Fréttablaðið - 20.01.2017, Page 6

Fréttablaðið - 20.01.2017, Page 6
Minnast skírnar Krists með ísbaði Ungur rússneskur drengur baðaði sig í ísköldu vatni í gær í Kholmy-þorpi í Rússlandi. Meðlimir rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar baða sig með þessum hætti til þess að minnast skírnar Jesú Krists og á athöfnin að líkja eftir því þegar Jesús var skírður í ánni Jórdan. nordicphotos/Getty Öryggismál Neyðarlínan er með sex eftirlitsmyndavélar í geymslu sem beðið er eftir að verði settar upp miðsvæðis í Reykjavík. Þetta segir Þórhallur Ólafsson, forstjóri Neyðar­ línunnar, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að vélarnar verði settar upp á næstu mánuðum og nú liggi fyrir tillögur um átta nýja staði. Samkvæmt sam komu lagi um rekst ur og viðhald eft ir lits mynda vél a milli lög reglu stjór ans á höfuðborg ar­ svæðinu, Neyðarlín unn ar og Reykja­ vík ur borg ar tekur Reykja vík ur borg að sér að kaupa eftirlitsmynda vél­ ar, Neyðarlína sér um upp setn ingu, viðhald þeirra og flutn ing merk is og lög regl an sér um enda búnað vegna viðtöku merk is, vökt un og viðbragð. Þórhallur segir að það sé lögregl­ unnar að ákveða hvar vélarnar átta verða settar upp og Neyðarlínan bregðist við því. „Það er verið að fara yfir stöðuna, hvar fæst leyfi til að setja upp,“ segir Þórhallur. Í Fréttablaðinu í gær var sagt að eftirlitsmyndavélar hafi verið settar upp árið 1997. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglu­ manna, sagði að fjárhagsstaða lög­ reglunnar væri slík að hann teldi úti­ lokað að vélum hefði verið bætt við frá þeim tíma eða þær endurnýjaðar. Þetta kemur ekki heim og saman við fréttaflutning frá árinu 2012 af kaupum á nýjum myndavélum á þeim tíma. Þórhallur segir að í mið­ bænum séu núna nítján myndavélar. Tíu frá árinu 2012 og níu vélar sem eru tveggja ára gamlar eða yngri. „Og nú eru uppi hugmyndir um að fjölga þessu verulega og breyta um aðferða­ fræði. Myndavélar af fullkomnustu gerð kosta ekki mikið. Þessi mynda­ vélavæðing í símum hefur alveg gjör­ breytt þessu landslagi, þróunin hefur verið mjög hröð,“ segir hann. Þórhallur segir aftur á móti að viðhorf fólks hafi löngum verið nei­ kvætt gagnvart eftirlitsmyndavélum og það hafi gert það erfiðara að koma myndavélunum fyrir. Viðhorfið sé hins vegar að breytast. „Það er himinn og haf á milli þess sem var fyrir fimm árum og núna,“ segir hann. jonhakon@frettabladid.is Gjörbreytt viðhorf til eftirlitsmyndavéla Sex myndavélar bíða þess að verða settar upp í miðborg Reykjavíkur. Tortryggni sem hefur ríkt í samfélaginu gagnvart myndavélum er á undanhaldi. Nítján myndavélar eru núna í miðbænum. Neyðarlínan segir þær elstu vera frá 2012. ein af nítján öryggismyndavélum í bænum er framan á center hotels. Beðið er eftir því að hægt sé að setja fleiri myndavélar upp. FréttaBlaðið/Vilhelm Þessi myndavéla- væðing í símum hefur alveg gjörbreytt þessu landslagi, þróunin hefur verið mjög hröð. Þórhallur Ólafs- son, forstjóri Neyðarlínunnar INNKÖLLUN HLUTABRÉFA Stjórn Gámaþjónustunnar hf., kt. 410283-0349, hefur ákveðið að hlutabréf í félaginu verði tekin til rafrænnar skráningar í kerfi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf. Rafræn skráning tekur gildi 30. apríl 2017, kl. 9:00 árdegis. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í félaginu í samræmi ákvæði laga um rafræna eignaskráningu verð- bréfa. Öll hlutabréf í félaginu verða tekin til rafrænnar skráningar. Hlutabréfin eru öll í einum flokki, gefin út á nafn og kennitölu hluthafa. Við rafræna útgáfu hlutabréfanna er nafnverð hluta ákveðið ein króna eða margfeldi þar af. Greiði Gámaþjónustan hf. arð á komandi árum verður það gert í gegnum kerfi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf. Hér með er skorað á alla eigendur framangreindra hlutabréfa, sem telja nokkurn vafa leika á að eignahald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Gámaþjónustunnar hf., að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til Bernharðs Hreinssonar, skrifstofustjóra félagsins á skrifstofu félagsins að Berghellu 1, Hafnarfirði eða með tölvupósti á netfangið bernhard@ gamar.is. Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu innan þriggja mánaða frá síðari birtingu innköllunar þessarar. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til framan- greindra hlutabréfa, svo sem veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, sem gert hefur aðildarsamning við Nasdaq verðbréfamiðstöð hf., innan þriggja mánaða frá síðari birtingu innköllunar þessarar. Að lokinni rafrænni skráningu geta hluthafar falið reikningsstofnun umsjón með eignarhlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína, svo sem vegna sölu eða skipta. Hluthafar munu fá sendar tilkynningar og reikningsyfirlit í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 397/2000. Hluthöfum félagsins verður send skrifleg tilkynning þar sem framan- greint er kynnt. Stjórn Gámaþjónustunnar hf. Kjaramál „Við erum ekkert sérlega bjartsýn á að það takist að semja áður en það kemur til verkfallsaðgerða,“ segir Sturla Óskar Bragason, vara­ formaður Flugfreyjufélags Íslands. Félagar í Flugfreyjufélagi Íslands sam­ þykktu á miðvikudag að boða til verk­ fallsaðgerða ef ekki takist að semja á næstum dögum í kjaradeilu flugfreyja við Flugfélag Íslands. Um 70 prósent greiddu atkvæði með aðgerðinni en rúm 25 prósent gegn henni. Flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands hafa staðið í kjaradeilu síðan á gamlárs dag 2015. Í tvígang hafa samningar náðst en báðir voru felldir í atkvæðagreiðslu. Flugfreyjur hafa því verið samningslausar í rúmt ár. Náist ekki að semja á næstu dögum mun þriggja daga verkfall hefjast að morgni laugardagsins 27. janúar. Þá er gert ráð fyrir ótímabundnu verkfalli frá morgni sjötta febrúar. Verkfallið hefur í för með sér að allt innanlandsflug Flugfélags Íslands fellur niður ásamt flugi félagsins til Skotlands og Grænlands. Samninganefndir Flugfreyjufélags­ ins og Flugfélags Íslands munu funda í dag hjá ríkissáttasemjara. – þh Verkfall í háloftunum Flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands hafa boðað til verkfallsaðgerða sem hefjast þann 27. janúar. FréttaBlaðið/GVa 2 0 . j a n ú a r 2 0 1 7 F Ö s T U D a g U r6 F r é T T i r ∙ F r é T T a B l a ð i ð 2 0 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :3 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 0 0 -4 4 3 0 1 C 0 0 -4 2 F 4 1 C 0 0 -4 1 B 8 1 C 0 0 -4 0 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.