Morgunblaðið - 30.05.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.05.2016, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2016 var á harðstjóra, helgan mann eða bjána. Hann hafði óvenju skýran og fallegan málróm og fór afar vel með texta. Hann var góður söng- maður, einstaklega næmur á per- sónuna sem hann var að leika, ná- kvæmur og nærverandi. Hann gerði aldrei neitt með hangandi hendi. Áður en Þráinn gerðist leikari kom hann víða við, hann var á sjó, hann smíðaði skip, stundaði hesta- mennsku og renndi sér á skíðum í Hlíðarfjalli svo eitthvað sé nefnt. Hann hafði þar af leiðandi mikla og góða snertingu við margbreyti- legt mannlíf og gat hagnýtt sér það í persónusköpun sinni á sviði. Og hann gat meira en leikið. Hann bjó til fugla úr steinum sem hann hirti upp af götu sinni, bjó til einstaklega skemmtilegar fígúrur úr beini sem hann málaði, hann gat fellt saman tré og málm svo unun var að skoða. Margar voru þær sýningar á Akureyri þar sem hann gerði leiktjöld milli æfinga. Allt lék í höndum hans. Leiðir okkar lágu saman um árabil eftir fyrrnefnda leikhúsferð og við áttum eftir að vinna margt saman bæði í Alþýðuleikhúsinu og Leikhúsinu á Akureyri. Sú sam- vinna var ávallt gefandi. Þær eru margar ánægjustund- irnar sem ég minnist á heimili þeirra Rögnu, sem var einstakt, þar var alltaf gaman að koma og margt að skoða, haglega gerð hús- gögnin og fallegir og sérkennileg- ir hlutir sem Þráinn smíðaði sjálf- ur, hann safnaði einnig gömlum verkfærum og setti þau upp þann- ig að hvaða safn sem var hefði mátt vera stolt af. Og gestrisni þeirra hjóna var einstök. Ég vil með þessum fátæklegu orðum votta Rögnu og dætrunum þremur og börnum þeirra mína innilegustu samúð jafnframt því sem ég er forsjóninni þakklátur fyrir einstök kynni af þeim öllum. Böðvar Guðmundsson. Merkasti leikhúsmaður Akur- eyrar er fallinn frá, minn kæri vin- ur Þráinn Karlsson. Ég var svo heppinn að fá að kynnast og vinna með stórleikaranum og lærði heil- mikið af honum. Þráinn var góður vinur og mikill húmoristi. Í hvert skipti sem maður hitti hann var talað um leiklist, hlegið og bölvað. Þráinn var nútímamaður, eins og leikari af nýrri kynslóð en á sama tíma af þeirri eldri. Allir lærðu af Þráni og vitneskjan verður til staðar um alla eilífð í öllu sem maður tekur sér fyrir hendur, minnir mann á að maður á að vinna af alúð og hugulsemi, bera virðingu fyrir leiklist og texta, leikmynd, leikmunum, ljósum, hljóði og framsögn. Fyrst unnum við saman í leik- sýningunni Lilju, hann tók leik- stjórn á sama tíma og hann kenndi okkur yngri kynslóðinni í gegnum ferlið sem lærifaðir, en ekki sem „hinn gamli“ heldur sem jafningi. Síðar ákváðum við að gera sýn- inguna „Ég var einu sinni fræg- ur“, ásamt þeim Gesti Einari og Alla Bergdal. Í gegnum ferlið lærði ég og síðar áhorfendur um sögurnar úr leikhúsinu. Frá þeim hundraði hlutverka sem hann hafði leikið og hvernig Samkomu- húsið hafði breyst í tímans rás. Eitt sinn átti húsvörður leikhúss- ins geit sem skeit út um allt Sam- komuhús og át allt Prins Pólóið sem Ragna átti að selja í sjopp- unni. Þráinn sýndi okkur rottu- hausinn sem hann pússaði upp eft- ir að hann fann hausinn milli þils og veggjar í leikhúsinu. Allar sög- urnar voru skemmtilegar, innileg- ar, fallegar og rómantískar líkt og hann væri að tala um einhvern sem honum