Víkurfréttir - 22.05.2003, Blaðsíða 15
fer fram í Fjölbrautaskóla Suðurnesja
dagana 10. og 11. júníkl. 10:00 - 16:00.
Foreldrar eru hvattir tH að mœta með
börnum sínum.
10 góðar ástæður fyrir því
að velja Fjölbrautaskóla Suðurnesja
1. FS er framsækinn framhaldsskóli sem býður bæði upp á starfsnám og bóknám.
2. Allir framhaldsskólar landsins starfa eftir sömu námsskrá og nemendur með góðar
einkunnir frá FS hafa staðið sig mjög vel í háskólum og sérskólum
hérlendis og erlendis.
3. Lögð er rík áhersla á aðhald og eftirlit með nemendum fyrstu tvö námsárin.
Foreldrar fá reglulega sendar heim upplýsingar um mætingar nemenda og
umsjónarkennar hafa samband við foreldra ef verkefnaskil eru ekki góð.
4. Með starfi sínu og námsframboði leitast skólinn við að koma til móts
við þarfir nemenda.
5. Kennarar FS leita stöðugt leiða til að bæta sig í starfi. Nemendur leggja mat á störf
kennara þriðju hverja önn og matinu er fylgt eftir með starfsmannasamtölum og
umbótaáætlunum.
6. í leiðarljósi skólans er lögð áhersla á að starfsmenn vinni saman af fagmennsku og
metnaði að því markmiði að nemendum líði vel í skólanum og þeir nái
árangri með námi sínu.
8. Nemendur FS keppa við nemendur annarra framhaldsskóla landsins. Á síðasta
skólaári stóðu nemendur FS sig mjög vel á þeim vettvangi. Þeir komust í undanúrslit
í mælsku- og rökræðukeppninni Morfis, komust í átta liða úrslit í Gettu betur, urðu
framhaldsskólameistarar í knattspyrnu, unnu til fjölda verðlauna á hestamóti
framhaldsskólanna, nemandi FS var í 2. sæti í trésmíðakeppni iðnmenntaskólanna
og fulltrúi nemenda í FS stóð sig frábærlega f svöngvakeppni framhaldsskólanna.
9. FS er framhaldsskóli Suðumesjamanna. Skólaakstur er frá Garði, Sandgerði, Vogum
og Grindavík á sanngjörnu verði fyrir nemendur.
7.
Félagslíf nemenda er í stöðugri sókn. Ýmsir áhugaverðir klúbbar eru starfræktir
á vegum nemendafélagsins svo sem málfundaklúbburinn Kormákur, leikklúbburinn
Vox Arena, kvikmyndaklúbburinn og kúltúrklúbburinn svo eitthvað sé nefnt.
Næsta haust hefja nemendur æfingar á söngleik sem sýndur verður á vorönn 2004.
Við skólann starfar einnig kór FS.
lO.Þegar velja á framhaldsskóla fyrir 16 ára Suðurnesjamenn er FS besti kosturinn,
bæði námslega og félagslega.
VÍKURFRÉTTIR 21.TÖLUBLAÐ FIMMTUDAGUR 22. MAl 2003 15