Fréttablaðið - 20.01.2017, Page 10

Fréttablaðið - 20.01.2017, Page 10
ÍtalÍa Björgunarfólk telur allt að þrjátíu og fimm sé saknað á Rigo­ piano­hótelinu í Abruzzo­héraði Ítalíu. Snjóflóð féll á hótelið í fyrri­ nótt og er það talið hafa orsakast af jarðskjálfta. Unnið var hörðum höndum að því að grafa niður að hótelinu en erfiðar aðstæður hafa torveldað verkið. Til að mynda eru vegir í kringum hótelið lokaðir vegna flóðsins og hefur björgunarfólk komist að hótelinu meðal annars á gönguskíðum. Heimildarmenn BBC úr röðum björgunarmanna sögðu í gær að þrír hefðu fundist látnir í snjónum en tveir á lífi. Flestir séu þó enn ófundnir. Að sögn heimildarmanns voru líklega margir látnir á hótelinu í gær. Þegar snjóflóðið skall á hótelinu hrundi þak þess. Talið er að tutt­ ugu ferðamenn hið minnsta og sjö starfsmenn hafi verið inni á hótel­ inu þegar þakið hrundi. Hringt var í hótelið og ferðamenn í gærmorgun en enginn svaraði í símann. „Það hafa margir farist,“ sagði Antonio Crocetta, svæðisstjóri björgunarsveitarinnar á svæðinu, við ítölsku fréttastofuna Corriere della Sera. Á meðal hótelgesta voru nokkur börn. Fjölmiðlar á Ítalíu greina frá því að nokkur eða öll þeirra hafi trú­ lega farist í hamförunum. Annar þeirra sem fundust á lífi, Giampaolo Parete, sagði í samtali við fjölmiðla að hann hafi ætlað út í bíl að sækja eitthvað skömmu áður en flóðið skall á. „Ég var á kafi í snjó en náði að grafa mig upp. Bíllinn var ekki á kafi og ég beið eftir björgunarfólki,“ sagði Parete við fréttastofu Ansa. Hann bætti því við að kona hans og tvö börn væru inni á hótelinu. Mikið hefur snjóað í Abruzzo og nærliggjandi héruðum, Marche og Lazio, undanfarna daga. Einn hefur fundist látinn í Lazio í vikunni og þá er annars saknað. Snjóflóðið og jarðskjálftarnir hafa valdið því að rafmagnslínur hafa skemmst víða í héraðinu og eru mörg þorp í héraðinu án rafmagns. Tíðir jarðskjálftar hafa riðið yfir Mið­Ítalíu undanfarna mánuði. Í október reið jarðskjálfti yfir svæðið en engan sakaði þar sem flestir náðu að koma sér í skjól. Jarðskjálftinn mældist 6,6 stig á Richter og var sá stærsti í 36 ár. Í ágúst síðastliðnum fórust hins vegar 298 manns í öfl­ ugum skjálfta. thorgnyr@frettabladid.is Mikið mannfall í skíðaparadís Snjóflóð féll á Rigopiano-hótelið á Ítalíu. Þrír hafa fundist látinn og tveir á lífi. Allt að þrjátíu og fimm er enn saknað. BBC greinir frá því að margir á hótelinu kunni að hafa farist í hamförunum í Abruzzo-héraðinu. Mynd frá slökkviliði sem sýnir hótelið úr lofti. Nordicphotos/AFp Á meðal hótelgesta voru nokkur börn. Fjölmiðlar á Ítalíu greina frá því að nokkur eða öll þeirra hafi trúlega farist í hamförunum. KATLA MANAGER SELECTION Investment Company with Variable Capital governed by Luxembourg law 9, boulevard Prince Henri, L-1724 Luxembourg R.C.S. Luxembourg B 72.942 CONVENING NOTICE The Board of Directors is pleased to convene the shareholders of KATLA MANAGER SELECTION (the “SICAV”) to attend an extraordinary general meeting to be held at the registered office of the SICAV on 7 February 2017 at 11.30 a.m. (the “Meeting”) with the following agenda: 1. Approve the documents related to the merger of the sub-fund KATLA MANAGER SELECTION – GLOBAL EQUITY into the sub-fund KATLA FUND – GLOBAL