Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.07.2003, Page 13

Víkurfréttir - 17.07.2003, Page 13
Áhugaverður fundur um Hafnargötuna: Mikill áhugi á frekara átaki við götuna! - víðtæk miðbæjarsamtök að verða til Undirbúningsfundur fyrir stofnun miðbæjarsam- taka í Reykjanesbse var haldinn á mánudagskvöld. Fundurinn, sem fór fram á Ránni, var vel sóttur og áhuga- verður. Árni Sigfússon, bæjar- stjóri, kynnti yfirstandandi umhverfisframkvæmdir fyrir fundarmönnum. Lokið verður við endurbyggingu Hafnargöt- unnar frá DIJUS húsum og upp að Faxabraut fyrir Ijósa- nótt á næsta ári en í ár verður lokið við götuna frá DUUS húsum og að Tjarnargötu að gatnamótunum þar meðtöld- um. Rúnar Hannah fór fyrir hópi kaupmanna sem eru í undirbún- ingsnefnd þess sem menn kalla í dag miðbæjarsamtök en félags- skapurinn er í mótun en fram eru komnar hugmyndir um að sam- Ólafur Halldórsson, grafískur hönnuður, kastaði fram hugmynd um skrautleg og litskrúðug torg. Þau fengu góðan hljómgrunn. tökin verði fyrir verslun og þjón- ustu frá Fitjum og að Gróf. Á Fitjum hefur verið mikil upp- bygging í þjónustu og þar er fyr- irhugað að reisa sýningarskála fyrir Islending en það er vilji bæjaryfirvalda að Hafnargatan og Njarðarbrautin séu hugsaðar sem ein þjónustulína og aðilar í verslun og þjónustu á þessu svæði hafi gott samráð. Miklar umræður urðu um það hvemig aðilar í verslun og þjón- ustu myndu taka á málum eins og málningarvinnu og annarri snyrt- ingu í kjölfar umhverfisátaks bæjarins. Málarar og annað fag- fólk, s.s. arkitektar, vom skipaðir í nefnd á fundinum til að vinna að tillögum um samræmt litaval fyrir byggingar við götuna. Einnig vom fundarmenn beðnir um afstöðu til lita á ljósakúplum á nýjum ljósastaumm við götuna. Fram komu skemmtilegar hug- myndir um að skapa listaverk í götuna með mislitum hellum og vísað til mynda úr bók frá Barcelona á Spáni. Þá var sagt frá hugmynd um bæjarlæk við Hafhargötuna, kastað fram hug- myndum um skúlptúra og sam- ræmdara merkingar á verslanir og þjónustufyrirtæki. Áhugahópurinn um miðbæjar- samtökin kemur saman á mánu- dagskvöldum á Ránni kl. 20 og eru allir áhugamenn um málefhi Hafnargötunnar og næsta ná- grennis velkomnir. Formlegur stofnfundur verður síðan 18. ágúst. Hann verður kynntur nán- ar síðar. Efnalaug Suðurnesja Iðavellir llb • 230 Keflavík • Sími 4211584 Móttaka verður áfram að Hafnargötu 55b um að Iðavöllum llb (beint á móti Dósaseli) ViKURFRÉTTIR I 29. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN17.JÚLÍ 2003 113

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.