Morgunblaðið - 30.05.2016, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Með fyrir-hugaðristofnun
Landsréttar, nýs
millidómstigs sem
Alþingi samþykkti
í liðinni viku, er
stigið skref í átt að bættu
réttarfari á Íslandi. Í fyrsta
sinn frá stofnun Hæstaréttar
árið 1920 verða þrjú dómstig í
landinu. Við þá breytingu gefst
loksins kostur á milliliðalausri
sönnunarfærslu fyrir tveimur
dómstigum líkt og tíðkast víð-
ast hvar í hinum vestræna
heimi.
Þá standa vonir einnig til
þess að með Landsrétti muni
álagið minnka á Hæstarétt,
sem hefur í mörg ár þurft að
glíma við mjög langa málaskrá
af áfrýjuðum málum frá
héraðsdómi. Það hefur aftur
leitt til þess að í sumum málum
hefur liðið langur tími, jafnvel
talinn í árum, áður en fólk hef-
ur getað fengið úrlausn sinna
deilumála, eða vissu um réttar-
farslega stöðu sína. Þekkjast
þess jafnvel dæmi að hinn
langi ferill máls hafi haft áhrif
á hina endanlegu niðurstöðu.
Í greinargerð með frum-
varpinu kemur fram að vonir
standi til að sem fæst mál muni
þurfa að fara á öll dómstig, en í
lögunum er þröng heimild til
þess að áfrýja málum beint úr
héraðsdómi til Hæstaréttar,
auk þess sem að dómum
Landsréttar verð-
ur eingöngu áfrýj-
að með leyfi
Hæstaréttar.
Reynslan ein getur
leitt í ljós hversu
mikið muni reyna á
það leyfi, en allt of algengt við-
horf hefur verið á síðustu árum
að áfrýja þurfi nánast öllum
dómum til Hæstaréttar.
Ýmislegt bendir til þess að
álagið á Hæstarétt hafi haft
miður góð áhrif á íslenskt
réttarfar og hafa virtir lög-
fræðingar og fyrrum dómarar
við réttinn bent á ýmsar leiðir
til þess að styrkja Hæstarétt
sem æðstu réttarfarsstofnun
þjóðarinnar. Þó að hægt sé að
deila um útfærslur þeirra hug-
mynda er ljóst að svigrúm til
umbóta hefur verið takmarkað
án millidómstigs.
Þá verður að vona að með
millidómstigi eflist hlutverk
Hæstaréttar sem stjórnlaga-
dómstóls, en í gegnum tíðina
hefur smám saman komið
skýrar í ljós að æskilegt væri
að styrkja Hæstarétt að þessu
leyti.
Á heildina litið markar
stofnun hins nýja millidóm-
stigs tímamót í íslensku
réttarfari. Með stofnun þess
má eiga von á því að meðferð
mála verði vandaðri og dómar
betur ígrundaðir en áður. Um
leið verður styrkari stoðum
skotið undir réttarríkið.
Nýtt dómstig er
til þess fallið að
styrkja réttarfar
í landinu}
Réttarbót
Barack Obamavarð á föstu-
daginn fyrsti sitj-
andi forseti
Bandaríkjanna til
þess að heimsækja
japönsku borgina Hírósjíma,
þar sem fyrsta kjarnorku-
sprengjan féll í lok síðari
heimsstyrjaldar. Heimsóknin
er táknræn af ýmsum ástæð-
um, en Obama og maður sem
lifði árásina af féllust meðal
annars í faðma.
Í ræðu sinni hyllti Obama
fórnarlömb seinni heimsstyrj-
aldar, en vék sér undan því að
biðjast beinnar afsökunar á
árásinni. Slíkt var viðbúið, þar
sem enn eru skiptar skoðanir
um það hvort notkun kjarn-
orkusprengjunnar hafi verið
óþörf eða hvort hún hafi stytt
heimsstyrjöldina og þannig
komið í veg fyrir frekara
mannfall.
Aldrei verður skorið úr um
slíkt með fullri vissu, en jap-
önsku borgirnar Hírósjíma og
Nagasaki munu lifa í minning-
unni um ókomin ár sem dæmi
um þær ógnir sem mannkyns-
ins geta beðið. Mannkynið býr
nú yfir nægum
eyðilegging-
armætti til þess að
tortíma sjálfu sér,
ef ekki er vel að
gætt. Slíkum
mætti fylgir mikil ábyrgð.
Í ávarpi sínu kallaði Obama
eftir því að mannkynið í heild
sinni sýndi hugrekki til þess að
stefna að heimi án kjarn-
orkuvopna, en hann hefur áður
vikið að þeirri hugsjón í for-
setatíð sinni. Slíkt markmið er
vissulega háleitt, en ólíklegt er
að það muni nást á meðan al-
menn tortryggni ríkir milli
helstu stórvelda heimsins og á
meðan minni ríki komast upp
með að byggja upp kjarnorku-
vopnabúr.
