Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.03.2003, Page 26

Víkurfréttir - 27.03.2003, Page 26
::Fyrst og fremst Logi Gunnarsson skoraöi 20 stig fyrir Ulm í 105:76 sigri liðsins á Crailsheim Merlins. Ulm er i 2. sæti riðilsins sem fyrr með jafn mörg stig og Knrlsrtthe. Jóhann 15. Guömundsson skoraði tvö mörk fyrir Lyn í sigri liðsins á Molde i æfinga- leik liðanna um sl. helgi. Jóhann lck í fremsto viglínti og þótti leika mjög vel. Grindavík sigraði Hauka 2-0 i deildarbikarnum i fótbolta á dögunum. Grétar lljartarson og Alfreð Jóhannsson skortiðu mörkin. Grjndavik er sem fyrr í efsta sæti B-riðils með 12 stig eftir Ijóra leiki, fullt hús sliga! 16 gull hjá ÍRB í Eyjum Sundmenn ÍRB stóðu sig frábærlega á innanhúss- meistaramóti fslands í sundi í 25 metra laug sem fram fór í Vestmannaeyjum um helgina. Samtais unnu sund- menn ÍRB tii 16 gullverðiauna. Örn Arnarson vann til flestra gullverólauna af sundmönnum IRB eða átta, fimm í einstak- lingsgreinum. Atta ísiandsmet voru sett um helgina og átti Örn Amarson tvö þeirra, í 200 metra flugsundi og 200 metra fjórsundi, og Iris Edda Heimisdóttir eitt, en hún bætti 14 ára gamalt ísiandsmet Ragnheiðar Runólfsdóttur í 200 metra bringusundi. Fimm ÍRB sundmenn í iandsliðið Steindór Gunnarsson, þjálfari sundlandsliðsins og IRB, segir að liðið sem heild hafi staðið sig frábærlega. „Meirihlutinn með góða bætingu og stóðu sig hreint frábærlega í gegnum allt mótið. Framfarir hjá hópnum hafa verið jafnar og góðar í gegnum tíma- bilið og hreint út sagt stórkost- legar hjá nokkrum", sagði Steindór í samtali við Víkurfréttir. Þrir sundmenn frá IRB náðu lág- mörkum fyrir heimsmeistaramót en það voru þau Iris Edda Heimisdóttir, Jón Oddur Sigurðsson og Öm Amarson en þau syntu öll mjög vel á mótinu. Fimm af sundmönnum IRB eru í landsliði íslands sem tekur þátt á Smáþjóðaleikunum en það eru Erla Dögg Haraldsdóttir og Birkir Már Jónsson ásamt hinum þremur fyrmefudu. Þá segir Steindór að þau Erla og Birkir séu einnig í unglingalands- liði Islands sem keppir í Lúxemborg rétt eftir páska. „Birkir bætti einmítt sína tíma verulega og tryggði sig inn í Smáþjóðaleikaliðið. Erla var alveg við sína þrátt fyrir að hafa verið ný stigin upp úr viku veikindum". IRB er einnig með átta sund- menn inni í yngri æfingahópum SSÍ. Steindór segir að Guðni Emilsson hafi komið sér hvað mest á óvart með árangri sínum. „Sá sem kom hvað mest á óvart var Guðni Emilsson en hann fór hreinlega á kostum og setti þijú aldursflokkamet í 50, 100 og 200 metra bringusundi. Hann er ein- ungis 14 ára gamall og er kominn í ffemstu röð“, sagði Steindór. Hilmar Pétur Sigurðsson bætti sig einnig talsvert og sýndi það að hann er kóngurinn í íslensk- um langsundum eins og Steindór orðaði það. „Yfirburðir hans voru ótrúlegir, heilum 30 sek. á undan næsta manni og með þessu sundi varði hann titil sinn frá því í fýrra“. Steindór segir að framundan séu síðan æfingabúðir erlendis til þess að ná góðum æfingum í 50 metra laug til undirbúnings fyrir smáþjóðaleika og heimsmeistara- mótið. varfrábært us sleöii íris Edda er Iris Edda Heimisdóttir var að vonum ánægð að loknu móti. Hún sagði að það hefði verið frábært að siá íslandsmet Ragnheiðar Runólfsdóttur enda hafl hún lengi rcynt við þetta met. „Ég var búin að æfa stíft fyrir þetta mót og oft verið náiægt metinu, aðeins nokkrum sekúndubrotum. Loksins tókst það og nú tók ég það með stæl“, sagði íris í samtaii við Víkurfréttir. Hver voru þín iýrstu viðbrögð? Þegar ég kom að bakkanum Ieit ég ekki á klukkuna heldur beið og hlustaði á áhor- fendur og þjálfarann hvort fagnaðarlætin væru mikil eða ekki, og þá leit ég á klukkuna. Mér var brugðið þegar ég sá tímann því ég bjóst ekki við því að vera 1.5 sekúndu undir metinu. Þetta var bara frábært, endalaus gleði., Er ekki gaman að slá íslandsmet? Jú það er yndisleg tilfínning, ég er satt að segja enn að melta þetta. Þetta er líka mitt fyrsta einstaklings íslandsmet í fullorðinsflokki en ég á nokkur í boðsundi og svo á ég nokkur stúlk- namet. Hvernig metur þú árangur þinn á mótinu? Ég er mjög sátt við árangurinn. Ég synti 100 metra bringusund á laugardeginum en var aðeins frá íslandsmetinu þar og var ekki sátt með það. Ég ákvað því að bæta um betur og taka hitt sundið með trompi. Ég synti einnig 50 metra bringusund. Ég er ekki þekkt fyrir að vera mikil sprettsundskona en bætti mig nú samt! Hvað er næst á dagskrá hjá þér? Næst á dagskrá hjá mér er Ungfrú Suðumes sem er 12.apríl. Það er ekkert mikilvægt í sundinu ffarn að því þannig að ég get einbeitt mér að keppninni. Smáþjóðaleikamir í Möltu í byijun júní er annars það sem er næst á dagskrá í sundinu. Ætlaru að halda áfram að synda næstu árin? Já, já, svo lengi sem það gengur vel og áhuginn er til staðar seiglast ég áfram. sigursæl og glöð sundkona Grindavíkurstúlkur urðu íslandsmeistarar í körfubolta í 7. flokki um síðastliðna helgi. Þær Iéku fjóra leiki í síöustu turneringunni og unnu þá alla, og það mjög stórt. Körfuboltakappinn Páll Axel Vilbergsson er þjálfari liðsins og hefur hann náð frábærum árangri með stúlkurnar sem eru nánast ósigrandi frá því þær byrjuðu. Þær eru taplausar á þessu tímabili. Fyrsta mót Golfklúbbs Grindavíkur á árinu var haidið um helgina. Veðurguðirnir sýndu allar sínar bestu og verstu hliðar og gáfu góðan vind, ásamt sói og haglél komu svífandi á tíma- bili. Davíð Friðriksson sigraði á mótinu en það var Samkaup sem styrkti mótið. Völlurinn þykir mjög góður miðað við árstíma og flatirnar allar að komast í gott horf. Urslit i Vormóti Samkaupa voru eftirfarandi: 1. Davíð A. Friðriksson 38 pk. 2. Bjami Ólason 37 pk. 3. Bjöm Birgisson 37 pk. 4. Leifur Guðjónsson 36 pk. Næstur holu á 4/17 var Guðjón Einarsson en hann var 5,7 metra ffá holunni. 26 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.