Morgunblaðið - 30.05.2016, Side 1
M Á N U D A G U R 3 0. M A Í 2 0 1 6
Stofnað 1913 124. tölublað 104. árgangur
BJÓST VIÐ
BYSSU VIÐ
HNAKKANN
AFBURÐA-
DANSARAR
FÓRU Á KOSTUM
STERKAR SÖGUR Í
HÖNDUM FÆRS
LEIKSTJÓRA
SAN FRANCISCO-BALLETTINN 29 THOMAS OSTERMEIER 26SÓLMUNDUR Í SÓLHESTUM 12
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Börn allt niður í 12 ára sýna sjálfs-
skaðandi hegðun með því að skera
sig og brenna, en það er leið sumra
barna og unglinga til að bregðast við
miklum tilfinningavanda. Þetta segir
Ágústa Ingibjörg Arnardóttir sál-
fræðingur. Hún segir að um helm-
ingur þeirra barna og ungmenna
sem til hennar leita skaði sig. „Þau
eru að umbreyta andlega sársauk-
anum í líkamlegan,“ segir hún.
Engar rannsóknir hafa verið gerð-
ar hér á landi á umfangi þessa vanda,
en ný dönsk rannsókn, sem gerð var
af barnaverndarráði Danmerkur,
sýnir að 22% danskra 9. bekkinga
skaða sjálf sig. Ágústa segir að þess-
ar tölur gætu vel átt við um Ísland,
ekki sé ólíklegt að umfangið sé svip-
að hér. Mörg barnanna hafi orðið
fyrir áföllum, m.a. kynferðisofbeldi.
Flest þeirra eigi sögu um einelti, í
mörgum tilvikum alvarlegt.
Í viðtali við Morgunblaðið greinir
Tara Ösp Tjörvadóttir frá því þegar
hún skar sig um nokkurra ára skeið
þegar hún var unglingur. Hún segir
að það hafi verið sín leið til að fást við
vanlíðan sem fylgdi þunglyndinu.
Hún segir að umræða og stuðningur
sé algert lykilatriði í þessu sam-
bandi. „Mér leið eins og ég væri ein,
að það væri enginn sem gæti hjálpað
mér,“ segir Tara Ösp.
Skaða sig vegna vanlíðunar
Sjálfsskaði barna og unglinga er leið sumra til að bregðast við tilfinningavanda
Mörg hafa sætt einelti eða öðru ofbeldi Gæti átt við um 20% íslenskra barna
MMeiða sig til að deyfa »10
Getty Images/iStockphoto
Sjálfsskaði Mörg ungmenni sem
skaða sig hafa orðið fyrir einelti.
Fjórir dagar eru eftir af þingstörfum
áður en þingmenn halda í sumar-
leyfi. Ragnheiður Ríkharðsdóttir,
þingflokksformaður Sjálfstæðis-
flokks, segist reikna með að fyrir
þann tíma muni ríkisstjórnarflokk-
arnir reyna að klára ýmis mál sem
fyrir liggja í þinginu.
Nefnir hún meðal annars frum-
varp um almennar félagslegar íbúð-
ir, frumvarp um húsnæðisbætur og
ný húsaleigulög, auk frumvarps um
greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjón-
ustu.
Svandís Svavarsdóttir, þing-
flokksformaður Vinstri grænna, seg-
ist búast við átakalítilli viku.
„Þetta verða hefðbundnir þing-
dagar þar sem við erum ekki að
horfa fram á þessi venjulegu þinglok
og það sem þeim fylgir. Úr því sem
komið er sýnist mér sem átakamálin
verði frekar með haustinu.“
Eldhúsdagsumræður verða í
kvöld en áður verður sérstakur fyr-
irspurnatími.
„Það er verið að taka þær fyrir-
spurnir sem eftir standa og gefa
þeim sem eiga enn fyrirspurnir kost
á að fá þeim svarað áður en þingið
fer í leyfi,“ segir Helgi Bernódusson,
skrifstofustjóri Alþingis. »4
4 dagar
eftir af
þinginu
Morgunblaðið/Ómar
Þing Átakalítil vika er sögð vera í
vændum innan veggja Alþingis.
