Víkurfréttir - 17.07.2003, Blaðsíða 4
stuttar
FRÉTTIR
Vopnaðirverðir
gæta Rockville
Sett hefur verið upp
skilli á hliðið við
Rockville þar sem
meðferðarheimilið Byrgið
var áður þar sem fram
kemur að vopnaðir verðir
gæti svæðisins. A skiltinu
stendur:
„Þetta er samningssvæði
Norður-Atlantshafsbanda-
lagsins NATO. Þess er gætt af
vopnuðum vörðum. Ovið-
komandi stranglega bannaður
aðgangur.” Skiltið er nokkuð
komið til aldurs síns og við
hliðið er enga vopnaða verði
að sjá.
Rólegir dagar og
næturhjá lögreglu
Nætur síðustu helgi
hafa verið mjög ró-
legar hjá Lögregl-
unni í Keflavík og sagði
varðstjóri hjá lögreglunni
að honum hefði brugðið
þegar síminn hringdi er
Víkurfréttir leituðu frétta
um atburði aðfaranætur
sunnudags, því síminn hefði
verið hljóður mjög lengi.
Um klukkan 6 á sunnu-
dagsmorgun var einn öku-
maður stöðvaður fyrir utan
veitingastað í Reykjanesbæ
og er hann grunaður um
ölvun við akstur.
Fcrskasta hlaðið á Suðurnesjum í suniar!
Undirbúningur Ljósanætur ífullum gangi
Undirbúningur Ljósanæt-
ur, scm fram fer dagana
3.-6. september, er í full-
um gangi að sögn Steinþórs
Jónssonar formanns undir-
búningsnefndar. Nú er m.a.
frestur útrunninn til að skila
inn lögum í Ljósalagskeppnina
og verið er að ganga frá stað-
festingu á helstu viðburðum
hátíðarinnar.
Alls bárust 84 lög í Ljósa-
lagskeppnina og er Steinþór
ánægður með afraksturinn. „Eg
er bæði ánægður með þann
fjölda laga sem barst inn og hve
mörg þeirra eru mjög góð. Við
berum því miklar væntingar til
lagsins í ár og munum gera allt í
okkar valdi til að þessi tónlistar-
uppákoma takist sem best en nú
er sérstök ástæða til að gera tón-
listinni hátt undir höfði því í ár
verða Hljómar 40 ára eins og all-
ir vita.” Sérstök Ljósalagsnefnd
hefur verið skipuð sem er í nánu
samstarfi við undirbúningsnefnd-
ina. Að sögn Steinþórs er tölu-
verð vinna í kringum þennan við-
burð í ár enda hefúr sú breyting
orðið á að nefndin sér um aðal-
umgjörð keppninnar í stað þess
að fá einn framkvæmdaaðila til
þess eins og gert var í fyrra.
Nefndin mun velja 10 lög úr
þeim sem send voru inn og verða
þau gefin út á geisladisk 20.
ágúst. Fólk getur keypt diskinn
og byrjað að hita upp en lagið
verður valið með viðhöfh laugar-
dagskvöldið 5. september á
stórdansleik í Stapanum og þar
geta gestir tekið þátt í að velja
lagið.
Hvað varðar annan undirbúning
þá segir Steinþór að verið sé að
leita eftir menningar- og íþrótta-
viðburðum þessa daga og er þeg-
ar komin einhver mynd á dag-
skránna. „M.a. er áætluð hnefa-
leikakeppni á fyrsta degi hátíðar-
innar, þ._e. fimmtudeginum, í
Stapa. A föstudagskvöldinu
verður svo áður nefndur
stórdansleikur í Stapa með mat
og öllu tilheyrandi. Hápunkturinn
verður svo að sjálfsögðu á laug-
ardeginum 6. september eins og
fyrri ár en á sunnudeginum munu
svo Keflavík og Njarðvík keppa
sín á milli i knattspymu í fyrstu
deildinni og ætlunin er að byggja
upp stemningu í kringum þennan
leik með Ljósanætur yfirbragði.”
Steinþór segir að á hátíðinni
muni allir geta fundið eitthvað
við sitt hæfi og hvetur bæjarbúa
til að koma með ferkari hug-
myndir um viðburði. Vefur
Ljósanætur hefúr verið uppfærð-
ur og þar er hægt að koma hug-
myndum á framfæri auk þess
sem að spjallþráður verður opn-
aður á síðunni í næstu viku.
1 gegnum árin hafa einhvers kon-
ar framkvæmdir alltaf tengst há-
tíðinni og í þetta sinn mun efri
hluti nýrrar Hafnargötu meðal
annars vera tekinn í notkun á
Ljósanótt. „Þá höfúm við sagt í
gríni að uppfyllingin í Keflavík-
inni sé fyrst og fremst gerð til að
anna mannfjöldanum á hátíðinni
og sé því dýrasta svið sem gert
hefur verið fyrir hátíð sem
þessa!” segir Steinþór.
„I dag erum við m.a. að leita eft-
ir styrkjum ffá fyrirtækjum bæði
með framlögum og með uppá-
komum í sínu fyrirtæki og vil ég
hvetja fyrirtæki til að koma með
hugmyndir um viðburði hjá sér
sem allra fyrst til ljósanefhdar,”
segir Steinþór að lokum.
Hægt er að nálgast allar upplýs-
ingar um hátíðina á heimasíðu
hennar. Slóðin er www.ljosa-
nott.is.
Alltaf glæsileg tilboð á www.samhaefni.is
Efnalaug Suðurnesja flytur á Iðavelli
Efnalaug Suðurnesja er
þessa dagana að flytja
starfsemi sína frá Hafn-
argötu 55 að Iðavöllum 11. Þar
hefur Þvottahúsið Borg verið
til húsa en nú verða bæði efna-
laugin og þvottahúsið á sama
stað. Afgreiðsla efnalaugarinn-
ar verður þó eitthvað áfram á
Hafnargötunni.
Að sögn Brynju, eiganda beggja
fyrirtækjanna, er ástæðan fyrst
og fremst hagræði. „Nú verður
þvottahúsið og efnalaugin á sama
stað þannig að nú getur fólk
mætt með það sem það vill þvo
og hreinsa þangað, sama hvora
þjónustuna það vill þiggja,” segir
hún.
Brynja segir að afgreiðslan verði
smátt og smátt flutt yfir að Iða-
völlum á næstu dögum.
Efnalaug Suðurnesja er að flytja
á Iðavellina í Keflavík.
Víkurfréttaljósmynd: Hallgrímur Indriðason
4
VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!