Víkurfréttir - 17.07.2003, Blaðsíða 15
84 lög bárust í Sönglaga-
keppni Ljósanætur 2003
Alls bárust 84 lög í söng-
lagasamkeppni Reykja-
nesbæjar - Ljósanótt
2003 en á fimmtudaginn var
skrifað undir samning um
framkvæmd kcppninnar sem
verður í höndum Stefáns Hjör-
leifssonar og Jóns Ólafssonar
líkt og síðasta ár.
Dómnefed hefer nú valið tíu
bestu lögin sem síðan verða út-
sett og komið á geisladisk en
hana skipa Stefán Hjörleifsson,
Jón Ólafsson, Guðbrandur Ein-
arsson, Baldur Guðmundsson,
Valgerður Guðmundsdóttir, Iris
Jónsdóttir, Ámi Hinrik Hjartar-
son og Ragnar Öm Pétursson.
Ljósanæturdiskinum verður
dreift fyrir lokakvöldið sem hald-
ið verður í Stapa fostudaginn 5.
september og gefst fólki því
kostur á að meta lögin og taka
svo þátt í aðalkosningunni sem
verður þá um kvöldið.
Ný dómneftd verður skipuð fyrir
úrslitakvöldið.
Fyrstu verðlaun fyrir Ljósanætur-
lagið eru kr. 400.000,2. verðlaun
kr. 150.000 og 3. verðlaun kr.
100.000.
Nánari upplýsingar um
Ljósanæturlagið verða á
www.ljosanott.is og tonlist.is.
0MOVE • HYDRA-MOVE • Wimhl
CREME
Di
íor
DÍOr kynning
Komdu ÍApótek Keflavíkur föstudaginn 18. júlíkl. 13.00-18.00.
Kynnum ný andlitskrem, sólvörur og flotta sumarliti.
Dior ráðgjafi á staðnum!
Glæsilegur kaupauki
fylgir ef verslað er fyrir
kr. 3.900,- og yfir.
VLyf&heilsa
A P Ó T E K
Hemmi og Maggi umhverfis jörðina: www.vf.is/heimsreisa
REYKJANESBÆR
Tjarnargötu 12 • Póstfang 230 • S: 421 6700 * Fax: 421 4667 * reykjanesbaer@reykjanesbaer.is
REYKJANESBÆR AUGLÝSIR FJÖGUR NÝ STÖRF LAUS TIL UMSÓKNAR
UMSJÓNARMENN FRÍSTUNDASKÓLA/HEILSDAGSSKÓLA
Reykjanesbær mun hefja rekstur Frístundaskóla
fyrir börn í 1.-4. bekk, í öllum fjórum
grunnskólum bæjarins í haust. Verkefnið er
unnið samkvæmt markmiðum Reykjanesbæjar
um heilsdagsskóla þar sem grunnskólabörnum
skulu bjóðast fjölþætt áhugaverð verkefni, fþróttir
og frístundastarf í kjölfar hefðbundins skóladags.
Markmíðið er að sem flest börn hafi lokið
starfsdegi sínum á sama tíma og hefðbundnum
vinnudegi foreldra lýkur.
Frístundaskólinn mun því bjóða fjölbreytt starf,
á sviði fræðslu, lista og íþrótta til kl. 17 á daginn,
auk þess að veita börnum athvarf sem þess
óska, þegar hefðbundnum skóladegi 6-9 ára
barna iýkur. Fyrirhugað er að Frístundaskólinn
taki til starfa þann 15. september nk.
Menningar- íþrótta og tómstundasvið hefur
yfirumsjón með rekstri Frístundaskólans, en
daglegur rekstur, faglegt starf og stjórnun
starfsmanna er í höndum umsjónarmanns.
Verkefnið verður unnið í góðu samráði við
skólastjórnendur og Fræðsluskrifstofu.
Um er að ræða fjórar heilar stöður
umsjónarmanna, eina í hverjum grunnskóla, og
tilheyra um 40% starfsins umsjón og
undirbúningi verkefna og 60% beinu
leiðbeinendastarfi í tómstundaskólanum, t.d.
í íþróttum, fræðslu eða listum.
Umsjónarmenn skulu hafa uppeldismenntun
eða menntun á sviði tómstundamála og/eða
fjölbreytta reynslu af starfi með börnum.
Flugmyndaauðgi, stjórnunar- og
skipulagshæfileiki, metnaður og samskiptahæfni
eru lykilþættir til árangurs í þessum störfum
auk áhuga á að efla þjónustu Reykjanesbæjar
við bæjarbúa á þessu sviði. Æskilegt er að
umsækjendur geti hafið störf 1. ágúst nk.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi
Starfsmannafélags Suðurnesja eða viðkomandi
stéttarfélags og Launanefndar sveitarfélaga.
Umsóknir skulu berast starfsmannaþjónustu
Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 230
Reykjanesbæ, fyrir 30. júlí nk. merktar
,,Frístundaskóli."Einnig er hægt að senda inn
rafrænar umsóknir á vef Reykjanesbæjar,
reykjanesbaer.is.
Nánari upplýsingar veita Ragnar Örn Pétursson
forvarnar-og æskulýðsfulltrúi í síma 421 6752
og Helga Jóhanna Oddsdóttir starfsþróunarstjóri
í síma 421 6700.
Farið verður með allar umsóknir sem
trúnaðarmál og þeim svarað eftir að ráðið hefur
verið í stöðurnar.
Starfsþróunarstjóri
inningar-, íþrótta- og tómstundasvið
reykjanesbaer. is
VÍKURFRÉTTIR I 29. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN17. JÚLi 2003 115