Ýmis mál bíða
afgreiðslu þingsins
Óttast er að um 700 manns, allt flóttafólk, hafi farist í fjórum skipsköðum á
leiðinni frá Líbíu til Ítalíu í síðustu viku. Í mesta slysinu er talið að fimm
hundruð manns hafi farist með yfirfullum bát. „Við reyndum allt til þess að
hindra að sjórinn flæddi inn í bátinn og reyndum að ausa honum út. Það var
gagnslaust. Það byrjaði að flæða inn í bátinn og þeir sem voru neðan þilja
áttu ekki möguleika,“ sagði nígerísk stúlka sem bjargað var úr bátnum eft-
ir komuna til Ítalíu. Sagt er að fimmtán bátar hið minnsta haldi frá Líbíu til
Ítalíu á degi hverjum en flestir flóttamennirnir koma svo á land í Sikiley.
Flugvél Landhelgisgæslunnar mun verða í mánuð við eftirlit á svæðinu í
haust á vegum Frontex, Landamærastofnunar Evrópu, líkt og hún hefur
verið áður. Ekki hefur verið samið um að senda varðskip í slík verkefni á
næstunni. »15
Hundruð drukknuðu í hrinu skipskaða í liðinni viku
AFP
Bátsferðum flóttafólks yfir Miðjarðarhaf fjölgar með vorinu
Vilhjálmur
Egilsson, rektor
Háskólans á Bif-
röst, segir fjarri
lagi að of margir
séu í há-
skólanámi í til-
teknum greinum,
eins og t.d. lög-
fræði. Hann seg-
ir að unnið sé að
þróun fagháskólanáms, þannig að
háskólar geti boðið upp á starfs-
tengdar námsbrautir í takt við
þarfir atvinnulífsins. »6
Segir fagháskóla-
nám í bígerð
Vilhjálmur Egilsson
„Ég vildi skoða hvað það var sem
hélt fólki í Grímsey og hvað gerði
því kleift að búa þarna,“ segir
blaðamaðurinn og verðandi mann-
fræðingurinn Ómar Valdimarsson.
Í meistaraprófsritgerð sinni í
mannfræði fjallar hann um sam-
félagið í Grímsey þar sem sam-
félagið í eynni er skoðað frá sjónar-
hóli mannfræðinnar.
Í niðurstöðum sínum kemst Ómar
meðal annars að því að hugmyndin
um sameiginlegan félagsauð sé lím-
ið í samfélaginu.
Framtíð byggðar í eynni er í mik-
illi hættu að hans mati, en þar spil-
ar nútíminn, fábreytt atvinnulíf og
mannlegur breyskleiki stórt hlut-
verk. Tíminn einn mun þó leiða
framhaldið í ljós. »11
Nútíminn, fábreytt atvinnulíf og mann-
legur breyskleiki ógna byggð í Grímsey
Ljósmynd/Friðþjófur Helgason.
Grímsey Margt ógnar þar búsetu.
IATA, alþjóðasamtök áætlunar-
flugfélaga, hafa haft samband við
flugleiðsögusvið Isavia og lýst
áhyggjum sínum af afleiðingum yf-
irvinnubanns flugumferðarstjóra
hér á landi.
Þorsteinn Víglundsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins, segir viðræðurnar í hnút. „Það
er ekkert sem kallar á einhverjar
sérleiðréttingar fyrir þennan há-
tekjuhóp,“ segir Þorsteinn í samtali
við Morgunblaðið.
Katrín Ólafsdóttir, doktor í
vinnumarkaðshagfræði og lektor
við Háskólann í Reykjavík, sagði að
yfirvinnubannið hefði líklega ekki
jafn mikil áhrif annars staðar. »4
Alþjóðasamtök flugfélaga lýsa áhyggjum
af yfirvinnubanni flugumferðarstjóra
Morgunblaðið/RAX
Flugumferðarstjórn Viðræður eru í hnút.