þótti gífurlega vænt um, hann var að tala um Leikfélag Akureyrar. Við sýndum leikritið í fyrstu á Akureyri en ævintýrið var rétt að byrja því við fórum í leiktúr, líkt og hann hafði farið í með Alþýðu- leikhúsinu. Við sýndum í öllum smábæjum Norðurlands, tíndum svartfuglsegg í Grímsey og fyllt- um síðar Þjóðleikhúskjallarann í Reykjavík. Allir hlógu með þeim félögunum og þá sérstaklega Þráni sem heillaði alla hvert sem hann fór, á meðan á sýningu stóð en einnig eftir sýningu, því hann gaf sig ávallt á tal við áhorfendur því þeir voru vinir hans. Ég held að Þráinn hafi ekki trú- að á virðingarstiga, hann bar jafna virðingu fyrir öllu og öllum. Þrá- inn bar nefnilega virðingu fyrir öllum texta, hann vann í textanum og vissi nákvæmlega hvað hann var að segja, því mikilvægast af öllu er að koma meiningunni til skila og í því var Þráinn bestur allra. Hann gæddi textann lífi með rödd sinni, gaf orðunum aukið vægi og meiningu, fékk fólk ýmist til að gráta eða hlæja með því að breyta örlitlum raddblæ. Hann var með rödd leikarans sem kunni á allan tilfinningaskalann, nú er röddin þögnuð, en hún lifir um ókomna tíð með öllum þeim leik- urum sem stíga á svið og þeim heilræðum sem röddin miðlaði. Ég er svo þakklátur að hafa fengið að kynnast þessum merka manni sem lést gamall maður sem hefur leikið fleiri hlutverk en nokkur annar leikari á Norður- landi. Ég votta henni Rögnu mína dýpstu samúð, börnum þeirra og barnabörnum. Sögurnar eru endalausar og minningarnar hlýjar, fallegar og góðar. Hvíl í friði, elsku vinur. Jón Gunnar Þórðarson. Þráinn vinur okkar og sam- starfsmaður hefur yfirgefið sviðið. Tómarúmið er stórt og vandfyllt. En hann skildi eftir glitrandi perluband minninga, þar sem hver ein perla opnast og út skjót- ast hlátrar og hrekkir, endalaus uppátæki og græskulaust gaman. Hann var magnaður sögumaður og eftirherma og hafði lag á að gæða atburði og fólk sprúðlandi lífi. Margt kvöldið runnu upp úr honum sögur og gamanmál; úr Mývatnssveitinni, sem var honum kær, af sjónum eða ferðalögum þeirra Rögnu og svo auðvitað sög- ur af sérkennilegu fólki úr bæj- arlífinu. Allt varð honum söguefni. Oft var hláturinn upp á fleiri vasa- klúta, eins og Þráinn sagði gjarn- an. En dýpsta alvara var auðvitað líka með í för. Manneskjan í öllum sínum margbreytileika eins og hún birtist okkur í lífinu og leik- húsinu skoðuð og skilgreind og stjórnmálin bar oft á góma. Þrá- inn var ekki aðeins afburðaleikari heldur einnig myndlistarmaður af guðs náð, eins og verkin bera ótví- rætt vitni um, hvort heldur unnið var í járn, stein, bein, tré eða penna dýpt í blek. Heimili þeirra Rögnu var nánast eins og lista- safn, sem ávallt stóð okkur opið á nóttu sem degi. Saman stóðu Þráinn og Arnar á sviði í ótal sýningum og hefðu þær þó mátt vera fleiri. Það fór ekki framhjá áhorfendum hve báðir höfðu mikla unun af samleik og þeir bættu hvor annan upp að ýmsu leyti. Árangur þessa sam- starfs var báðum til gleði og ef- laust mörgum áhorfendum minn- isstæður. Upp í hugann koma Þið munið hann Jörund, Don Juan, Túskildingsóperan, Haninn hátt- prúði, Undir berum himni og My Fair Lady. Alþýðuleikhúsið, stofnun þess og starfsemi, er sá kafli í lífi okkar sem er hvað dýrmætastur á perlu- bandinu. Leikferðirnar, innan- lands og utan, með Krummagull og Skollaleik. Bæði verkin eftir Böðvar, tónlist