Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.07.2003, Síða 6

Víkurfréttir - 10.07.2003, Síða 6
stlittar FRÉTTIR Fjörug umræða um17.júní -bæjarstjóri baðst afsökunaráaðekki hafirigntUjúní Töluverð umræða spratt upp á bæjar- stjórnarfundi í síðustu viku um að hátíðarhöld vegna 17. júní hafi verið færð inn í Reykjaneshöil. Skiptar skoðanir voru vegna málsins þar sem sum- ir vildu að hátíðarhöldin væru öll í Reykjaneshöll og aðrir vildu að hluti þeirra yrði í Skrúðgarðinum og hluti í höliinni. Meðal spurninga sem komu fram í umræðunni var hver hefði tekið ákvörðun um að há- tíðarhöldin yrðu færð inn og upplýsti bæjarstjóri að ákvörðunin hefði verið hans í samráði við aðilar eru komu að skipulagningu há- tíðarinnar. Bæjarstjóri sagði að hlustað hafi verið á veðurfregnir og rætt við veðurfræðing um veðurútlit á 17.júní. „Veðurfræðingurinn sagði að það yrði úrhellisrigning og ákvörðunin um að flytja há- tíðarhöldin í Reykjaneshöllina var mjög létt fyrir bæjarstjóra að taka, en jafnframt mjög röng,” sagði bæjarstjóri með glettnissvip á fundinum í gær og bætti við. „Ég biðst vel- virðingar á því að það hafi ekki rignt.” Auglýsingasímmn 421OOOO MUNDI Er ekki málið að Árni bæjarstjóri fái Sigga Storrn á Stöð 2 til að skipuleggja 17. júní á næsta ári? Einn pistill að austan KALLIhíN GAT bara ekki setið á sér. Tvennt sem hann vill skrifa um: Varnarliðið og breikkun Reykjanesbrautarinnar. MIKIÐ AGALEGA er Kall- inn feginn að Vinstri Grænir fengu ekki einn einasta þing- mann kjörinn hér á Suður- nesjum. Þetta kolvitlausa græna lið hefði ekki verið lengi að hrópa að Varnarliðs- mönnum og stilla sér upp við vamarhliðið og hrópa: ísland úr Nató - herinn burt! Sem betur fer þurfum við Suðumesjamenn ekki að horfa upp á slíkt. KALLINUM FINNST það skoplegt að sjá nú Jó- hann Geirdal standa upp og hrópa yfir allt að hann vilji bjarga málurn. Maðurinn hefttr verið á móti Varnarliðinu frá upphafi og nú kemur hann sem prins á hvítum hesti, hrópandi “hér kem ég”! Kall- inum finnst að hann eigi bara að halda sig við kennsluna og leyfa öðmm að vinna í þessum mál- um. KALLINN TREYSTIR ríkisstjóminni fullkom- lega til að ná samningum við bandarisk stjómvöld um áframhaldandi vamarsamstarf. Davíð Oddsson er besti maðurinn í verkið og Kallinn treystir honum fiillkomlega í það. Kallinn er þess fullviss að herinn verði áfram hér á íslandi. Það getur vel verið að ein- hveijar breytingar verði gerðar, en þær verða ekki stórvægilegar. Bíðum, sjáum og heyrum hvað Davið hefitr að segja. Hann kann á Bush! OG KALLINN hefur fengið það staðfest að ís- lendingum var ekki boðið upp á völl á þjóðhátíðar- dag Bandaríkjanna eins og venja hefur verið. Kami- valhátíðin á vellinum hefur verið fastur liður hjá mörgum bömum, en engin boð bárust af vellinum þetta árið um að íslenskum börnum væri boðið. Kallinn spyr: Er þetta merki um kalda striðið sem íslensk stjórnvöld eiga í við bandarísk stjórnvöld? Ja, spyr Kallinn sem ekkert veit! MIKIÐ VILDI KALLINN að Suðurnesjamenn ættu eins duglega þingmenn og þá sem em í Norð- austurkjördæmi. Þeim tekst að gera allt vitiaust í þjóðfélaginu yfír því að jarðgöngum ffá Siglufirði til Ólafsfjarðar er frestað um tvö ár. Hvað er að í þessu þjóðfélagi? Hvað er að gerast? Það hefur tek- ið mörg ár að fá breikkun Reykjanesbrautarinnar í gegn, þrátt fyrir að fjöldi manns hafí látist þar í um- ferðarslysum síðustu áratugi. OG EKKI NÓG með það! Breikkun brautarinnar á að taka mörg ár! Gerum eitthvað - mótmælum! KALLINN ER AFTUR farinn að Kárahnjúkum! Honum líður vel fyrir austan. Kallinn á kassanum kallinn@vf.is Sumarfréttavakt ísíma 898 2222 Ábendingarum skemmtilegt mannlíf, fréttir ogannaðallan sólarhringinn! Nýjar inn- réttingar í verslun Kaskó Unnið er að því að setja upp nýjar innréttingar í verslun Kaskó í Reykja- nesbæ, auk þess sem vöruúrval verður aukið. Að sögn Guðna Grétarssonar hjá Samkaup sem er umsjónarmaður breyt- inganna verður vöruúrval auk- ið og búðin gerð enn aðgengi- legri fyrir viðskiptavini. „Það verður sett upp nýtt kassakerfi °g ný grænmetisdeild. Verið er að vinna að uppsetningu á nýju andyri á versluninni og með því verður hún mun bjart- ari. Þessar breytingar eru liður í end- urnýjun á Kaskó verslununum sem Samkaup rekur,” segir Guðni en reiknað er með að framkvæmdum verði lokið í ágúst. Starfsfólk Kaskó vonar að viðskiptavinir verði fyrir sem minnstum óþægindum á meðan framkvæmdum stendur. Verslun Kaskó verður opin á meðan framkvæmdum stendur. Nýtt andyri lítur senn dagsins Ijós í Kaskó versluninni í Reykjanesbæ. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson Hestar í rólegheitum Þau voru róieg hrossin sem iágu makindalega í garði í útjaðri Grindavíkur á þriðjudag. Hrossin létu sér fátt um finnast þó blaðamaður Víkurfrétta spígsporaði á götunni við hlið þeirra, enda veðrið gott og virtust þau njóta þess að sleikja sólar- geislana. Annað hrossið velti sér í rólegheitum, svona rétt til að minna blaðamann á það að hve þeim liði vel, enda nóg að bíta hjá Þeim- VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson Bilafilmur Hvernig væri að láta okkur skella filmum í bílinn þinn fyrir sumarið? ..það er fallegra ..það er betra í Viö minnum á vefsíöuna okkar þar sem hægt er aö panta bílaleigubíl Erum einnig meö öryggisfilmur í hús sandblásnar, glærar og litaöar. Látum skera út nöfn í forstofuglugga Gerum föst verötilboö. ^ (354) 421 3737 892 9700 Fax: 421 3732 Fitjabakki 1e Reykjanesbær sacars^sgcarrental.is www.sgcarrental.is 6 VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DACLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.