Víkurfréttir - 27.03.2003, Qupperneq 21
FERMINGIN 2003
Þegar hringt er í skrifstof-
ur Reykjanesbæjar svar-
ar kona í símann sem er
með mjög þýða og þægilega
rödd. Konan á bakvið röddina
heitir Ada Elísabet Benjamíns-
dóttir en hún verður 67 ára
gömul þann 4. apríl nk.
Ada Elísabet fermdist á hvíta-
sunnudag árið 1950 og segir hún
að fermingarundirbúningurinn
hafi verið yndislegur: „Undir-
búningurinn var skemmtilegur,
en það var Sr. Guðmundur
Helgason, faðir Gylfa Guð-
mundssonar sem sá um að fræða
okkur krakkana. Maður drakk í
sig kristilegan fróðleik," segir
Ada eða Lella eins og hún er
jafhan kölluð og bætir við að sér
hafi liðið vel þegar fermingar-
hópurinn gekk upp að altarinu:
„Mér leið vel en var auðvitað
svolítið kvíðin. Fyrirkomulagið
þá var öðruvísi en það er í dag
því þá var öllum hópnum komið
fyrir upp að grátunum og síðan
var kallað upp eftir stafrófsröð.
Og ég var náttúrulega fyrst í staf-
rófsröðinni," segir Ada og hlær.
A fermingardaginn var hún
klædd í hvítan, síðan
Atlassylkikjól og hvíta háhælaða
skó.
Fermingarveislan var haldin
heima hjá Lellu og hún segir að í
veisluna hafi vinir og ættingjar
kornið: „Það var boðið upp á
kökur, brauð og kaífi. Mér þótti
það voða merkilegt að það var
boðið upp á ís, en það þekktist
varia í þá daga. Eg man svo vel
eftir þessu því
pabbi þurfti að fara
með ísinn í frysti-
húsið í frystinn þar,
því þá voru frystar
ekki á heimilum
fólks. Þegar ísinn
var svo kominn
heim þurfti að
geyma fötuna með
ísnum í salti til að
halda kuldanunt."
Lella segir að hún
hafi fengið pakka,
en ekkert í líkingu
við það sem þekk-
ist i dag: „Ég fékk
armbandsúr frá
mömmu og pabba,
skartgripi og síðan
fékk ég bækur.
Fermingin lifir í
huga mínum og er
skemmtileg minn-
ing sem lifir
áffam.“
„Þá var allur hóp-
urinn tekinn upp
að grátunum“
segir Ada Elísabet Benjamínsdóttir sem fermdist
á hvítasunnudag árið 1950
Diddi bróðir
passaði peningana
Jón Gunnarsson, fjórði
maður á lista Sam-
fylkingarinnar í Suður-
kjördæmi fermdist fyrir þrem-
ur áratugum síðan. Hann lýsir
þvisvo:
Það var stór stund fyrir 30 árum
síðan þegar fermingin stóð fyrir
dyrum. Séra Guðmundur prestur
á Utskálum sá um að uppfræða
hópinn í kristilegum málum og
hefur það ekki alltaf verið
skemmtilegt starf
hjá honum því
hópurinn var
nokkuð baldinn.
Stuttu fyrir ferm-
ingu var haldin
æfing í Hvalsnes-
kirkju og er það í
fyrsta og eina
skiptið sem ég hef
ferðast í lögreglu-
bíl milli staða, því
Guðni lögga
keyrði hópinn í
„Svörtu Maríu“
frá Sandgerði og
út á Hvalsnes.
Fermingarveislan
var haldin heima
á Vallargötunni og
ég man að ég
skipaði Didda
bróðir sérstakan
fjárvörslumann
þar sem algengt
var að ættingjar færðu fermingar-
baminu peningagjafir. Hann til-
kynnti mér síðan reglulega hver
staðan væri á sjóðnum. Veislan
tókst vel en verra þótti mér þegar
fjarskyldar ffænkur sem ég hafði
lítið séð af áður svifu á mig, vel
varalitaðar, og smelltu á ntig
kossi. Það var ánægður og stór-
ríkur peyi (að eigin mati) sem fór
í rúmið um kvöldið", sagði Jón
Gunnarsson.
www.isb.is
Vertu meó allt á hreinu!
Framtídarreikningur
er frábær fermingargjöf
Munið
gjafabréfin'
Framtídarreikningur er frábær fermingargjöf og gott
veganesti fyrir ungt fólk út í lífid því ad reikningurinn
ber ávallt hæstu innlánsvexti sem í bodi eru í bankanum.
Innstæda á Framtídarreikningi er gjöf sem vex og
dafnar og med tímanum eignast fermingarbarnid sjód
sem þad getur notad til ad láta framtídardrauma sína
rætast. Hægt er ad fá Framtídarreikninginn í fallegum
gjafaumbúdum í öllum útibúum okkar.
Ávallt hæstu innlánsvextir
Hámarksöryggi
Verdtrygging
Sveigjanleiki
Hægt að leggja inn hvenær sem er
Fæst í fallegum gjafaumbúðum
Laus við 18 ára aldur
Gjöf sem vex
Fáðu nánari upplýsingar í næsta
útibúi okkar, kíktu á isb.is eða hringdu
í þjónustuverió í síma 440 4000.
ISLANDSBANKI
21