eftir Jón Hlöðver og í leikstjórn Þórhildar, auk þess sem allir stofnendur Alþýðuleik- hússins lögðu hönd á plóg. Sjaldan skemmtu Arnar og Þráinn sér eins vel saman á sviði. Maðurinn og hundurinn Snati í Krumma- gulli. Þorleifur Kortsson og Run- ólfur biskup í Skollaleik. Unun og veisla á hverri sýningu. Þráinn og Ragna fluttu til Reykjavíkur um tíma og þar hitt- umst við aftur í Stjórnleysingi ferst af slysförum. Þar fór Þráinn á kostum og enn ein leikferðin far- in. En heimahagarnir toguðu og það má segja að frá því að þau hjón fluttu aftur norður og Þráinn hóf störf að nýju hjá Leikfélagi Akureyrar hafi hann verið sterk- asta ímynd þess í áratugi og lék þar ótal eftirminnileg hlutverk. Arnar kynntist þessum mikil- hæfa listamanni snemma, í leik- húsinu auðvitað. Samvinna þeirra í Gísl var upphaf vináttu okkar hjóna við Þráin og Rögnu sem aldrei bar skugga á. Kannski skil- ur maður ekki til fulls hvers virði vinátta er fyrr en vininum er svipt burt og hann svarar ekki lengur kalli. Elsku Ragna, Kristín, Re- bekka, Hildigunnur og þið öll hans nánustu. Það er huggun harmi gegn að hafsjór góðra minninga hjálpar til við að fylla það tóma- rúm sem þessi mikilhæfi drengur skilur eftir. Arnar Jónsson og Þórhildur Þorleifsdóttir. Nú er skarð fyrir skildi. Þráinn Karlsson var einn helsti burðarás Leikfélags Akureyrar í áratugi og frumkvöðull í leikhúslífi þjóðar- innar utan höfuðborgarsvæðisins, einn fremsti listamaður Akureyr- ar og einstakur öðlingur. Ég man vel þegar ég gekk, á fyrsta starfsdeginum sem leikhús- stjóri Leikfélags Akureyrar, upp stigagang með rauðu teppi í Sam- komuhúsinu og það marraði í tröppunum. Ég gekk inn á kaffi- stofuna og þar sat Þráinn með naglbít í hendi og klauf sykurmola í litla skál á sófaborðinu. Hann brosti breitt og sagði hressilega með sinni miklu en þýðu rödd: „Sæll vinur minn, sestu nú hérna hjá mér og fáðu þér kaffisopa.“ Þannig hófst samstarf og vinátta sem átti eftir að vaxa og verða mér ómetanleg. Við áttum eftir að drekka ófáa kaffibolla saman og ég þáði ótal sykurmola þótt ég væri ekkert gefinn fyrir sykur í kaffið. Þráinn lék sitt fyrsta hlutverk hjá LA 1956, ungur maður í vélsmíðanámi. Hann óx upp í starf leikarans og var ráðinn fyrstur þegar LA varð atvinnuleikhús 1973. Hann lék óteljandi hlutverk, leikstýrði og hannaði leikmyndir. Hann var Leikfélagsmaður af lífi og sál. Hann fæddist í Gamla barnaskólanum við hlið Sam- komuhússins í Hafnarstræti og við þá götu bjuggu þau Ragna lengst af. Þráinn var hjarta LA. Honum leið vel þegar Leikfélagið blómstraði en sveið þegar verr gekk. Fyrir Þráni var ekkert verkefni of stórt eða smátt. Á milli stórra og krefjandi hlutverka vann hann að leikmynd og leik- munum. Þar nýttust myndlistar- hæfileikar hans vel. Þráinn Karlsson var örlátur og gjafmildur leikari. Á ferlinum skóp hann fjölmargar persónur sem seint renna úr minni. Rödd hans var hljómmikil og textameð- ferð nákvæm, norðlenskan leyndi sér ekki. Hann var einstakur í samstarfi og lagði óhræddur til at- lögu við hið óþekkta eins og leik- aranum er svo mikilvægt. „Fyrst var hér ekki neitt. Svo kom maðurinn …“ Upphafsorðin í leikverkinu Maríubjallan eru ógleymanleg þar sem þau bárust úr myrkrinu í flutningi Þráins. Fyrir hlutverk sitt hlaut hann verðskuldaða tilnefningu til Grím- unnar. Þráinn var alltaf tilbúinn að