Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.07.2003, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 17.07.2003, Blaðsíða 12
Víkurfrétlaviðtalið AFREKSFÓLK í SUNDIÚR REYKJANESBÆ Texti og mynd: Hallgrímur Indriðason - hinn 36 ára Eðvarð vann ein gullverðlaun á SMÍ Iþróttabandalag Reykjanesbæjar hafði mikla yfirburði á Sundmeistaramóti ís- lands utanhúss sem fram fór í Hveragerði um síðustu helgi. Hvorki fleiri né færri en 23 gullverðlaun féllu ÍRB í skaut en alls var keppt á 38 greinum á mótinu. ÍRB sigraði því í sex af hverjum tíu greinum mótsins og hlaut auk þess fjölda silfur- og bronsverðlaun eins og sjá má í úrslitadálknum hér til hliðar. Næsta lið á eftir vann aðeins sex gullverðlaun og er það til marks um yfirburði Suðurnesjaliðsins. Eðvarð Þór Eðvarðsson annar þjálfara ÍBR segir að þessir yfir- burðir séu með því mesta sem sést hafi á síðustu árum. „Þetta veit auðvitað á gott fyrir okkur en vonandi verður það líka til þess að hin félögin herði sig. Það er ekkert gaman að vera enda- laust á toppnum og fá enga sam- keppni.” Eðvarð segir krakkana í félaginu ffamsýna og vita hvert þeir stef- na sem sé lykilatriði í svona þol- inmæðisíþrótt. „Stjórnin er líka að vinna vel á bak við tjöldin þannig að starfið er mjög gott á öllum sviðum.” Þó að sigur hafi unnist í svo mörgum greinum voru tímarnir kannski ekki upp á það besta. Iris Edda Heimisdóttir og Örn Amar- son voru ekki að taka mikið á, enda fóru þau strax á mánudags- morguninn til Spánar þar sem þau munu keppa um næstu helgi. Birkir Már Jónsson og Erla Dögg Haraldsdóttir sáu hins vegar að- allega um að safna verðlaunum til síns félags, en þau fengu hvort um sig fjögur gullverðlaun. Það er því ljóst að mikill upp- gangur er í sundinu í IRB. Eð- varð óskar þess þó að fleiri félög blandi sér í toppslaginn. ÍRB og Sundfélag Hafnarfjarðar hafa verið í nokkram sérflokki síðustu árin og vonast hann til að fleiri félög blandi sér í toppslaginn á næstunni. Eðvarð í bikarliðið? Það afrek sem hefur þó vakið mesta athygli á mótinu, og kannski skyggt dálítið á árangur annarra keppenda, er Islands- meistaratitill Eðvarðs sjálfs í 50 m baksundi. „Eg er bara háður vatninu, hvort sem maður horfir ofan i það eða er ofan í því, og hef alltaf synt 3-4 sinnum í viku frá því að ég hætti að æfa. Það þurfti því kannski ekki gríðarlega viðbót til að þessi árangur kæmi í ljós.” Eðvarð keppti síðast í Danmörku fyrir tveimur árum þegar hann varð Norðurlandameistari garpa. „Mér hefur alltaf fundist gríðar- leg gaman að keppa og vil ekki missa af því. Ég reyni því alltaf að keppa reglulega. Það kom mér hins vegar nokkuð á óvart að ég skyldi vinna þetta þó að ég hafi reyndar verið ákveðinn í því þeg- ar ég lagði af stað. Mér finnst gaman að vera á toppnum.” Eðvarð vonar að yngri kynslóðin líti á þetta sem hvatningu um að gera betur. „Það