Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.04.2003, Síða 6

Víkurfréttir - 25.04.2003, Síða 6
Útgefandi: Víkurfréttir ehf. kt. 710183-0319, Grundarvegi 23, 260 Njarðvík Simi 421 0000 (15 línur) Fax 421 0020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hbb@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Siguijónsson, simi 421 0001, franz@vf.is Auglýsingar: Kristín Njálsdóttir, sími 421 0008 kristin@vf.is, Jófriöur Leifsdóttir, sími 421 0009 jofridur@vf.is Blaðamenn: Jóhannes Kr. Kristjánsson simi 421 0004 johannes@vf.is Sævar Sævarsson, sími 421 0003 saevar@vf.is Hönnun/umbrot: Stefan Swales, stefan@vf.is, Hallur Guðmundsson, hallur@vf.is Skrifstofa: Stefania Jónsdóttir, Aldís Jónsdóttir Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. Prenhrinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dreifing: Fréttabiaóið dreifing s: 515 7520 Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is Aðrir fjölmiðlar Víkurfrétta ehf. eru: VF - Vikulega í Firðinum Tímarit Víkurfrétta, The White Falcon, Kapaisjónvarp Víkurfrétta. Er ég nokkuð eins og auglýsing frá Bláa lóninu? Gleðilegt sumar! BORÐAÐI PÁSKAEGGIÐ í útlöndum og Kall- inum leið vel. Kallinn keypti sér páskaegg númer 4 frá Nóa. Gott páskaegg það! HAFIÐ ÞIÐ eitthvað velt því fyrir ykkur hver staðan í lækna- málum á Suðurnesj- um er í dag? Hafið þið velt því fyrir ykk- ur hvernig málin hafa þróast? Hafið þið horft á þingmennina, ráðherrann og ýmsa aðra tjá sig um heilsu- gæslumálin? Ef svo er þá hljótið þið að sjá að það er eitthvað sem enginn skilur í gangi. Kallinn er orðinn leiður á því að skrifa um þessi mál - það virðist ekkert gerast í þessum málum. ÍBÚAR SUÐURNESJA eru að láta hafa sig að fíflum. Alþingiskosningar eru framundan og lítið heyrist frá frambjóðendum um ástandið á heilsu- gæslunni. Árni Ragnar lét þó aðeins í sér heyra í morgunsjónvarpinu í vikunni þar sem hann ásakaði heilbrigðisráðherra um að hafa látið læknana af- skiptalausa fram að þeim tíma þegar þeir hurfu á braut. Hjálmar hefiir líka látið þá skoðun í ljós að þetta séu samankomin ráð heilsugæslulæknanna og liður í kjarabaráttu þeirra. Það er ekki nóg að tala - eitthvað verður að gerast. ÞAÐ HLÝTUR AÐ vera krafa Suðumesjamanna að á Suðumesjum starfi heilsugæslulæknar eins og annarsstaðar á landinu. Það hlýtur einnig að vera krafa íbúanna að þeir aðilar sem standa nú í kosn- ingabaráttu á Suðurnesjum taki til sinna ráða og komi málum á hreyfingu. Það heyrist varla frá þeim. Eru íbúar Suðurnesja alveg gjörsamlega áhugalausir um að þetta ástand lagist? Jaml, japl og fuður Kallsins em orðin þreytt - en það verður að berjast fyrir þessum málum - hér er um mannrétt- indi að ræða. KALLINUM FINNST ekki mikið um að vera í pólitíkinni á Suðumesjum. Það er enginn kraftur í fólki né framboðum. Kannski er ástæðan sú að kjör- dæmið er orðið það stórt að ffambjóðendur þurfa að sleikja fólk upp alla leið austur á Homafjörð! Það heyrist ekki einu sinni í Kristjáni Pálssyni, manns- ins sem Kallinn hélt að yrði öflugastur á Suðumesj- um fyrir þessar kosningar. KOSNINGASLAGURINN er bragðdaufur og Kallinn nennir varla að skrifa um hann - enda lítið að skrifa um annað en endalaus boð í kaffisamsæti, grillveislur og opnanir ráðherra. Lítið varið í það! BARA EIN skilaboð til þessarar blessuðu fram- bjóðenda sem ekkert heyrist í: reynið að vinna í málum sem skipta Suðurnesjamenn máli. Komið þið læknamálunum á hreyfingu - fyrir það uppsker- ið þið atkvæði. Þið eigið að vinna fyrir Suðumesja- menn - sýnið hvað í ykkur býr! KALLINN MINNIR á að í Víkurfréttum fyrir kosningar mun Kallinn gefa efstu mönnum af Suð- umesjum sem em í framboði einkunn fyrir aðkomu þeirra að heilsugæsludeilunni. Kallinn hvetur les- endur til að gefa þessum mönnum einkunnir og senda