Víkurfréttir - 17.07.2003, Blaðsíða 10
4myÍͧ.3.WJJ.íjjjJj}±
Keflvískt
þjóðhátíðarlag
Gunnar Ingi Guð-
mundsson samdi þjóð-
hátíðarlagVest-
mannaeyja fyrir árið 2003 og
skipar sér þar með á bekk
með ýmsum þjóðþekktum
cinstaklingum í gegnum tíð-
ina. Gunnar Ingi er 24 ára
Keflvíkingur og hefur komið
að tóniist töluvert lengi, en
Gunnar var í hljómsveitinni
Topaz sem var starfandi frá
1999 til 2002. Vinur Gunnars,
Eliert Rúnarsson úr Keflavík
sem starfar sem margmiðl-
unarfræðingur í Danmörku
samdi texta fagsins sem heitir
„Draumur um þjóðhátíð”.
Gunnar Ingi segir að hann
hafi rekist á auglýsingu í
Morgunblaðinu þar sem aug-
lýst var eftir lögum í sam-
keppni um Þjóðhátíðariag
Vestmannaeyja.
í kjölfarið settist Gunnar niður
og samdi lagið. „Þegar ég var
búinn að semja lagið hafði ég
samband við Ellert í Dan-
mörku og spilaði lagið fyrir
harrn í gegnum síma. Ellert
hefúr stúdíó aðstöðu þama úti
og hann fór í að skrifa texta og
taka lagið upp. Hann sendi síð-
an lagið í keppnina.”
Lagið sigraði keppnina, en 12
manna dómnefhd valdi úr inn-
sendum lögum sem vom alls
23 talsins. Gunnar segir að þeir
hafi vitað að þeir væm með
nokkuð sterkt lag og vom
nokkuð sigurvissir. „Það var
haft samband við mig og mér
tilkynnt að lagið hefði unnið.
Eg var að sjálfsögðu mjög
ánægður með sigurinn,” segir
Gunnar.
Lagið „Draumur um þjóðhá-
tíð” hljómar nú á öldum ljós-
vakans og er mikið spilað. Lag-
ið er flutt af Skítamóral og seg-
ir Gunnar að hann sé ánægður
með útkomuna. „Eg útsetti lag-
ið sjálfur og er mjög ánægður.”
Gunnar segir að stefhan sé tek-
in í áffamhaldandi rafbassanám
í tónlistarskóla FÍH. „Ég hef
mikinn áhuga á því að koma að
tónsmíðum í framtíðinni og set
stefhuna þangað,” segir Gunn-
ar, en hann semur talsvert af
lögum og segist eiga 30 lög á
lager. Aðspurður hvort Gunnar
ætli á þjóðhátíð segist hann
ekki komast. „Hvorki ég né
Ellert komumst á þjóðhátíð,
enda er nóg fyrir mig að heyra
lagið í útvarpinu,” segir Gunnar
að lokum.
Skemmtiieg viðbót við heilsuiindina Bláa
lónið hefur verið tekin í notkun. Viðbótin
felst í fossi, eimbaði, gufubaði og sérhönn-
uðu svæði fyrir nudd- og líkamsmeðferðir og
hafa viðbæturnar hlotið góðar viðtökur mcðal
gesta heiisuiindarinnar.
Tveggja metra hár foss sem í rennur Bláa lóns vatn
setur skemmtilegan svip á svæðið.
Gestir geta staðið undir fossinum og upplifað end-
umærandi vatnsnudd. Samspil hrauns, kísils og lóns
myndar heillandi umgjörð um eimbaðið enda
minna veggimir á kísil og blátt lónið rennur inn í
það. Gufa eimbaðsins er sölt og fyrir vikið verður
öndun léttari inni í eimbaðinu. Auðvelt er að njóta
útsýnis yfir lónið úr gufubaði en framhlið þess er að
mestu leyti úr gleri. Þá geta gestir kælt sig með því
að ganga í gegnum léttan vatnsúða.
Að bera á sig hvítan kísil er fyrir marga ómissandi
hluti af heimsókn í Bláa lónið. Kislinum hefur verið
komið fyrir í sérhönnuðum trékössum sem staðsétt-
ir eru við lónið og hefur aðgengi að kíslinum því
verið auðveldað.
Sigríður Sigþórsdóttir, VA Arkitektum ehf, er aðal-
hönnuður aðstöðunnar, en hún er einnig aðalhönn-
uður heilsulindarinnar.
Skemmtileg viðbót við heilsulindina Bláa lónið hefur verið tekin í notkun. Viðbótin
felst í fossi, eimbaði, gufubaði og sérhönnuðu svæði fyrir nudd- og líkamsmeðferðir
og hafa viðbæturnar hlotið góðar viðtökur meðal gesta heilsulindarinnar.
Þessir drengir tóku þátt í Búnaðarbanka/Lotto-móti 7. flokks karla 11.-13. júli á Akranesi. Þeir unnu til verðlauna og
voru félaginu í alla staði til sóma. Bestu þakkir til allra þeirra sem studdu okkur en m.a voru það SPKEF, Nesprýði,
Toyota-salurinn, Hertz ofl. Foreldraráð 7.flokks Keflavíkur.
10
VÍKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!