hlýtur að vera hundleiðinlegt að tapa fyrir svona gömlum manni og ég veit að ég myndi ganga grátandi í burtu ef ég myndi tapa fyrir 55 ára gömlum manni. Ég ætla því að vona að þessi yngri skilji tugguna því að þeir eru að leggja meira á sig og eiga að vera undir það búnir að láta til sín taka þeg- ar á reynir. Ég vona því að þetta virki sem jákvæð skilaboð, þ.e. að þetta sé hægt á þessum aldri en að það sé algjörlega óþarfi að hleypa svona gömlum manni framúr sér!” Næst hyggst Eðvarð keppa á Norðurlandsmeistaramóti garpa sem verður haldið hér á landi í október. „Ef vel tekst til þar er vel hugsanlegt að ég reyni að vinna mér sæti í bikarliði ÍRB,” segir Eðvarð að lokum og er greinileg hvergi nærri hættur að keppa. „Það hlýtur að vera hundleiðinlegt að tapa fyrir svona gömlum manni og ég veit að ég myndi ganga grátandi í burtu ef ég myndi tapa fyrir 55 ára gömlum manni. Ég ætla því að vona að þessi yngri skilji tugguna því að þeir eru að leggja meira á sig og eiga að vera undir það búnir að láta til sín taka þegar á reynir“. Karlar: 3. Guðlaugur Már Guðmundsson, 1:05.64 200 m skriðsund: 1. Örn Arnarson, 2:04.98 Konur: 100mflugsund: 1. Erla Dögg Haraldsdóttir, 1:06.92 50mbaksund: 50 m baksund: 1. Eðvarð Þór Eðvarðsson, 29.38 200mflugsund: 400 m skriðsund: 1. Erla Dögg Haraldsdóttir, 33.66 3. Birkir Már Jónsson, B0.62 1. Birkir Már Jónsson, 2:21.41 1. Birkir Már Jónsson, 4:32.55 200mflugsund: 3. Hilmar Pétur Sigurðsson, 2:27.78 2. Hilmar Pétur Sigurðsson, 4:34.39 200 m baksund: 2. Erla Dögg Haraldsdóttir, 2:34.26 100 m baksund: 2. Þóra Björg Sigurþórsdóttir, 1. Birkir Már Jónsson, 1:04,05. 200mfjórsund: 1500 m skriðsund: 2:44.78 50 m skriðsund: 2. Birkir Már Jónsson, 2:24.37 1. Hilmar Pétur Sigurðsson, 17:39.15 ISelma Óskarsdóttir, 33.10 200 m baksund: 50 m bringusund: 1. Örn Arnarson, 2:19.85 400 m fjórsund: 4x200 m skriðsund: 1. fris Edda Heimisdóttir, 35.27 4x200 m skriðsund: 1. Hilmir Pétur Sigurðsson, 5:07.36 1. Svert ÍRB, 8:38.83 3. Erla Dögg Haraldsdóttir, 35.79 2. SveitÍRB, 9:56.38 100mbringusund: 2. Guðni Emilsson, 1:14.73 50 m skriðsund: 4x100 m skriðsund: 100 m bringusund: 4x100 m skriðsund: 1. Guðlaugur Már Guðmundsson, 1. Sveit ÍRB, 3:54.46 1. Iris Edda Heimisdóttir, 1:14.91 3. SveitíRB, 4:31.43 200 m bringusund: 25.25 1. Guðni Emilsson, 2:42.85 3. Birkir Már Jónsson, 25.84 4x100 mfjórsund: 200 m bringusund: 4x100 m fjórsund: ISveitíRB, 4:15.24 1. Erla Dögg Haraldsdóttir, 2:45,58. I.SveitlRB, 4:56.72 50mflugsund: 100 m skriðsund: 2. Helena Osk Ivarsdóttir, 2:50.66. 1. Örn Arnarson, 26.31 1. Örn Arnarson, 52.82 3. Guðlaugur Már Guðmundsson, 50mflugsund: 100mflugsund: 1. Birkir Már Jónsson, 1:00.88 57.18 1. Erla Dögg Haraldsdóttir, 29.84 jn *o JU 12 VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DACLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.