Víkurfréttir - 17.07.2003, Blaðsíða 8
Fyrirtæki til sölu
Til sölu lítið en gott og rótgróið
þjónustufyrirtæki í Keflavík. Þægilegur
og öruggur rekstur sem stendur fyrir 1
starfsmann, gæti einnig fallið vel saman
við annan rekstur.
Góður tækjabúnaður
og glæsileg aðstaða.
Mikil tækifæri fyrir markaðshugsandi og
þjónustuglaða einstaklinga með góða
tölvukunnáttu.
Rekstur til leígu
Rekstur veitingahússins Vör í Grindavík er laus
frá og með I. ágúst 2003.
Um er að ræða allan veitingarekstur í húsinu,
sem er í fullum rekstri í dag og er vel tækjum
búið.
Veítingasalur fyrir 120-1 50 manns.
Upplýsingar á skrifstofu Sjómanna
vélstjórafélagsins í Grindavík
eða í síma 426 8400.
A meðfylgjandi mynd eru (f.v.): Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri, Guðný Húnbogadóttirfyrir Gunnhildi
Þórðardóttur, Lovísa Gunnarsdóttirfyrir Jónínu Helgu Hermannsdóttur, Margrét Aðalsteinsdóttir, Kristján
Guðmundsson og Baldur Guðmundsson, markaðsstjóri.
Námsstyrkir Námsmannaþjónustu
Sparisjóðsins í
Arlegum námsstyrkjum í Námsmannaþjón-
ustu Sparisjóðsins í Keflavík hefur verið
úthlutaö. Eftirtaldir námsmenn fengu
styrk að upphæð kr. 125.000 í ár:
Gunnhildur Þórðardóttir en hún lauk B.A. gráðu í
listfræði frá Listháskólanum í Cambridge, Jónína
Helga Hermannsdóttir, sem lauk Kandídatsprófi í
Afbrotafræði frá Háskólanum í Osló, Kristján Guð-
mundsson sem útskrifaðist með B.S. gráðu í véla-
og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Islands og Margrét
Aðalsteinsdóttir en hún útskrifaðist með B.S. gráðu
í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Is-
lands.
Dómnefndin sem sá um valið á styrkþegum er skip-
uð eftirtöldum aðilum:
Ólafur Ambjömsson, skólameistari Fjölbrautaskóla
Suðurnesja, formaður dómnefndar, Skúli Thorodd-
Keflavík veittir
sen, forstöðumaður Miðstöðvar símenntunar á Suð-
urnesjum og Aðalheiður Héðinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Kaffitárs.
I gegnum tíðina hefur Sparisjóðurinn í Keflavík
stutt við bakið á námsfólki frá Suðumesjum með
ýmsum hætti og eru styrkveitingarnar hluti af
Námsmannaþjónustu Sparisjóðsins. Hjá Spari-
sjóðnum stendur námsmönnum til boða margvisleg
fjármálaþjónusta og má þar m.a. nefna hagstæð lán
til námsmanna vegna tölvukaupa og bókastyrki
sem úthlutaðir eru til 25 námsmanna í byrjun hverr-
ar skólaannar.
Sparisjóðurinn í Keflavík hefur ætíð styrkt íþrótta-
og menningarstarf á starfssvæði sínu og em náms-
styrkimir mikilvægur hluti af því starfi. Námsstyrk-
ir liafa nú verið veittir þrettán ár í röð og hafa sam-
tals 49 námsmenn fengið styrki.
Vikurtréttaljösmynd:Johannes Kr. Kristjánsson
Á myndinni má sjá hóp vinnuskólakrakka sem voru að vinnu við Hringbrautina í Keflavík.
Hressir krakkar í unglingavinnunni
Sumarið er svo sannarlega tíminn þegar íbúar hinna ýmsu bæjarfélaga verða varir við unglinga skreyta garða, sópa götur,
þökuleggja og dytta að ýmsu til að fegra bæjarfélagið. I Reykjanesbæ eru nú um 420 unglingar að vinna í Vinnuskóla bæj-
arins og að sögn Ragnars Arnar Péturssonar yfirmanns Vinnuskólans hefur starfið gengið vel í sumar. „Helstu framkvæmd-
ir sem unnið hefur verið að eru tyrfingar víða um bæjarfélagið, sláttur, rakstur og almenn hverfahreinsun.
Við höfum verið heppin með veður frá því við byrjuðum og vonandi verður það ágætt þar til síðasti dagur vinnuskólans
verður 8. ágúst,” sagði Ragnar Örn í samtali við Víkurfréttir.
8
VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I wmm.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!