11.800 evrur á ári.
www.medicineinolomouc.
Kaldasel ehf.
Uppl. í s. 5444333 og fs. 8201071
kaldasel@islandia.is
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
Húsviðhald
Slípa ryð af
þökum, ryðbletta
og tek að mér ýmis
verk.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Atvinnublað
alla laugardaga
Sendu pöntun á augl@mbl.is
eða hafðu samband í síma 569-1100
Allar auglýsingar birtast
bæði í Mogganum og ámbl.is
ER ATVINNUAUGLÝSINGIN
ÞÍN Á BESTA STAÐ?
var vart hugað líf. Eftir það var
hún viðkvæm til heilsu og oft illa
haldin af veikindum. Þá átti hún
stuðning Sveins, foreldra sinna
og bróður vísan.
Þótt samgangur okkar Svövu
yrði sorglega lítill með árunum
bar aldrei skugga á kærleik okk-
ar. Og nú er komið að kveðju-
stund, Svava er látin langt um
aldur fram. Hún er Sveini, Jó-
hönnu, Óla, Níelsi og allri fjöl-
skyldunni harmdauði.
Ég samhryggist þeim af öllu
hjarta og kveð mína góðu „fóst-
urdóttur“, barnfóstru og frænku.
Ragnhildur Richter.
Ég kynntist Svövu fyrst þegar
ég var vandræðalegur unglingur.
Á þeim tíma var ég með hest á
húsi hjá vinafólki hennar og við
riðum oft yfir í Hafnarfjörðinn í
hesthúsið til Svövu og Sveins. Ég
var svo feimin á þeim tíma að ég
kom varla upp orði í hópi fólks.
Svava var alltaf mjög barngóð og
ég minnist þess sérstaklega hvað
hún hafði hlýja og góða nærveru.
Það var alltaf gott að koma í
heimsókn til Svövu og Sveins.
Hún gaf sér alltaf tíma til að
spjalla við mig þar sem ég var
eini unglingurinn í hópnum. Auk
þess sem það var hægt að treysta
á að það yrði eitthvað gott á boð-
stólum með kaffinu þegar við
komum í heimsókn.
Svava reyndist mikill áhrifa-
valdur í mínu lífi því árið 2005 fór
ég í hestaferð á Löngufjörur með
vinahópi. Svava og Sveinn voru
þá með í för ásamt bróðursyni
hennar, Óla Jóhanni. Þau höfðu
ákveðið að taka hann með í ferð-
ina og við náðum vel saman. Það
var því Svövu að þakka að ég
kynntist Óla, sem varð síðar eig-
inmaður minn. Fyrir þetta og svo
margt annað verð ég Svövu æv-
inlega þakklát.
Svava var einstaklega flink í
höndunum og hafði mikið ímynd-
unarafl. Blómaskreytingar henn-
ar voru mjög fallegar og hún tók
að sér að sjá um skreytingar í
brúðkaupi okkar árið 2013. Hún
hafði með sér dygga aðstoðar-
menn sem tíndu fjalldrapa í
stórum stíl um allan Núpsdalinn
um sumarið. Svava stýrði þeim
með harðri hendi þar sem eintök-
in urðu að vera afburða falleg.
Ég held að aðstoðarmenn hennar
hrylli enn þann dag í dag við til-
hugsuninni um fjalldrapa. Svava
og Sveinn lögðu gríðarlega mikla
vinnu í að aðstoða við brúðkaupið
og skreytingarnar voru glæsileg-
ar, salurinn var hreint út sagt
ævintýralegur.
Svava var mikill húmoristi og
þegar ég hugsa til hennar sé ég
hana fyrir mér brosandi í svartri
lopapeysu. Það var alltaf stutt í
grínið þegar hún var annars veg-
ar og ég hafði sérstaklega gaman
af því þegar hún ataðist í frænd-
um sínum. Einnig tengi ég rauð-
skjótta hestinn Gretti (eða köfl-
ótta fíflið eins og Óli Jóhann
kallar hann) mikið við hana.
Svava var hestakona, en þó svo
að hún hefði ekki alltaf verið
heppnasti knapinn var hún algjör
jaxl. Hún var mikil sveitakona al-
mennt og hafði dálæti á skepn-
um, áhuga sem ég deildi með
henni. Stundum er sagt að menn
velji sér ekki fjölskyldu, en eftir
að hafa kynnst Svövu og fjöl-
skyldu hennar get ég ekki verið á
sama máli.