á kallinn@vf.is. Kveðja, Kailinn Kallinn á kassanum kallinn@vf.is FRÉTTIR Reynt að brjótast inn á gamla konu Skömmu fyrir mið- nætti að kvöldi skír- dags var óskað eftir lögreglu að húsi í Keflavík, þar sem húsráðandi, gömul kona, varð vör við að ein- hverjir menn voru að reyna að opna hjá henni útihurð sem snýr út í garð. Þegar lögreglumenn komu á stað- inn voru mennirnir farnir. Skemmdir urðu á giugga- pósti. Ekki er vitað hverjir voru þarna að verki. Hávaðasamir í heitum potti héldu vöku fyrir fólki Skömmu eftir miðnætti aðfararnótt föstudags- ins langa barst kvört- un um röskun svefnfriðar til lögreglunnar, vegna hávaða frá fóiki sem var að skemmta sér í heitum potti við heimahús í Keflavík. Lögreglumenn fóru á stað- inn og fengu fólkið til að hætta iðju sinni og komst þá ró á. 500 milljónir í Manngildis- sjóð sýndarmennska? Nýr Manngildissjóður Reykjanes- bæjar var talsvert til umræðu á síð- asta fundi bæjarstjórnar Reykja- nesbæjar nú fyrir páska. Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd minni- hlutans og meirihlutinn svaraði með annarri bókun um málið: Þegar bærinn leggur inn fasteignir fyrir kr. 3,5 milljarða í Eignarhaldsfélagið Fasteign h.f. losnar um fjármagn sem við teljum að best sé að nota til að greiða niður lán bæjarins. Þannig munu haldast í hendur minni eign bæjarins og samsvarandi minnkun skulda að því undanskildu að 525 milljónir fara sem hlutafé Reykjanesbæjar í Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. Með því að leggja 500 milljónir í sjóð og nota vextina af þeirri upphæð til að sinna hlutverki Manngildissjóðs er í raun verið að fresta nið- urgreiðslu lána sem nemur kr. 500 milljónum með tilheyrandi flármagnskostnaði. Því er það í raun bærinn sem á ári hverju leggur fram þessa íjárhæð. Við teljum því eðlilegra að fjárveiting til Manngildissjóðs verið tekin tii afgreiðslu og samþykkt við gerð fjárhagsá- ætlunar ár hvert. Ætlan Sjálfstæðismanna, að leggja kr. 500 milljónir í Manngildissjóð þar sem höfuð- stóllinn ásamt verðtryggingu verði ávaxtaður og raunávöxtun hvers árs nýtt sem úthlutunar- fé sjóðsins, er því lítið annað en sýndar- mennska. Jóhann Geirdal, Sveindís Valdimarsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Ólafur Thordersen ogKjartan M. Kjartansson. Til máls tók Böðvar Jónsson er lagði fram eftirfarandi bókun: Bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna Manngildissjóðs: Manngildissjóður er stofnaður með það að markmiði að veita stuðning við sértæk verk- efhi á sviði fræðslu, íþrótta, lista, tómstunda, félagsþjónustu, umhverfisverndar og fjöl- skyldu- og forvamarmála. Með 500 millj. kr. stofhfé sem stefnt er að því að ávaxta í Spari- sjóðnum í Keflavík, með 6,2% raunávöxtun, verður raunávöxtunin nýtt í margvísleg verk- efhi Manngildissjóðs í samræmi við ákvarð- anir sviða hveiju sinni. Meðal mikilvægra verkefha á þessu ári sem sjálfstæðismenn í bæjarstjóm telja brýnt að fýlgja eftir í gegnum Manngildissjóð er öflugt starf grunnskóla og leikskóla, s.s. lestrar- menningarverkefni, heilsdagsskóli, átaks- verkefni í einstaka námsgreinum og að brúa bilið á milli skólastiga. Einnig ber að leggja áherslu á þjálfun yngstu aldurshópa í íþrótt- um og styðja við aukna fagmennsku í starfi tómstunda- og íþróttafélaga. Þá gefur Mann- gildissjóður ný tækifæri til stuðnings rann- sóknarvinnu í félags- fjölskyldu- og forvam- armálum. Fjármunum vegna breytinga á eignarformi fasteigna Reykjanesbæjar er að stærstum hluta varið til niðurgreiðslu lána. Nú er unnið að þvf að greiða niður 1500 milljónir króna af langtímalánum, 455 milljónir kr. af skamm- tímalánum. Böðvar Jónsson, Arni Sigfússon, Björk Guð- jónsdóttir, Garðar K. Vilhjálmsson og Sigríð- urJ. Jóhannesdóttir. 6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.