VALUE according to article 1 (20) a) of the law of 17 December 2010 as amended (the “2010 Law”); 2. Fix the effective date of the merger on 15 February 2017, according to the 2010 Law; 3. Declare the dissolution of the SICAV with effect on 15 February 2017 by virtue of the merger by absorption of the remaining sub-funds of the SICAV. Shareholders are advised that a quorum of fifty percent of the share capital of the SICAV is required for the Meeting and that decisions will be taken by a majority of two thirds of the votes cast. Proxies are available free of charge at the registered office of the SICAV. Shareholders who wish to attend the Meeting must inform the Board of Directors at least five calendar days prior to the Meeting. Shareholders may consult the documents of the merger with the registered office of the SICAV. The Board of Directors Þýskaland Stjórnlagadómstóll Þýskalands hefur hafnað því að banna flokk þýskra þjóðernissinna, NPD. Þýsku sambandslöndin fóru fram á að flokkurinn yrði bannaður þar sem stefna hans og starfsemi bryti gegn 21. grein þýsku stjórnarskrár­ innar. Samkvæmt þeirri grein má banna starfsemi stjórnmálaflokka ef stefna þeirra og starfsemi beinist gegn lýðræðislegu stjórnskipulagi Þýskalands. Stjórnlagadómstóllinn, sem hefur meðal annars það hlutverk að stað­ festa slíkt bann, kvað upp sinn úrskurð í gærmorgun. Í úrskurð­ inum segir að flokkurinn hafi vissu­ lega stefnu sem vinni gegn lýð­ ræðisskipulagi landsins. Hann vilji beinlínis kollvarpa núverandi stjórn­ skipan til að geta komið í staðinn á einhvers konar alræði byggðu á þjóð­ ernishugmyndum. Hins vegar sé ekki sjáanlegt að flokkurinn hafi, í það minnsta ekki sem stendur, neina möguleika á því að hrinda þessari andlýðræðisstefnu sinni í framkvæmd. Þess vegna sé engin þörf á því að banna flokkinn. NPD, eða Nationaldemokratische Partei Deutschlands, hefur starfað síðan 1964 og var um tíma nokkuð öflugur en á síðustu árum hefur kvarnast verulega úr flokknum. Fylgið hefur í staðinn leitað yfir í AfD­flokkinn sem hefur bæði nærst á og alið á ótta við flóttafólk og and­ stöðu við Evrópusambandið. – gb Þýski NPD-flokkurinn ekki bannaður BandarÍkin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sver embættiseið klukkan fimm að íslenskum tíma í dag. Stuttu áður sver Mike Pence embættiseið varaforseta. Athöfnin fer fram á tröppum þinghússins í Washington, höfuð­ borg Bandaríkjanna. Forseti hæsta­ réttar, John Roberts, mun setja Trump og Pence í embætti. Því næst munu fráfarandi forseta­ hjónin, Barack og Michelle Obama, yfirgefa svæðið í þyrlu. Trump heldur því næst innsetningarræðu sína og hlýðir á tónlist. Um kvöldið verða svo fjölmargar veislur. Obama, sem hefur gegnt embætt­ inu í átta ár, hélt sinn síðasta blaða­ mannafund í gær. Þar stiklaði hann á stóru og óskaði forsetahjónunum fyrrverandi, George H. W. Bush og Barböru Bush, skjóts bata en þau voru lögð inn á spítala í vikunni. „Ég hef notið þess að vinna með ykkur. Það þýðir þó ekki að ég hafi notið hverrar einustu fréttar sem þið hafið flutt en það er eðli fjöl­ miðla. Þið eigið ekki að vera aðdá­ endur heldur gagnrýnendur. Þið eigið að spyrja krefjandi spurninga,“ sagði Obama við blaðamenn. Aðspurður um framtíð Banda­ ríkjanna undir stjórn Trumps sagði Obama: „Ég held að þetta verði allt í lagi.