takast á við nýjar áskoranir. Hann var reffilegur í Litlu hryll- ingsbúðinni, elstur meðal ungra leikara og tónlistarmanna, og sem smábarn með snuð í Óvitum eftir að hafa fagnað 50 ára leikaf- mælinu. Þetta var blómaskeið hjá LA og Þráinn var í essinu sínu. Leikið var flest kvöld vikunnar og þó álagið væri mikið fagnaði hann hverri aukasýningu. Leikhúsið var fullt af ungu listafólki og Þrá- inn í senn mentor og unglamb; veitti unga fólkinu ráð en var sjálf- ur yngstur í anda, spjallaði, hló og hvatti til dáða. Reglulega buðu þau Ragna í pylsupartí eða fiski- súpu með nýjum fiski sem Þráinn sótti á Pollinn. Hann naut þess að segja sögur, dró ekki af sér í litrík- um lýsingum. Við áttum ótal sam- töl um leikhúsið, listina og lífið. Ætíð hvatti hann mig til að fylgja eigin sannfæringu jafnvel þótt það kostaði sársaukafullar ákvarðanir. Þannig var Þráinn maður framtíð- arinnar. Hann trúði á leikhúsið og áhrifamátt þess. Ég er þakklátur fyrir allt sem Þráinn kenndi mér og að hafa átt hann að vini. Hans verður sárt saknað. Við Ingibjörg sendum Rögnu, Hildigunni, Rebekku, Kristínu og fjölskyldum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um góða manneskju og merkan listamann lifir. Blessuð sé minning Þráins Karlssonar. Magnús Geir Þórðarson. Þökk sé þessu lífi hve það var mér örlátt af því hlaut ég augun opna ég þau bæði sé og sundurgreini svart frá hinu hvíta og efst í hæðum sé ég himin þakinn stjörnum í mannhafinu manninn sem ég elska. Þökk sé þessu lífi hve það var mér örlátt heyrnina af því hlaut ég heyri daga og nætur engisprettur óma eða fugla syngja dyn í vélum, hundgá, hamarshögg og regnið og mjúka róminn mannsins sem ég elska. Þökk sé þessu lífi hve það var mér örlátt hlaut ég af því hljóðin hlaut ég einnig stafróf eignaðist ég orðin um allt það sem ég hugsa móðir, vinur, bróðir – eru ljós sem lýsir þá grýttu braut er gengur sál þín eftir. Þökk sé þessu lífi hve það var mér örlátt. Vegferð hlaut ég harða handa þreyttum fótum yfir óvæð síki arkaði um borgir vítt um strendur, fjöll, um óbyggðir og engi til þín heim í hús við völlinn græna. Þökk sé þessu lífi hve það var mér örlátt af því hlaut ég hjarta hrærist það að rótum er ég sé hvern ávöxt elur hugsun mannsins og allt sem gott er svo víðsfjarri því vonda er lít ég í þín augun undurskæru. Þökk sé þessu lífi hve það var mér örlátt hlaut ég af því hlátur hlaut ég einnig tregann til að greint ég gæti gleðina frá harmi þetta tvennt sem elur alla mína söngva og söngvar mínir eru ykkar söngvar og söngvar allra eru sömu söngvar – og söngvar mínir eru ykkar söngvar – og söngvar allra eru sömu söngvar. (Þórarinn Eldjárn þýddi) Þráinn Karlsson var félags- maður í Félagi íslenskra leikara frá árinu 1974. Hann var fengur fyrir félagið og fyrir listina og við þökkum honum allt sem hann var okkur. Stjórn FÍL sendir ættingjum Þráins og vinum innilegar samúð- arkveðjur. Birna Hafstein formaður. Það stóð mikið til. Fjörutíu ára afmæli Leikfélags Akureyrar þann 19. apríl fram undan og æf- ingar hafnar á Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson. Þráinn Karls- son æfði af mikilli alvöru böð- ulshlutverkið, ekki orðinn 18 ára, ég í englahlutverki ekki orðin níu ára! Þarna hófust kynni okkar Þráins og vinskapur sem stóð alla tíð síðan. Nánast það eina sem ég man frá þessum tíma, fyrir utan að