Morgunblaðið - 30.05.2016, Side 4

Morgunblaðið - 30.05.2016, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2016 KRÍT 6. júní í 10 nætur Netverð á mann frá kr. 139.095 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 197.295 m.v. 2 í íbúð. Porto Platanias Village Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Frá kr. 139.095 m/allt innifalið Allt að 30.000 kr. afsláttur á mann Skúli Halldórsson sh@mbl.is Aðeins fjórir dagar eru eftir af störf- um þingsins. Gert er ráð fyrir reglu- bundnum þingfundum fram á fimmtudag, þar til sumarleyfi hefst. Helgi Bernódusson, skrifstofu- stjóri Alþingis, segir snemmbúin þinglok vera vegna þess að menn vilji gefa forsetakosningunum rými. „Svo kemur þingið saman aftur 15. ágúst, þar sem þingkosningar eru áformaðar í haust. Við það er endur- skoðuð starfsáætlun miðuð,“ segir Helgi í samtali við Morgunblaðið. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þing- flokksformaður Sjálfstæðisflokks, segist reikna með að lög um menntun lögreglumanna verði afgreidd í vik- unni. „Það er væntanlega mál sem klára þarf fyrir haustið svo lögregluskólinn geti haldið störfum áfram,“ segir Ragnheiður. „Þá held ég að við hljótum að taka út, með einhverjum hætti, mál úr um- hverfisnefndinni. Þar er meðal ann- ars inni samgönguáætlun en ég þori þó ekki að fullyrða hversu langt hún er komin. Mér sýnist sem við klárum ekki búvörusamninginn né tollasamn- inginn við Evr- ópusambandið, sem hangir nokk- urn veginn á sömu spýtunni. Ég held að þeir þurfi meiri umræðu.“ Svandís Svav- arsdóttir, þing- flokksformaður Vinstri grænna, segist búast við átakalítilli viku á þinginu. Spurð hvort hún eigi von á kosningum í október segir Svandís: „Það er það sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa sagt. Sjálf- stæðisflokkur er farinn að undirbúa prófkjör og Framsókn getur þá varla verið ein í ríkisstjórn. Ég held að allir séu að búa sig undir kosningar í haust, fyrir utan einstaka framsóknarmenn.“ Vilja afgreiða ýmis mál áður en þingið fer í sumarleyfi  Snemmbúið sumarleyfi í ár vegna forsetakosninganna Ragnheiður Ríkharðsdóttir Helgi Bernódusson Svandís Svavarsdóttir Skúli Halldórsson sh@mbl.is Alþjóðasamtök áætlunarflugfélaga, IATA, lýsa yfir áhyggjum sínum af afleiðingum yfirvinnubanns flug- umferðarstjóra hér á landi. Þetta segir Guðni Sigurðsson, upplýsinga- fulltrúi Isavia. „Ísland hefur skuld- bundið sig til að veita örugga, hag- kvæma og óslitna þjónustu,“ segir Guðni í samtali við Morgunblaðið. Til að gegna öryggiskröfunni þurfi að minnka umferðina þegar ekki tekst að manna vaktirnar, líkt og raunin hefur stundum verið undan- farnar vikur. „Þá hefur þurft að senda hluta um- ferðarinnar um íslenska flugstjórnar- svæðið, þann hluta sem er syðst í svæðinu, suður fyrir svæðið og inn fyrir það skoska. Flugleiðin er þá ekki lengur jafnhagkvæm.“ Á meðan yfirvinnubannið hefur staðið yfir hafa af og til komið upp veikindi í röðum flugumferðar- stjóra. Veldur slíkt meiri vand- ræðum en ella, þar sem ekki er hægt að kalla aðra starfsmenn til vinnu vegna bannsins. Yfirvinnubann og veikindi flug- umferðarstjóra hafa haft áhrif á 3.000 ferðir flugvéla á milli Evrópu og Am- eríku. Vegna aukinnar eldsneytis- brennslu hefur þetta kostað alþjóðleg flugfélög sem nemur á annan milljarð króna, líkt og fram kom í Morgun- blaðinu á laugardag. Engin veikindi boðuð Þær upplýsingar fengust hjá Isavia seint í gærkvöldi að engin veikindi hefðu verið boðuð frá flug- umferðarstjórum fyrir komandi vakt- ir. Var þannig útlit fyrir að ekki myndi reyna aftur á bannið um sinn. Katrín Ólafsdóttir, doktor í vinnu- markaðshagfræði og lektor við Há- skólann í Reykjavík, segir að yfir- vinnubann myndi líklega ekki hafa jafnmikil áhrif annars staðar. „Á fáum stöðum í heiminum er treyst jafnmikið á yfirvinnu og hér á landi. Við keyrum svo mikið á yfir- vinnunni,“ segir Katrín í samtali við Morgunblaðið. Hún segist flokka aðgerðir flugum- sem fyrst. