Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.05.2003, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 22.05.2003, Blaðsíða 4
stuttar FRÉTTIR BLÓMA- MARKAÐUR í NJARÐVÍK Fimmtudaginn 29. maí til sunnudagsins 1. júní n.k. heldur Systrafélag Ytri-Njarðvík- urkirkju sinn áriega blóma- markað. Þetta er 23. árið sem blómamarkaðurinn er haldinn og er hann orðinn fastur liður í hugum mar- gra bæjarbúa. Mörgum finnst sumarið fyrst komið þegar Systrafélags- konur hefja sölu sína. Þetta er aðal fjáröflunarleið félagsins og vonumst við eftir að sem flestir komi og geri góð kaup. Eins og undanfarin ár verður m.a. boðið upp á sumarblóm, flölær blóm, rósir og runna. Markaðurinn verður við kirkjuna og er opinn alla dag- ana frá 13 - 17. Alltaf heitt kaffi á könnunni. Með fyrirfram þökk fyrir góðan stuðning, Systrafélag Ytri-Njarðvíkurkirkju. Ferskasta blaðið á Suðurnesjum í sumar! Fer fyrst og fremst með jákvæðu hugarfari í keppnina hvort mikill munur sé á undirbúningi fyrir ungfrú Island og ungfrú Suðumes segir Stein- unn að undirbúningurinn sé að vissu leyti frá- brugðinn. „Við erum búnar að vera mikið í myndatökum, upptökum og æfingum með Stöð 2 og fleira í þeirn dúr enda er keppnin sýnd beint þannig að það er eins gott að allir viti hvar þeir eiga að vera”. Hún segir að þrátt fyrir stífar æfingar hafi stúlkumar gert ýmis- legt annað skemmtilegt saman. Þær hafa farið í kajakferð, grillað saman og borðað á Argentínu og Fjöruborðinu Stokkseyri svo eitthvað sé nefht. Steinunn segir sína persónulegu reynslu á fegurðarsamkeppni vera góða. „Eg hef fengið það sem ég vildi út úr keppninni og ffamhald- ið verður spennandi. Eg fer fyrst og fremst með jákvæðu hugarfari í þessa keppni og svo ætla ég auðvitað að reyna að gera mitt besta, engin spuming um það”, sagði Steinunn að lokum. Víkurfréttir viija hvetja Suðurnesjamenn til að fjölmenna að skjánum á fóstudags- kvöld og styðja sína stúlku.Að loknu kjóla- atriðinu verður símakosning sem gildir 30% af heildarúrslitum keppninnar og auðvitað eru Suðurnesjamenn hvattir til að nýta sér hana og vera duglegir við að hringja. Fegurðarsamkeppni Islands fer fram á morgun og er hún í beinni útsend- ingu á Stöð 2. Ragnhildur Stcinunn Jónsdóttir fegurðardrottning Suðurnesja er fulltrúi Suðurnesja í keppninni. Hún segir í samtali við Víkur- fréttir að síðustu vikur hafi verið ansi annasam- ar. Steinunn stundar nám við læknadcild Háskóla íslands í sjúkraþjálfun þar sem hún kláraöi próf fyrir um viku. Hún scgir að þá hafi þungu fargi verið af sér létt enda hafi verið svolítið erfitt að sameina þetta tvennt en að sjálfsögðu hafi lesturinn gengið fyrir. „Við erum búnar að vera á daglegum æf- ingum síðustu þrjár vikur, ásamt mynda- tökum og fleiru. Það má eiginlcga segja að þaö sé búið að vera allt of mikið að gera og ég verð að viður- kenna að ég hlakka I mikið til að slaka á með fjölskyldu og vin- um að þessu loknu”. Steinunn segir stemninguna í hópnum mjög góða fyrir keppnina á morgun. „Við hlökkum mikið til morgundagsins og erum orðnar I mjög spenntar. Það er auðvitað smá stress í manni fyrir kv ö1dinu þar sem þetta er nú í beinni út- sendingu en það þýðir lít- ið að hugsa um það. Aðal- málið er að vera maður sjálfur og þá gengur þetta vel”. Steinunn verður í sama hvíta kjólnum og hún var í ungfrú Suður- nes en hann er úr versluninni Flex á Laugar- veginum. Aðspurð um það Óskum Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur Fegurðardrottningu Suóurnesja og Blóa lóns stúlkunni góós gengis í keppninni um titilinn Feguróardrottning Islands 2003. imhim 4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.ís LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.