Morgunblaðið - 04.07.2016, Side 11
11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2016
flísar fyrir vandláta
PORCELANOSA
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
9,21. Knapi Jakob Svavar Sigurðs-
son.
Hörð keppni var í B-flokknum og
mjótt á munum. Í öðru sæti var
Loki frá Selfossi með 9,18. Árni
Björn Pálsson sat Loka en Loki
vann B-flokkinn á síðasta landsmóti
en knapi hans þá var Sigurður Sig-
urðarson. Í töltkeppninni gerði Árni
Björn Pálsson sér lítið fyrir og vann
töltið á Stormi frá Herríðarhóli með
9,22. Þetta er í annað sinn í röð sem
þetta par vinnur töltið á landsmóti.
Gústaf Ásgeir Hinriksson gerði
sama leikinn, vann ungmennaflokk-
inn annað árið í röð en að þessu
sinni á Pósti frá Litla-Dal. Ung-
lingaflokkinn vann Hafþór Hreiðar
Birgisson á Villimey frá Hafnarfirði.
Góðir tímar voru í kappreiðunum
og fór Konráð Valur Sveinsson á
besta tíma í heimi í 100 metra skeiði
á 7,42 og Bjarni Bjarnason á Heru
frá Þóroddsstöðum setti heims- og
Íslandsmet í 250 metra skeiði á
21,41.
Umferðin gekk vel
Umferðin af svæðinu gekk vonum
framar á laugardagskvödið og í
gær, að sögn Áskels Heiðars Ás-
geirssonar framkvæmdastjóra
landsmóts.
„Ég held að svæðið hafi stimplað
sig vel inn sem frábær staður til að
halda þennan viðburð,“ segir Áskell
Heiðar. Hann segir mótið hafa
gengið mjög vel. „Við höfum lagt
okkur fram um að leysa fljótt öll
þau mál sem hafa komið upp. Það
hefur gengið með góðu skipulagi og
öflugu starfsfólki. Fólk er almennt
mjög jákvætt. Ég hef heyrt fólk
undrast það hversu flott svæðið er.
Það er ekki skrítið því fyrir 10 mán-
uðum var ekki þessi mynd komin á
svæðið,“ segir Áskell Heiðar.
Hann bendir á að hesthúsplássin
og hagarnir hafi verið vel nýtt á
svæðinu og ekki annað að sjá en vel
hafi farið um keppendur og hross.
„Gestirnir hafa líka verið til fyrir-
myndar og gengið mjög vel um.
Þessi gamla mýta um slark á hesta-
mannamótum á ekki við. Fólk var
að skemmta sér en þetta fór allt fal-
lega fram,“ segir hann.
Spurður út í fjöldann segir hann
að vissulega hafi verið vonast eftir
aðeins fleiri gestum, en þar hafi veð-
urspá og EM í fótbolta mögulega
sett strik í reikninginn.
Góður hestakostur
og fyrirtaks svæði
Á áttunda þúsund manns á Landsmóti hestamanna á Hól-
um í Hjaltadal Mótssvæðið „stimplar sig vel inn“
Morgunblaðið/Þórunn
Ræktun Hrossaræktarbúið Varmilækur sýndi afrakstur ræktunar sinnar. Fremst er Valdís Ýr Ólafsdóttir.
Ljósmynd/Guðrún Hulda Pálsdóttir
Barnaflokkur Kristján Árni Birgisson og Sjéns frá Bringu á stökki.
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Á áttunda þúsund manns voru á
Landsmóti hestamanna á Hólum í
Hjaltadal. Flestir gestir voru á
laugardeginum á hápunkti mótsins
þegar A-úrslit fóru fram. Mótinu
lauk formlega á laugardeginum. Í
gær, sunnudag, var svokallaður
dagur fagmennskunnar, fyrirlestrar
og sýnikennsla á Hólum sem var í
höndum reiðkennara og ræktenda.
Þónokkrir mótsgestir tóku þátt í
þeim viðburðum því margir voru
ekki að flýta sér heim og ekki verra
að næla sér í vitneskju frá fagmönn-
um í leiðinni. Hrossaræktarbú í
Skagafirði voru einnig með opið hús
og buðu gestum heim og voru út-
lendingar fjölmennir í þeim hópi.
Mótsgestir á Landsmóti höfðu
orð á því hversu góður hestakost-
urinn var á mótinu í öllum flokkum.
Í þessu samhengi voru t.d. nokkrar
tíur gefnar í kynbótadómi og háar
tölur sáust í gæðingakeppninni.
og B-flokkar voru sterkir og
mjótt var á munum í flestum sæt-
um. Nökkvi frá Syðra-Skörðugili
vann B-flokkinn á landsmóti með
„Í fyrsta lagi þarf maður að hafa of-
boðslega góðan hest og þekkja hann
vel. Ég vissi að ef ég ætlaði að vinna
þetta þyrfti allt að ganga upp. Þetta
voru mjög sterk úrslit með frábær-
um hestum,“ segir Eyrún Ýr Páls-
dóttir, en hún sat Hrannar frá
Flugumýri II sem vann A-flokkinn á
Landsmóti með 9,16 í einkunn. Eftir
bæði forkeppni og milliriðla var
Hrannar efstur og pressan því þó
nokkur á Eyrúnu Ýri að halda for-
ystunni.
„Ég var ekkert stressuð fyrir for-
keppnina en yfirleitt er ég frekar
slök. En í milliriðlunum varð ég allt
í einu mjög stressuð. Fyrst það gekk
upp og ég náði að klára það ákvað
ég að njóta þess og hafa gaman af
þessu. Það var ekkert annað í stöð-
unni,“ segir Eyrún Ýr spurð út í
spennustigið.
Eyrún Ýr er fyrsta konan til að
vinna A-flokk á Landsmóti. „Við
hefðum auðvitað átt að vera búnar
að vinna þennan A-flokk fyrir
löngu,“ segir hún og hlær.
„Það kemur í ljós hvort eigendur
tíma að selja hann,“ segir hún innt
eftir því hvort stefnt sé með Hrann-
ar á heimsmeistaramót í Hollandi á
næsta ári. Hrannar er í eigu fjöl-
skyldu hennar. Eyrún frumtamdi
Hrannar fjögurra vetra gamlan en
hefur verið með hann frá sex vetra
aldri. thorunn@mbl.is
Morgunblaðið/Þórunn
Hestar Eyrún Ýr er fyrst kvenna til að vinna A-flokk á Landsmóti.
Ekkert annað eftir
en að hafa gaman
„Þetta er úrvalshestur með
frábærar gangtegundir,“ segir
Kristján Árni Birgisson um
hestinn Sjens frá Bringu,
spurður út í gæðinginn sem
hann vann barnaflokkinn á
með einkunnina 8,95. Kristján
Árni hefur stundað hesta-
mennsku frá því hann man
eftir sér en meira síðustu
fjögur árin, að eigin sögn.
Kristján Árni er 12 ára gamall
og var eini strákurinn í A-
úrslitunum.
Í öðru sæti var Signý Sól
Snorradóttir, 3. Júlía Kristín
Pálsdóttir, 4. Glódís Líf Gunn-
arsdóttir, 5. Guðný Dís Jóns-
dóttir, 6. Eygló Hildur Ás-
geirsdóttir 7. Védís Huld
Sigurðardóttir 8. Sigrún
Högna Tómasdóttir.
Sjens „úr-
valshestur“
FLOTTUR BARNAFLOKKUR
Landsmót hestamanna á Hólum 2016