Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.07.2003, Side 9

Víkurfréttir - 10.07.2003, Side 9
Hluti af smábátahöfninni í Sandgerði. Smábátahöfnin í Sandgerði vinsæl Það eru að jafnaði á milli 60 til 70 smábátar í höfninni í Sandgerði sem gera þaðan út. Töluvert er af bátum úr Hafnarfirði sem leggja upp í Sandgerði, en á sumrin eru einnig bátar af Suðurnesjum sem halda til veiða á Vestfjörðum. Karl Einarsson starfsmaður Sandgerðishafnar sagði í samtaii við Víkurfréttir að bátarnir færu niður í 60 á vetrarvertíðinni. „Það er ágætist líf á höíhinni í kringum smábátana og einnig í kringum Nesfisksbátana.” „Ég hef þó á tilfinningunni að breytingar á atvinnulífinu á Suðurnesjum í tengslum við samdrátt hjá hernum verði ekki eins miklar og margir vilja láta. Ef miðað er við fram- kvæmdagleði í húsbyggingum eru Sandgerðingar a.m.k. ágætlega bjartsýnir í dag“. tveimur árum verðum við Sand- gerðingar að ákveða hvort við viljum áfram vera sjálfstætt sveit- arfélag eða sameinast nágrönn- um okkar hér á Suðumesjum. Það er margt í umhverfinu sem kallar á að sveitarfélög sameinist og við bæjarfulltrúar verðum að skoða þessi mál gaumgæfilega, við megum ekki stinga höfðinu i sandinn og segja að sameining séu ekki á dagskrá. Viðverðum að draga ffam kostina og gallana við sameiningu og síðan láta bæjarbúa sjálfa ákveða það hvort Sandgerðisbær eigi að sameinast öðmm sveitarfélögum. Ég hef sjálfur ekki gert upp hug minn varðandi sameiningu, mér finnst ég þurfa að grafa enn dýpra í málin til að geta tekið af- stöðu með eða á móti. UNGLINGAVINNAN: Hvað eru margir unglingar að vinna á vegum Sandgerðisbæj- ar? Það er töluverður fjöldi unglinga sem vinnur hjá Sandgerðisbæ. Því miður virðist erfiðara fyrir krakkana að fá sumarvinnu en oft áður og sem betur fer hefur bærinn getað tekið þau flest í vinnu. Ef allt er talið saman eru það rúmlega 100 ungmenni á aldrinum 13 til 20 ára sem fá sumarvinnu í lengri eða skemmri tíma hjá Sandgerðisbæ. Nú stjórnar þú þessari vinnu. Hvernig er að vinna með krökkunum? Það er náttúmlega alveg ffábært. Það er oft í mörg hom að líta og mikið um að vera, en ég er með ffábært starfsfólk sem sér til þess að allt gangi upp. Unglingar eru ótrúlega skemmtilegir, frjóir og fjörugir. Það vantar svo sannar- lega ekki efniviðinn hér í Sand- gerði. Hvaða verkefni eru þau helst að vinna? Vinnuskólin vinnur mest að hreinsun og hirðingu bæjarfé- lagsins. Eldri krakkamir fást við slátt, málun kantsteina og margt fleira. Síðan erum við með hóp af unglingum fæddum 1986 í mjög skemmtilegu verkefhi sem heitir Land-Nám og er það unnið í samvinnu við Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs. Krakkamir em að platna öjám eftir ákveð- inni aðferðarff æði og verður for- vitnilegt að sjá árangurinn af starfi þeirra eftir nokkur ár. HLJÓMSVEITIN FLUGAN ýmsum hljómsveitum. Forveri Flugunnar var Konukvöl sem var þekkt fyrir einstaklega skemmti- legar uppákomur. Við sem emm elstir í hljómsveitinni vomm með sítt að aftan þegar við byijuðum að spila á hljóðfæri. Hvemig tónlist spilið þið? Það er alltaf erfitt að skilgreina tónlistina sem maður er að búa til. Tónlist Flugunnar er líklega hægt að flokka sem melódískt rokkskotið popp. Hvenær fóruð þið að vinna að þessari plötu sem nú er komin út? Upphafið af plötunni var að vet- urinn 1999-2000 hittumst við strákamir á kvöldin heima hjá mér yfir kaffibolla og höfðum gítarana við höndina. Eftir nokk- uð mörg svoleiðis kvöld sátum við uppi með 20-30 ný ffumsam- in lög sem að vísu vom misjöfh að gæðum. Það var síðan í febr- úar 2001 sem við fórum í stúdíó- ið og tókum upp fyrstu lögin. Síðan höfhm við tekið nokkrar vinnuskorpur og góðar pásur á milli. Síðustu tónamir vom spil- aðir inn núna í vor og eftir standa 10 lög sem koma út á plötunni Háaloftinu. Hann Kiddi upp- tökumaður hefur verið alveg ótrúlega þolinmóður við okkur. Það má heldur ekki gleyma því að elsta plötufyrirtæki landsins, Geimsteinn, gefur plötuna út. Er tónlistarferill kannski í uppsiglingu? Það er ekkert skemmtilegra en að skapa góða tónlist og ég get ekki ímyndað mér lífið án gítarsins. Hins vegar er ég líklega ekki til- búinn til að færa þær fómir sem þarf til að vera atvinnutónlistar- maður á Islandi. Það er samt aldrei að vita. Við munum halda útgáfutónleika í haust. Sá sem trommar hvað mest á plötunni heitir Villi og er mikill snillingur með kjuðana. Því miður fyrir Fluguna er hann staddur í svaðilfor í ffumskógum Suður-Ameríku í sumar, en sleppur vonandi heill heim í haust til að spila með Flugunni. í staðinn fyrir tónleika ætlum við að halda myndarlegt útgáfuteiti fostudaginn 11. júlí á Mamma Mía í Sandgerði og vera á ferð- inni með kassagítarana okkar fram eftir sumri. Hvað ertu búinn að vera lengi í hljómsveitinni Flugunni? Við emm fjórir í Flugunni og höfum starfað saman í þessari mynd síðan 1999. Það erþó mun lengra síðan við fórum að bralla eitthvað saman á tónlistarsviðinu og erum búnir að starfa saman í Fótboltaþjálfun alla daga íSandgerði Það er svo sannarlega mikið að gerast í fótboltanum í Sandgerði um þessar mundir en á hverjum degi standa yfir æfingar hjá krökkum á aldrinum 4 til 14 ára. Elvar Grét- arsson þjálfari segir að krakkarnir séu ánægð með æfingarnar og að margar upprennandi fótboltastjörnur séu í hópnum. “Krakkarnir eru að fá nóg af fótbolta og eru mjög ánægð með þetta. Hópurinn héðan tók þátt í Borgarnesmótinu í fótbolta fyrir stuttu og kom heim með fjóra bikara,” sagði Elvar. VÍKURFRÉTTIR I 28. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN10.JÚLÍ 2003 I9

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.