Morgunblaðið - 30.05.2016, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2016
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Við byrjuðum smátt og tók-um engin lán, enda fórumvið af stað í kreppunni. Viðbyrjuðum með fimmtán
hross, lélega hnakka og samtíninga.
Nú eru hestarnir orðnir sextíu og við
erum með starfsfólk allt árið. Þetta
hefur vaxið jafnt og þétt og við erum
að sjóast,“ segir Sólmundur Sigurðs-
son, sem ásamt konu sinni Sjöfn
Sveinsdóttur, á og rekur hestaleig-
una Sólhesta í Borgargerði undir
Ingólfsfjalli.
„Við vissum ekkert hvað við
vorum að fara út í þegar við byrjuð-
um, en Sjöfn grunaði að við yrðum
ansi bundin, sem varð raunin,“ segir
Sólmundur og Sjöfn bætir við:
„Þegar maður á fyrirtæki sjálf-
ur nennir maður þessu, þá leggur
maður ýmislegt á sig í vinnu. Þó að
þetta sé mikil vinna er þetta líka
gaman. Núna þykjumst við kunna
þetta og allt er orðið miklu léttara.
Ég var mjög neikvæð fyrsta árið,
fannst ég vera innilokuð og múl-
bundin hér heima, en þetta hefur allt
náð góðu jafnvægi núna. Ég fer í
tvær hestaferðir yfir sumarið, eina
kvennaferð með vinkonum mínum
og aðra með útreiðarhópi sem við
hjónin erum bæði í, en Sólmundur
hefur ekki komist með í þær undan-
farið.
Við bætum það upp á haustin og
förum alltaf til útlanda í nóvember,
því þá er sumartraffíkin búin og
vetrarumferðin ekki farin af stað.
En hún kemur á fullum þunga í des-
ember, enda er það góður mánuður,
þá kemur svo mikið af norðurljósa-
fólki til landsins.
Bjóst við byssu við
hnakkann á sér
Sólmundur í Sólhestum fagnar sextugsafmæli á fimmtudaginn og ætlar að bjóða gest-
um sínum upp á lambalæri beint frá eigin býli. Hann hefur rekið hestaleiguna Sól-
hesta undir Ingólfsfjalli undanfarin ár ásamt konu sinni og lent í ýmsu, m.a. bjargað
lífi sínu í viðureign við brjálaða Rússa með því að bjóða þeim að keyra fornbíl sinn.
Gráir Sólmundur og hesturinn Steinríkur sem hefur staðið sig vel í hesta-
leigunni, en hann kemur úr Landeyjum, er mjúkur og fer vel með fólk.
Gleði Skælbrosandi ferðamenn koma heim í hlað úr fjöruferð á hestbaki.
Að hekla er skemmtileg handavinna
sem hefur heldur betur orðið vinsælt
undanfarin ár. Nú þegar góða veðrið
og sumarið er að koma þá er um að
gera að grípa í að hekla úti við og á
flakki um landið í sumarfríinu.
Í tilkynningu frá Heimilisiðnaðar-
skólanum kemur fram að vinsælt sé
að hekla tuskur og þvottastykki
„enda er þar á ferð verkefni þar sem
prófa má ólík munstur og liti. Þó að-
gangur að uppskriftum á netinu sé
greiður jafnast fátt á við að læra nýtt
mynstur með persónulegri aðstoð í
góðum félagsskap.“ Einnig kemur
fram að Heimilisiðnaðarskólinn við
Nethyl í Reykjavík bjóði upp á örnám-
skeið í hekli þar sem nemendur koma
eina kvöldstund og læra ákveðna að-
ferð. Tvö mismunandi örnámskeið
eru í boði á næstunni. Þriðjudagana
31. maí eða 7. júní er námskeiðið
Tuska eða teppi? þar sem heklað er
með sínum litnum í hvorri umferð, en
miðvikudagana 1. júní eða 8. júní
verður námskeiðið Fyrst á réttunni
svo á röngunni, þar sem kennt er
teppaheklmunstur.