“ Rík hefð er fyrir því að fyrrverandi forsetar skipti sér ekki af verkum eftirmanna sinna. Obama sagðist þó tjá sig ef hann teldi grunngildum Bandaríkjanna ógnað. – þea Síðasti dagur Baracks Obama í embætti obama á sínum síðasta blaðamannafundi sem forseti. Nordicphotos/AFp Abruzzi héraðið l Í héraðinu búa rúmlega 1,3 milljónir manna. l Héraðið teygir sig frá Apennína- fjöllum að Adríahafi. l Í héraðinu má finna um 75 prósent af þeim lífverum sem þrífast í Evrópu. l Syðsta jökul Evrópu, Calderone, er að finna í héraðinu. dómsmál Fyrrverandi forstjóri SPRON og fjórir fyrrverandi stjórn­ armenn sparisjóðsins voru sýkn­ aðir í Hæstarétti í gær af ákæru um umboðssvik. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms. Guðmundur Hauksson, fyrr­ verandi sparisjóðsstjóri SPRON, og fyrrverandi stjórnarmennirnir Ari Bergmann Einarsson, Margrét Guðmundsdóttir, Ásgeir Baldurs og Rannveig Rist voru ákærð af sér­ stökum saksóknara fyrir að hafa misnotað umboð sitt með tveggja milljarða króna lánveitingu til eignarhaldsfélagsins Exista þann 30. september 2008. Lánið var veitt daginn eftir að ríkið tilkynnti um yfirtöku á Glitni og sex dögum áður en neyðarlögin voru sett. Saksóknari vildi meina að með lánveitingunni hefðu fimmmenn­ ingarnir farið út fyrir umboð sitt og stefnt fé sparisjóðsins í veru­ lega hættu með því að fara út fyrir heimildir til lánveitinga. Í ákærunni var byggt á því að lánið hefði verið veitt Exista án trygginga og án þess að lagt væri mat á greiðslugetu og eignastöðu félagsins í samræmi við útlánareglur. Taldi saksóknari að um stórfelld brot væri að ræða. Hæstiréttur taldi það ósannað af hálfu ákæruvaldsins að forstjórinn og stjórnarmenn hefðu misnotað aðstöðu sína umrætt sinn og þann­ ig gerst brotleg. Árshlutauppgjör Exista fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2008 hefði legið fyrir á stjórnarfund­ inum þegar lánið var veitt, það verið rætt þar og niðurstaða þess, sem hefði sýnt afar sterka eiginfjárstöðu félagsins með endurfjármögnun tryggða fram í desember 2009, hefði verið meginforsenda lánsins. – þh Hæstiréttur sýknaði alla hæstiréttur sýknaði fimmmennn- ingana af ákærum saksóknara í gær. FréttAblAðið/GVA GamBÍa Senegölsk yfirvöld hafa sent hermenn til Gambíu vegna valdabaráttu milli Adama Barrow, sem var svarinn í embætti forseta Gambíu í síðustu viku, og Yahya Jammeh, fyrrverandi forseta lands­ ins. Jammeh, sem tapaði í kosning­ unum, neitar að gefa eftir forseta­ stólinn. Hann krefst þess að kosið verði á nýjan leik. Leiðtogar vestur­afrískra ríkja hafa hótað því að stigi Jammeh ekki til hliðar muni ríkin fjarlægja hann með valdi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna styður við aðgerðir ríkjanna en hvetur til háttvísrar lausnar. -þh Senda hermenn til Gambíu Fylgið hefur í staðinn leitað yfir í AfD-flokkinn sem hefur bæði nærst á og alið á ótta við flóttafólk 2 0 . j a n ú a r 2 0 1 7 F Ö s t U d a G U r10 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 2 0 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :3 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 0 0 -2 B 8 0 1 C 0 0 -2 A 4 4 1 C 0 0 -2 9 0 8 1 C 0 0 -2 7 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.