Víkurfréttir - 27.03.2003, Qupperneq 20
hjá Sigurði Ingvars í Garði
Verslun Sigurðar Ingvars í Garðinum býður upp á mjög mikið úrval
fermingargjafa frá Sjónvarpsmiðstöðinni. Þar er m.a. hægt að fá
hljómflutningsgræjur, DVD-spilara, sjónvörp, digital-myndavélar og
videó og ýmsar smávörur, s.s. hárblásara og vöfflu eða sléttujárn.
Einnig er verslunin með ýmsar vörur frá hinu geysivinsæla merki
Adidas en þess má geta að nýju sumarvörurnar streyma nú inn, m.a.
skór og íþróttagallar. Á myndinni eru mæðgumar Didda og Jóna.
„Það var
náttúrulega
skemmti-
legast
aðfá
gjafirnar"
Guðjón Vilhelm fram-
kvæmdastjóri B.A.G.
(Hnefaleikafélags
Reykjaness) er þrítugur og
hann segir að fermingin hafi
verið mjög sérstök. Hann
fermdist þann 6. apríl árið
1986 og Guðjón segir að
fermingarundirbúningurinn
hafi gengið vel: „Ég var nokk-
uð vel að mér í biblíusögum
því ég bjó á hvítasunnuheimili
í Fljótshlíðinni í tvö ár. Sr.
Ólafur Oddur Jónsson prest-
ur í Keflavíkurkirkju fermdi
mig og ég held að honum hafi
litist vel á hópinn, eins og
prestar gera alltaf,“ segir
Gaui og brosir út í annað, en í
fermingarhópnum hans voru
um 30 krakkar.
Veislan var haldin í KK salnum
og segir Guðjón að um 60
manns hafi verið í veislunni:
„Þetta var fin veisla. Það var
náttúrulega skemmtilegast að fá
gjafirnar, en ég fékk rúm frá
mömmu, hillusamstæðu ffá afa
og ömmu, 50 þúsund krónur í
peningum og annað dótarí.“
Þegar Guðjón lítur á fenningar-
myndina hlær hann: „Ég er af-
skaplega bamalegur á myndinni
og það er ótrúlegt miðað við
hvaða uppátæki maður var far-
inn að fremja á þessum árum,“
segir Guðjón og bætir því við
að fermingarfræðslan sé ekki
gleymd þó nokkuð langt sé nið-
ur á hana: „Ég held að ég hafi
nýtt mér lítið af fenningarund-
irbúningnum. Manni em kennd
góð gildi og þetta var allt hamr-
að í mann á þessum árum. Þetta
er allt þama ennþá og ég er viss
um að maður á eftir að nýta sér
þetta í framtíðinni.
Nettari og sígildari
skartgripir vinsælir
Ura og skartgripaversl-
unin hefur selt ferming-
argjafir í 35 ár. Að sögn
Rúnars Hannah hefur tískan í
gegnum árin vitaskuld breyst
mikið og í stað stórra og grófra
skartgripa hér áður fyrr, eru
nettari og klassískari skart-
gripir vinsælir.
I úrunum er tískan hins vegar
þannig að stærri og grófari úr
verða fyrir valinu og mörg úr em
nú keimlík þeim sem voru á
boðstólnum þegar foreldrarnir
fermdust.
Fyrir stúlkur er það helst silf-
urskargripir sem eru teknir.
Einnig er nokkuð um það að
vandaðir gullskartgripir verði
fyrir valinu sem gjöf frá náskyld-
um ættingjum. Fyrir drengi hefur
úrval af skartgripum aukist
mikið og em armbönd, hálsmen
og hringir teknir fýrir þá.
Rúnar segir úr ailtaf vera sígilda
fermingargjöf og segir hann að
verslunin sé með öll helstu
tískumerkin. Má þar nefna merki
eins og Storm, DKNY, Fossil og
Diesei. Einnig eru til vönduð
svissnesk úr eins og Tissot, og
Certina, en slík úr velja oft afinn
og amman til að gefa bamabör-
num sínum.
Frá pottréttum upp
í kalkúnaveislur
Nú eru fermingar fram-
undan og matvælafyr-
irtæki á fullu í sínum
undirbúningi, það er auðvitað
ekkert öðruvísi hjá þeim í Mat-
arlyst Atlanta. Þegar blaða-
maður leit við hjá þeim félög-
um mátti greinilega sjá að það
kraumaöi vel í pottunum og
smá stress var farið að segja tii
sín, enda eru fermingarnar
margar.
Að sögn Axels Jónssonar fram-
kvæmdastjóra hafa orðið miklar
breytingar á fermingarveislum
frá því að hann byijaði 1978: „Þá
var bara ein gerð af veislum, kalt
borð og eins fyrir alla. Mig
minnir að fýrsta verulega breyt-
ingin hafi verið um 1979 þegar
einn af okkar viðskiptavinum
vildi bjóða sínum gestum uppá
sjávarréttaborð sem þótti mjög
nýstárlegt, en gestimir vom hæst
ánægðir með þessa ákvörðun
gestgjafans að veislunni lokinni.
Nú em allskonar veislur í boði,
allt frá einfoldustu pottréttum og
upp í hinar stórglæsilegu
kalkúnaveislur og allt þar í milli,“
sagði Axel.
IRafbúð RÓ eru seldir ali-
skyns vinsælir borðlampar
fyrir stelpur og stráka í
miklu úrvali. Verslunin hefur
undanfarið aukið úrvai sitt í
rafmagns hársnyrtivörum, s.s.
hárblásara, sléttujárn, gas-
krullujárnum og fleira.
Þá segir starfsfólk verslunarinnar
að rakvélar séu alltaf vinsælar
fýrir fermingastrákana.
Þess má geta að RÓ er með fall-
egar seríur í allskyns litum sem
hægt væri að nota á fermingar-
borðin til skrauts og gæti það
myndað skemmtilega stemningu
á fermingardaginn.
20