Vefsíðan www.heimilisidnadur.is
Morgunblaðið/Kristinn
Heklsamvera Þessar stúlkur hekluðu í hússtjórnarskóla fyrir nokkrum árum.
Boðið upp á örnámskeið í hekli
Að ásaka einhvern er eitthvaðsem allir gera. Þegar eitthvaðslæmt gerist þá viljum við
vita hver ber ábyrgð á því. Þegar við
hins vegar byrjum að benda á maka
okkar og ásaka hann þá hefur það
slæm áhrif á sambandið. Þess vegna
er mikilvægt að átta sig á því af
hverju við viljum finna einhvern
sökudólg. Með því að finna einhvern
sem ber ábyrgð á neikvæðum atburð-
um þá erum við að reyna að hafa
stjórn á aðstæðum. Þegar við höfum
stjórn á aðstæðum þá líður okkur bet-
ur. Okkur líður betur þegar við get-
um losað um reiði með því að kenna
öðrum um, en á sama tíma erum við
að skemma sambandið við þann ein-
stakling. Þegar við ásökum aðra þá
erum við í vörn.
Þegar maki gagnrýnir okkur þá
eru yfirleitt okkar fyrstu viðbrögð að
verjast. Niðurstöður rannsókna sýna
hins vegar að það að fara í vörn leiðir
yfirleitt ekki til þess að vandamálið
leysist, heldur þvert á móti. Þegar við
förum í vörn verður það ekki til þess
að makinn sem er að gagnrýna hætti
því og biðjist afsökunar, heldur leiðir
það frekar til þess að ágreiningurinn
verður meiri. Þegar við verjumst þá
erum við í raun að segja að við séum
ekki vandamálið heldur sé það maki
okkar. Með því að fara í vörn missum
við af tækifærum sem við annars
gætum nýtt til þess að sýna maka
okkar væntumþykju og skilning.
Maki okkar er að kvarta yfir ein-
hverju og í stað þess að reyna að
skilja af hverju, þá erum við of upp-
tekin við það að finna hver á sökina. Í
vörn erum við eingöngu að hlusta eft-
ir því hver er sökudólgurinn í málinu
og við heyrum ekki af hverju maki
okkar er ósáttur. Í stað þess að fara í
vörn er mikilvægt að taka ábyrgð.
Við tökum ábyrgð þegar við segjumst
vera tilbúin til að hjálpast að við að
finna lausn á vandanum. Með því er-
um við líka að segja að við séum tilbú-
in til þess að breyta einhverju hjá
okkur til að sambandið gangi betur.
Ef við förum hins vegar í vörn þá er-
um við að segja „nei, ég vil ekki
breyta mér, það er allt í lagi hjá mér,
það ert þú sem þarft að breytast“.
Næst þegar þú færð gagnrýni
prófaðu að fara ekki í vörn heldur
hlusta á hvað það er sem viðkomandi
er að biðja um. Það getur verið gott
að æfa sig að taka ábyrgð jafnvel þótt
okkur finnist að vandinn sé ekki af
okkar völdum. Þá er gott að íhuga
hvort sé betra að styrkja sambandið
eða að hafa alltaf rétt fyrir sér.
Ábyrgð frekar en ásakanir
Ljósmynd/Getty Images
Hugs Hvort er betra að styrkja sambandið eða að hafa alltaf rétt fyrir sér?
Heilsupistill
Ólöf Edda Guðjónsdóttir
sálfræðingur
Heilsustöðin, sálfræði- og ráðgjafarþjón-
usta, Skeifunni 11a, Rvk. www.heilsustodin.is
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
IB ehf • Fossnes 14 • 800 Selfoss • ib.is
Sími 4 80 80 80
• Varahlutir • Sérpantanir
• Aukahlutir • Bílasala
• Verkstæði
Bílar til afhendingar í maí
Nánari uppl á Facebook síðu IB ehf
Ford F350 Lariat
Ford F350 Lariat
GMC 3500 All Terrain