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, segir að viðræðurnar séu í hnút. „Það verður að koma í ljós á þriðjudag hvort flugumferðarstjórar spila út einhverju nýju af sinni hálfu. Þeir hafa hingað til hafnað öllum þeim tilboðum sem frá okkur hafa komið,“ segir Þorsteinn. „Verður ekki lengra gengið“ „Við höfum gert þeim alveg ljóst að út frá þeim kostnaðarrramma sem SALEK-samkomulagið setur okkur, þá verður ekki lengra gengið í þeim efnum,“ segir hann og bætir við að kröfur flugumferðarstjóra séu hins vegar umtalsvert meiri en rúmast geti innan þess ramma. „Við höfum sagt að launaþróun þeirra sé mjög áþekk því sem verið hefur hjá öðrum hópum á vinnumark- aði. Það er ekkert sem kallar á ein- hverjar sértækar leiðréttingar fyrir þennan hátekjuhóp,“ segir Þorsteinn. ferðarstjóra í hóp svokallaðra work- to-rule-aðgerða, þar sem starfsmenn fara eftir ítrustu reglum og hægja þannig á starfseminni án þess þó að brjóta nokkur lög. Samantekin ráð væru ólögleg „Ef veikindin væru í raun saman- tekin ráð manna til að nota í kjara- deilunni, þá væri það náttúrulega ólögleg aðgerð,“ segir Katrín en tek- ur fram að ekkert sé hægt að fullyrða um veikindin í þessu tilfelli. „En þegar starfsmenn eru yfirleitt með þetta sjónarmið, work-to-rule, í huga, þá geta þeir túlkað veikindi sín öðruvísi. Línan er þá hugsanlega dregin annars staðar. Það sem flug- umferðarstjórar eru að gera virðist alveg vera innan þess sem þeim er heimilt að gera. Það er ekki að sjá annað,“ segir Katrín. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilunni á morgun og vonast Isavia til að samningar náist Flugfélög lýsa áhyggjum sínum  Bannið hefði óvíða jafnmikil áhrif að sögn doktors í vinnumarkaðshagfræði  Á fáum stöðum í heim- inum treyst jafnmikið á yfirvinnu starfsfólks  Framkvæmdastjóri SA segir kjaraviðræðurnar í hnút Katrín Ólafsdóttir Þorsteinn Víglundsson Guðni Sigurðsson Hann virtist ansi djúpt hugsi, mávurinn sem varð á vegi ljósmyndara Morgunblaðsins um helgina. Félagar hans virtust þó nokkuð uppteknir í annars konar erinda- gjörðum. Ef veðrið er það sem hann var að velta fyrir sér getur hann glaðst, því spár gera ráð fyrir 20 stiga hita víða um land og léttskýjuðu er líður á vikuna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Íbygginn mávur við Tjörnina Í þungum þönkum við Reykjavíkurtjörn Heimildarmyndin Andlit norðursins, sem fjallar um Ragnar Axelsson ljósmyndara og feril hans, fékk að- alverðlaunin á kvikmyndahátíð í Úkraínu, Poltava film festival. „Ég fékk skeyti í morgun um að það stæði til að veita henni verðlaun og svo létu þeir vita að við hefðum feng- ið aðalverðlaunin,“ sagði Margrét Jónasdóttir, framleiðandi mynd- arinnar og handritshöfundur. Hún flutti þakkarávarp á verðlauna- athöfninni í gegnum Skype. Kvikmyndahátíðin er ný íslensk- úkraínsk hátíð í borginni Poltava og stendur Einar Þór Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður að henni ásamt Úkraínumönnum. Sýndar voru einar sjö gamlar og nýjar ís- lenskar kvikmyndir og nokkrar úkraínskar. „Mér er sagt að myndin okkar hafi slegið í gegn,“ segir Mar- grét. Andlit norðursins, sem heitir á ensku Last Days of the Arctic, var frumsýnd á árinu 2011. Saga Film framleiddi myndina og Magnús Við- ar Sigurðsson leikstýrði. Myndin var gerð í samvinnu við sjónvarps- stöðvar í nágrannalöndunum og hef- ur verið sýnd víða um heim. Margrét segir að hún hafi farið á margar kvikmyndahátíðir um allan heim og sé enn í dreifingu. „Það skemmtileg- ast við þetta er að Ragnar hefur fengið mikil viðbrögð þegar myndin hefur verið sýnd. Margir snúa sér beint til hans,“ segir Margrét. Texti myndarinnar var þýddur á rússnesku fyrir tveimur árum og stendur til að sýna hana í Rússlandi í haust. helgi@mbl.is Andlit norðursins fékk aðalverðlaunin  Sló í gegn á kvikmyndahátíð í Úkraínu Verðlaun Andlit norðursins fékk stærsta verðlaunagripinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.