standa á sviðinu og blaka vængjunum, er Þráinn. Hann var alveg einstaklega natinn við okkur ungu stúlkurnar, sem þurftum að bíða alllengi eftir að komast á svið. Hann nennti að spjalla við okkur og segja okkur sögur og var keppikefli að ná því að sitja í fangi hans á meðan. Við horfðum á hann með stjörnur í augum og aðdáunin var ósvikin. Oft lékum við saman á sviði Samkomuhússins í áranna rás og vorum í hópi þeirra sem fyrst voru fastráðin þegar LA varð atvinnuleikhús. Þá vorum við stolt og dálítið montin. Þráni lét vel að segja sögur, af- skaplega fyndinn og skemmtileg- ur, enda sat hann gjarnan með leikhópinn í kringum sig og sagði frá, stundum fræðandi en oftast voru það grín- og gleðisögur. Hann þekkti sögu Samkomuhúss- ins og leikfélagsins allra manna best og kunni margar skemmti- sögur af fólkinu sem hafði átt heima í húsinu eða unnið þar. En Þráinn var fyrst og fremst leik- húslistamaður, honum fannst það strax alvörumál að leika. Hann vildi vanda sig og gerði það, enda lét árangurinn ekki á sér standa. Þráinn var afar listfengur, bjó til mörg úti- og inni listaverk úr járni og tré, bjó til einstaklega fallega hluti úr fiskbeinum, hannaði og smíðaði leikmyndir og fleira og fleira. Ég var svo heppin að eiga hann að, hann hjálpaði mér oft, bauðst t.d. til að vera hvíslari þegar ég var að æfa erfitt hlutverk, svona var hann. Það eru góðar og skemmtilegar minningar sem leita á hugann eftir öll þessi ár. Minningar um vinnu á leiksviðinu, útvarpi, sjónvarpi, frá leikferða- lögum og ótal mörgu öðru. Á næsta ári verður Leikfélag Akureyrar 100 ára, hvert flaug tíminn? Hvíl í friði, vinur minn. Saga Jónsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Þráinn Karlsson bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, sonur, tengdasonur og bróðir, ÞÓRÐUR VAGNSSON frá Bolungarvík, lést fimmtudaginn 19. maí sl. Útförin verður auglýst síðar. . Eleanor M. Vagnsson, Katrín Erlinda Þórðardóttir, Atli Ben Þórðarson, Birna Hjaltalín Pálsdóttir, Erlinda, Jocelyn, Danilo og Noel, Manguilimotan og fjölskyldur, Soffía, Hrólfur, Margrét, Pálína og Haukur Vagnsbörn og fjölskyldur. Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, ULLA MAGNÚSSON, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 27. maí. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 2. júní kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á SOS-barnaþorpin. . Jón Glúmur Magnússon, Stefanie Magnússon, Max Magnússon, Sara Magnússon. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför BENEDIKTS JÓNSSONAR vélstjóra, Sléttuvegi 11, Rvík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á hjúkrunarheimilinu Mörk fyrir frábæra umönnun og umhyggju. . Halldóra Ármannsdóttir, Ármann H. Benediktsson, Elín Ebba Gunnarsd., Gunnar Benediktsson, Unnur Pétursdóttir, Jón Ingi Benediktsson, Sigriður Jóna Guðnad., Ásta Björk Benediktsdóttir, Guðlaugur Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓSK PÉTURSDÓTTIR, Grandavegi 47, áður til heimilis á Raufarhöfn, verður jarðsungin frá Raufarhafnarkirkju þriðjudaginn 31. maí klukkan 14. . Pétur Björnsson Margrét Þorvaldsdóttir Hólmsteinn Björnsson Þorgerður Ása Tryggvadóttir Guðrún Rannveig Björnsdóttir Lilja V. Björnsdóttir Jón Ómar Finnsson Birna Björnsdóttir Ríkharður Reynisson barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.