Það þýðir þó ekki að mark-
miðið sé ekki verðugt íhug-
unar. Gjörðir Obama sjálfs,
sem hefur nýverið samþykkt
umtalsverða endurnýjun á
kjarnorkuvopnaforða Banda-
ríkjanna, sýna hins vegar að
stundum þurfa hugsjónirnar
að víkja fyrir raunveruleik-
anum. Afvopnun kjarnorku-
veldanna er enn sem komið er
fjarlægur draumur.
Eftirköstin frá
Hírósjíma hafa
verið talsverð}
Háleit markmið
M
ikið rosalega sakna ég Alþýðu-
flokksins. Ég mun aldrei skilja
hvað forystu þess flokks gekk til
þegar Samfylkingin var stofnuð,
en hún bar öll merki „fjand-
samlegrar yfirtöku“ eins og það kallast í bisness-
heiminum. Nallinn var sunginn á stofnfundinum,
rósinni hent fyrir merki Alþýðubandalagsins og
fyrr en varir voru nánast engir úr Alþýðuflokkn-
um eftir í valdastöðum flokksins, heldur var þetta
allt eins og Ingvi Hrafn orðaði það svo snyrtilega:
„Gamla Alþýðubandalagið.“
Vandamál Samfylkingarinnar kristallast í for-
mannskjörinu sem haldið verður um næstu helgi.
Þau þrjú af frambjóðendunum fjórum sem ein-
hverja þingreynslu hafa eiga til dæmis sameig-
inlegt að hafa öll stutt ákærurnar á hendur Geir
H. Haarde í Landsdómsmálinu. Það þýðir bara
eitt: að í besta falli misskildi þetta ágæta fólk tilgang
Landsdóms, eða í versta falli ákvað það vísvitandi að víkja
frá meginreglum réttarríkisins í pólitískum tilgangi.
Hvorugt tilfellið ber dómgreind þessa fólks fagurt vitni.
Um stefnu til framtíðar virðist einn kandídatinn ólmur
vilja leggja flokkinn niður, sem væri virðingarvert mark-
mið ef því fylgdi ekki vilji hans til þess að stofna annan
flokk á rústunum, helst með því að hefta hann saman við
aðra flokka, mun vinsælli samkvæmt skoðanakönnunum.
Hinir sem vilja halda partíinu gangandi stefna hins veg-
ar enn lengra með flokkinn til vinstri, og gera hann að
nokkurs konar Diet-VG.
Það segir sína sögu um þær villigötur sem
flokkurinn er kominn út í að allir kandídat-
arnir útiloka nú þegar samstarf við Sjálf-
stæðisflokkinn. Það er kokhraust í ljósi þess
að ekkert bendir til annars en að Samfylk-
ingin verði í besta falli peð í næstu stjórn-
armyndunarviðræðum, aðilinn sem kallaður
verður að borðinu til þess að treysta meiri-
hluta VG og Pírata, frekar en að einhver eft-
irspurn verði eftir stefnu flokksins, til vinstri
eða hægri. Hvílík niðurlæging fyrir flokkinn
sem ætlaði sér að verða stærstur og mestur á
Íslandi að sjá nú fram á ekkert betra en það
að vera skósveinn keppinauta sinna um
vinstra fylgið.
Mikið rosalega sakna ég Alþýðuflokksins.
Mikið rosalega sakna ég þess að hér er ekki
frjálslyndur sósíaldemókrataflokkur sem
lætur ekki blint og ástæðulaust hatur á hægrimönnum
villa sér sýn. Mikið rosalega sakna ég flokkaflóru þar sem
valkostirnir eru fleiri en Sjallar og Framsókn gegn Al-
þýðubandalaginu klofnu.
Eflaust eiga Samfylkingarliðar eftir að lesa þennan
pistil og hrista höfuðið yfir þessum íhaldskurfi sem hér
heldur á penna. Eflaust á formannskjörið eftir að vera
rosalegur peppfundur, þar sem allir eru svo frábærir og
flokkurinn er svo frábær og allir sameinast um að hata
Sjálfstæðisflokkinn. En svo rennur af mönnum og nakinn
og kaldur raunveruleikinn tekur við. Mun einhver sakna
Samfylkingarinnar? sgs@mbl.is
Stefán Gunnar
Sveinsson
Pistill
Hundrað ára vegferð í súginn
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Rússneskir kafbátar farainn í íslenska efnahags-lögsögu nokkrum sinnumá ári og í sumum til-
vikum upp að 12 sjómílna landhelg-
inni. Þetta staðfestir kafbátaeftirlit,
sem framkvæmt er af Bandaríkja-
her. Í skilningi
alþjóðalaga eru
siglingar er-
lendra ríkja
heimilar í efna-
hagslögsögu
strandríkja og
því er vera
þeirra á Íslands-
miðum ekki í
trássi við al-
þjóðalög. Kafbát-
unum er hins
vegar ekki heimilt að kafa inn fyrir
12 sjómílna landhelgi landsins sam-
kvæmt hafréttarsáttmálanum.
