Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.05.2003, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 22.05.2003, Blaðsíða 18
Opna Bláa Lóns mótið 4 BLUELAGOON nm urslit Mikil athygli beindist að Lee v. Sharpe í leiknum gegn Val. Hannstóðekki undir væntingum en á eflaust eftir að koma til þegar líður á mótið. Hann sýndi þó stun- * dum skemmtileg tiiþrif. Óvænt tap í Grindavík Grindvíkingar voru vægast sagt daprir þegar þeir töpuðu fyrir ný- liðum Vals, 2-1 í vondum knatt- spyrnuleik í fyrstu umferð Landsbanka- deildarinnar í Grindavík. Ólafur Örn Bjarnason skoraði mark Grind- víkinga úr vítaspymu á 10. mínútu en Jóhann Hreiðarsson skoraði bæði mörk Vals. Grind- víkingar áttu fullt í fangi með Valsmenn í leiknum og oft skall hurð nærri hælum við mark Grindvíkinga og þurfti Ólafur Gott- skálksson oft að taka á honum stóra sínum. Sóknarleikur heimamanna var gjörsamlega í molum og án Grétars Hjartarssonar sem var meiddur var lítil sem engin ógn fram á við. Eitt er víst að ef Grindvíkingar ætla sér að vera í toppbaráttunni í sumar þurfa þeir að taka sig verulega saman í andlitinu. Ólafur Gottskálksson ÓL) Opna Bláa Lóns mótið i golfi fór fram um síð- ustu helgi og mættu um 120 keppendur til leiks. Verð- launin í mótinu voru mjög glæsileg, en aðal styrktaraðilar að mótinu voru Bláa Lónið og Hitaveita Suðurnesja hf. Úrslit Með forgjöf: 1 .sæti Unnar Öm Unnarsson GS 66 högg 2.sæti Hlynur Víðisson GKJ 66 högg 3.sæti Ami Zophoniasson GKG 67 högg 4.sæti Ingi Freyr Sigurðsson GKJ 67 högg 5,sæti Örvar Þór Sigurðsson GS 68 högg Án forgjafar: 1 .sæti Magnús Lámsson GKJ 67 högg 2.sæti Davíð Jónsson GS 71 högg 3.sæti Eyjólfur Kolbeinsson GKJ 72 högg Næstur holu á 3: Öm Ævar Hjartarson GS 3,70 m Næstur holu á 8: Gisli HallGR 1,41 m Næstur holu á 13: Rúnar Hallgrimsson GS 2,15 m Næstur holu á 16: Júlíus Jónsson GS 1,3 lm Tap í fýrsta leik hjá Njarðvík Njarðvík tapaði gegn Haukum, 3-2, í fyrsta leik liðsins í 1. deild karla í knattspymu en leikurinn fór fram að Ásvöllum. Haukar komust yfir snemma leiks en um miðjan fyrri hálfleik náðu nýlið- amir úr Njarðvík að jafna með marki frá vamarmanninum Snorra Má Jónssyni. Njarðvík náði að komast yfir rétt fyrir leikhlé með marki frá Högna Þórðarsyni og þannig stóðu leikar i hléi. Haukar komu sterkir inn í síðari hálfleik og settu tvö mörk og sigmðu 3-2. Það verður að segjast að gestimir vom óheppnir með tap því þeir léku betur en heimaliðið. SnorriMárJónsson Högni Þórðarson (jþ Suðurnesjarall um helgina Suðurnesjarall Akstursí- þróttafélags Suður- nesja verður haldið laugardaginn 24.maí. Sér- leiðir rallsins eru átta talsins og 15 bflar munu taka þátt í rallinu. Akstursleiðirnar eru rúmir 77 kflómetrar. Klukkan 9 á laugardagsmorg- un verður ræst út við gatnamót Hafna og Reykjanesvita þaðan sem ekið er að Saltverksmiðj- unni á Reykjanesi. Búist er við að rallinu ljúki um klukkan 16 á laugardag þar sem bílarnir koma í mark á bryggjunni i Keflavík, en þar fer einnig verðlaunaafhending fram. Þórarinn Karlsson keppnis- stjóri segir að það verði ömgg- lega mikið sjónarspil að sjá bíl- ana renna inn á bryggjuna. „Það er mikilvægt að áhorf- endur séu mættir um tvöleitið á bryggjuna í Keflavík. En það em fleiri staðir í bænum sem hægt verður að fylgjast með tilþrifum, til dæmis á bryggj- unni í Njarðvík og við Halhar- vigtina.“ IMagnús Þorsteinsson dansarhérmeð boltann í leiknum gegn Stjörnunni. Hann skoraði (jitt marj^ íleiknum. % é Markaveisla í sigur- leik Keflavíkur að var sannkölluö markaveisla á Keflavík- urvelli þegar heima- menn sigruðu Stjömuna í 1. umferð 1. deildar karla í knatt- spymu á mánudag. Keflavík vann leikinn 5-3 en staðan í hálfleik var 1-1. Keflvíkingar réðu gangi leiksins frá upphafi og hefðu þess vegna getað skor- að 5-6 mörk í fyrri hálfleik, þvflík voru færin. Hörður Sveinsson átti fjölmörg færi en náði ekki að nýta þau enda varði Bjarki Guðmundsson markvörður Stjömunnar frá- bærlega í leiknum. Stefán Gíslason skoraði tvö mörk fyr- ir heimamenn og þeir Magnús Þorsteinsson, Adolf Sveinsson og Hafsteinn Rúnarsson sitt markið hver. Stefán Gíslason Kristján Jóhannsson, Magnús Þorsteinsson ^ ogHörðurSveinsson Júdas # 1 Frábær skemmtun er Júdas kom saman á ný og spiluðu á Kringlu- kránni. Undirritaður var mættur og vill skora á Júdas að spila í Stapanum. Þetta er áskorun! Kveðja, Tommi Knúls. Boltagjöf VF-sports VF-sport verður með boltagjöf í Landsbankadeild og 1. deild karla í sumar. Þeir leikmenn sem skara fram úr geta fengið allt upp i þijá bolta. Ekki verða boltamir gefins og verða leikmenn virki- lega að standa sig ætli þeir að fá bolta. í lok mótsins verða þeir sem fengu flestu boltana verð- launaðir sérstaklega. 3-Frábær! @@ 2-Mjöggóður ^ 1-Góður 18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.