Víkurfréttir - 22.05.2003, Blaðsíða 8
Föstudagur 23. maí
Kl. 6, 8 og 10 Matrix
Kl. 6 Just married
Laugardagur 24. maí og sunnudagur 25. maí
Kl. 5, 8og10 Matrix
Kl. 4 og 6 National Security
Kl. 8 Just married
Mánudagur 26. maí og þriðjudagur 27. maí
Kl. 8og10 Matrix
Kl. 8 just married
ÁLFABAKKI 'Cf 587 8900 AKUREYRI tS 461 4666 KEFLAVÍK 'Cf 421 1170
í421 0000
VERKTAKAR
Eignarhaldsfélagið Fasteign hf auglýsir eftir
áhugasömum verktökum stórum sem smáum til
að taka þátt í útboðum vegna viðhaldsverkefna í
Reykjanesbæ.
Leitað er að verktökum í eftirtöldum greinum:
• Múrviðgerðum utanhúss.
• Málun utanhúss
• Utanhúss klæðningum.
• Þakviðgerðum.
• Gluggaviðgerðum og glerskiptum.
• Blikksmíði.
Verktakar skulu skila upplýsingum til
Eignarhaldsfélagsins Fasteign hf, Vegmúla 3,
108 Reykjavík, fyrir þriðjudaginn 27. maí kl 11
um:
❖ Reynslu fyrirtækis af viðhaldsverkefnum og
nýframkvæmdum.
❖ Stjórnendum, fjöldi starfsmanna og tækjakost
verktaka.
❖ Helstu upplýsingum um fjárhag, efnahags- og
rekstrarreikning s.l. árs.
❖ Upplýsingar um önnur verkefni sem verktaki
áætlar að vinna á verktíma.
Ofanritaðar uppiýsingar skoðast sem trúnaðarmál
milli verkkaupa og verktaka.
Nánari upplýsingar veitir Bergur Hauksson í síma
691 6666.
Eignarhaldsfélagið
Fasteign hf.
Ferskasta blaðið á Suðurnesjum í sumar!
Vinnuvélanámskeið haldið í Reykjanesbæ
Dagana 5. - 16. maí var
haldið vinnuvélanám-
skeið á vegum Svæðis-
vinnumiðlunar Suðurnesja.
Kennsian var í umsjón Öku-
skóla Suðurlands ehf. og stóð
yfir frá ki. 9:00 á morgnana til
kl. 16:10 á daginn. 22 þátttak-
endur voru skráðir í þennan
bóklega þátt stóra vinnuvéla-
prófsins og luku allir tilskiid-
um tíma og þreyttu próf í lok-
in. Þátttakendur voru mjög
ánægðir með kennsluna og létu
vel að aðstæðum. Kennslan fór
fram í salarkynnum íþrótta- og
ungmennafélagsins Keflavíkur
að Hringbraut 108 þar sem að-
staða er til fyrirmyndar.
Þátttakendur fengu afhent skír-
teini í lok námskeiðsins og var
það sérstaklega tekið til greina
hve hópurinn var vel samstilltur,
jákvæður og áhugasamur. Þátt-
takendur gerðu góðan róm að
kennurum námskeiðsins og
klöppuðu þeim lof í lófa. Kenn-
arar þessa námskeiðs voru þeir
Svavar Svavarsson öku- og
vinnuvélakennari, Daði Svein-
björnsson vélstjóri og Finnbogi
Pálsson vinnuvélastjóri. Skóla-
stjóri Ökuskóla Suðurlands ehf.
er Þráinn Elíasson öku- og
vinnuvélakennari.
Þetta er í fyrsta sinn sem Vinnu-
miðlun Suðumesja heldur svona
stórt námskeið og óskar þátttak-
endum þess til hamingju með
áfangann. Einnig langar undirrit-
aðan fyrir hönd Svm. Suðumesja
að þakka þeim Einari Haralds-
syni hjá Iþrótta- og ungmennafé-
laginu Keflavík og Þráni Elí-
assyni hjá Ökuskóla Suðurlands
tyrir góða samvinnu.
Ketill G. Jósefsson
forstöðum. Svm. Suðurnesja.
EMMMWII i n
U r* IJJL
■ ^wHI á'.-j | [ 1SK«|
IGI^H 1 r lá - - - O 1
Hjartans þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegs sambýlis-
manns míns, föður, tengdaföður,
bróður, afa og langafa okkar
Helga Unnars Egilssonar,
Brekkustíg 29b,
260 Njarðvík
Guð blessi ykkur öll.
Sigurbjörg Jóna Árnadóttir
Friðbjörg Helgadóttir, Árni Björgvinsson,
Guðrún Helgadóttir, Friðbjörn Björnsson,
Þorsteinn Helgason, Sigurbjört Kristjánsdóttir,
Fanney Egilsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Umboðsmenn
Heklu funduðu
íKeflavík
Umboðsmenn Heklu á Is-
Iandi hittust í Keflavík
fyrir síðustu helgi á ár-
legum fundi þar sem farið var í
gegnum sölumál fyrirtækisins
og markaðsáætlun kynnt, auk
ýmissa nýjunga. Tryggvi Guð-
mundsson forstjóri Heklu sat
fundinn og hélt erindi. Kjartan
Steinarsson umboðsmaður
Heklu á Suðurnesjum sagði að
dagskráin hafi verið stíf þar
sem öll helstu mál og nýjungar
fyrirtækisins voru kynntar.
Eftir fundarsetu fór hópurinn í
Go-kart og prufukeyrði nýja
bíla frá Mitsubishi.
Meðal annars var kynntur nýr
jepplingur frá fyrirtækinu sem
heitir Mitsubishi Outlander, en
bílnum er ætlað að keppa við
Toyota Rav og Hondu jeppling-
ana.
VlKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!