Siglingafrelsi í lögsögunni
Rússneski flotinn er gerður út
frá Kólaskaga og hafa fjölmiðlar
víða um heim fjallað um að vart
hafi orðið við mun meiri nærveru
rússneskra kafbáta í Atlantshafi og
Norður-Atlantshafi undanfarið en
var á árum áður. „Kafbátar mega
vera í efnahagslögsögunni því þar
gildir meginreglan um siglinga-
frelsi. Ef Rússar ætla hins vegar að
koma inn í landhelgina þá geta þeir
gert það að uppfylltum skilyrðum
um friðsamlega ferð samkvæmt
hafréttarsáttmálanum,“ segir dr.
Bjarni Már Magnússon, lektor í
lögfræði við Háskólann í Reykjavík.
„Í sáttmálanum segir að í landhelg-
inni skuli kafbátar og önnur neðan-
sjávarför sigla ofansjávar og hafa
fána sinn uppi,“ segir Bjarni. Hann
segir að þetta eigi jafnt við um her-
skip sem annars konar skip.
Bjarni áréttar að margir rugli
landhelginni og efnahagslögsögunni
saman í daglegu tali. Efnahags-
lögsagan nær 200 sjómílur út frá
landinu en landhelgin nær 12 sjó-
mílur frá landi.
Í takti við aukna viðveru Rússa í
kringum landið hafa Bandaríkja-
menn lagt aukna áherslu á kafbáta-
eftirlit á Keflavíkurflugvelli.
Hafa Bandaríkjamenn lagt fram
21 milljón dollara, eða sem nemur
2,7 milljörðum íslenskra króna, til
uppbyggingar flugskýlis á Kefla-
víkurflugvelli undir kafbátaleit-
arvél.
Fram kom í ræðu Gunnars Braga
Sveinssonar, fyrrverandi utanrík-
isráðherra, á Alþingi í febrúar síð-
astliðnum, að kafbátaleitarvélarnar
sem notaðar eru kallast P-8. Þær
eru að taka við af eldri gerð kaf-
bátaleitarvéla sem nefndar voru P-3
og eru að úreldast. Til að hægt sé
að koma þessum P-8 vélum inn í
flugskýli Atlantshafsbandalagsins á
Keflavíkurflugvelli þarf að breyta
gafli skýlisins og stækka dyr. Er
framlagið nýtt í þessar fram-
kvæmdir.
Full ástæða til að fylgjast með
Andri Lúthersson, deildarstjóri
upplýsingamála, segir í svari við
fyrirspurn Morgunblaðsins að ráðu-
neytið „árétti fyrri opinbera af-
stöðu, sem birtist m.a. í ræðu fyrr-
verandi utanríkisráðherra á
Alþingi, að kafbátar norðurflota
Rússlands sækja í auknum mæli út
á Atlantshafið og þykir, í ljósi
breyttra öryggisaðstæðna í Evrópu,
fyllsta ástæða til að fylgjast með
ferðum þeirra, meðal annars frá Ís-
landi. Gegnir landfræðileg staða
okkar, varnarsamningurinn við
Bandaríkin og aðild að NATO og sú
aðstaða sem er til staðar á öryggis-
svæðinu mikilvægu hlutverki í
þessu samhengi,“ segir í svari
Andra.
Rússneskir kafbátar
á Íslandsmiðum
Morgunblaðið/Arnaldur
Kafbátaleit Orion-kafbátaleitarvél á Keflavíkurflugvelli árið 2003.
Bjarni Már
Magnússon
Aukin hernaðarumsvif Rússa á
síðustu árum hafa trúlega ekki
farið fram hjá mörgum. Eftir inn-
limun Krímskaga og hernaðar-
stuðning Rússa við uppreisnar-
menn í austurhluta Úkraínu hafa
nágrannar Rússa þurft að endur-
skoða afstöðu sína gagnvart
hugsanlegum hernaðar-
aðgerðum þeirra.
Helsta áhyggjuefni Norður-
landanna er í kringum Eystrasalt
en í ljósi fenginnar reynslu frá
Úkraínu er innlimun Eystrasalts-
ríkis af hálfu Rússa talin raun-
hæfur möguleiki.
Árið 2014 fór í gang ein um-
fangsmesta hernaðaraðgerð
Svía frá því í kalda stríðinu þegar
leitað var að kafbáti, sem talinn
var rússneskur, sem sést hafði til
við strendur landsins. Leitin stóð
í viku en enginn fannst báturinn.
Þá sprengdu Finnar neðan-
sjávarsprengju í varnaðarskyni
þegar kafbátur, líklegast rúss-
neskur, fannst utan við Helsinki í
apríl í fyrra. bso@mbl.is
Samnorrænt
áhyggjuefni
ÓGN ÚR UNDIRDJÚPINU?