Hvíl í friði, elsku Svava.
Þín
Guðrún (Gunna).
Í dag verður lögð til hinstu
hvílu vinkona okkar hún Svava.
Betri vinkona var ekki til en
Svava og var hún fljót að rétta
fram hjálparhönd þegar erfið-
leikar steðjuðu að. Hvort heldur
það var þegar Hjörtur lenti í
slysi eða að passa þegar Helga
þurfti að skjótast á fæðingar-
deildina til að eiga barn. Hún bjó
þeim Sveini mjög fallegt heimili
og var snillingur þegar kom að
því að skreyta fyrir veislur. Hún
fékk alltaf góðar hugmyndir og
gat með fáum vönduðum hlutum
og blómaskreytingum breytt
hversdagslegum híbýlum í
glæsilega veislusali. Hún útbjó
glæsilega brúðarvendi og hafði
mikla þekkingu á skipulagi og
því sem þurfti til að halda glæsi-
legt brúðkaup. Lára og Hjörtur
nutu góðrar aðstoðar hennar
bæði við fermingu og brúðkaup
dóttur sinnar. Hún var góður
kokkur og nutum við öll góðs af
því.
Svava hafði ákveðnar skoðanir
og var ófeimin við að láta þær í
ljós. Hún fékk óteljandi hug-
myndir og sá gjarna fyrir sér
hvernig hlutum var best komið
fyrir. Heimili þeirra Sveins ber
næmu auga hennar vitni bæði í
smáu og stóru.
Alltaf var stutt í glens og gam-
an hjá Svövu. Hún var mikil
hestakona og var hundurinn
þeirra Sveins, hann Hringur
þeim afar kær.
Við þökkum Svövu fyrir allar
góðu stundirnar, hjálpina og vel-
vilja við okkur og fjölskyldur
okkar í gegnum tíðina.
Sveini og öðrum ástvinum
sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Helga, Ásbjörn, Lára og
Hjörtur.
Í dag hefðir þú
orðið 77 ára, pabbi
minn, man eins og
það hafi gerst í gær
þegar Eggert bróðir
hringdi og sagði mér að þú værir
dáinn. Þú sem varst alltaf svo
hraustur, duglegur, hjálpsamur,
mikill húmoristi og góður á harm-
onikkuna. Alltaf fannst mér jafn
gaman að hlusta á þig spila. Dugn-
aðarforkur til vinnu, menntaðir
þig sem trésmiður og búfræðing-
ur. Byggðir okkur fallegt hús í
Hafnafirði, öll ferðalögin okkar
fjölskyldunnar um landið og enda-
lausar minningar koma upp í huga
mér, ég gæti skrifað svo margt.
Miklar breytingar urðu á hög-
um okkar við skilnað ykkar
mömmu en þá hófst draumur þinn
að gerast bóndi og keyptir þú
Steinsstaði í Öxnadal. Þú komst
Gestur Eggertsson
✝ Gestur Egg-ertsson fæddist
30. maí 1939. Hann
lést 6. apríl 2015.
Gestur var jarð-
aður á Bakka 30.
apríl 2015.
ekki áfallalaust í
gegnum lífið frekar
en aðrir en þér tókst
alltaf að komast í
gegnum allt. Tárin
eru tekin að leka
núna, en það er í lagi
því ég er svo þakklát
fyrir að hafa átt þig.
Þú varst ekki alltaf
sáttur með mig en
ég er svo þakklát,
pabbi minn, fyrir að
við náðum að tala saman og fyr-
irgefa.
Sumarið okkar 2014 var frá-
bært, það var svo gott að vera hjá
þér, Guðrúnu minni fannst svo
gott og gaman að vera hjá þér fara
á hestbak og hlusta á sögurnar
þínar, sem og hinum barnabörn-
unum þínum. Að ógleymdu 75 ára
afmælinu þínu sem við þrjú áttum
saman og ferðalaginu sem við fór-
um í. Þú varst svo fróður um land-
ið okkar. Ég er svo þakklát fyrir
þetta sumar, þú hjálpaðir mér svo
mikið og stappaðir í mig stálinu.
Ég sakna þín. Hvíldu í friði.
Þín dóttir,
Guðlaug.
Afmæli