Morgunblaðið - 04.07.2016, Síða 14

Morgunblaðið - 04.07.2016, Síða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2016 Fyrirtækjaskattur í Bretlandi gæti lækkað niður fyrir 15% ef hug- myndir George Osborne fjár- málaráðherra verða að veruleika. Í viðtali við Financial Times legg- ur Osborne fram áætlun í fimm lið- um sem miðar að því að laða að fyr- irtæki og fjárfestingu og vega upp á móti þeim óróa og neikvæðni sem gætt hefur eftir að niðurstöður Brexit-kosningarinnar lágu fyrir. Í dag leggja bresk stjórnvöld 20% skatt á hagnað fyrirtækja en ef skattprósentan færi undir 15% yrði það lægra en hjá nokkru öðru leið- andi hagkerfi. Í Mið- og Vestur- Evrópu eru aðeins Írland og Liech- tenstein með lægri skatta, en bæði leggja 12,5% skatt á fyrirtæki. Seg- ir FT að svona mikil lækkun gæti farið illa í fjármálaráðherra ESB, sem vilja ekki hleypa af stað skatta- samkeppni á milli landa Evrópu. Aðrir liðir í áætlun ráðherrans snúa að því að stuðla að aukinni fjárfestingu frá Kína, liðka fyrir lánveitingum, efla fjárfestingar í norðurhluta Bretlands og styrkja tiltrú umheimsins á fjárhag lands- ins. Áður hafði ráðherrann varað við að útganga úr ESB myndi kalla á 30 milljarða punda niðurskurðar- og skattahækkunarpakka en nú hefur hann tekið slík plön út af borðinu af ótta við að þau geti komið mörk- uðum í enn meira uppnám. ai@mbl.is Osborne vill lækka skatta á fyrirtæki AFP Freisting Með lægri sköttum gæti Osborne vegið upp á móti neikvæðum áhrifum Brexit en mögulega styggt fjármálaráðherra ESB-ríkjanna. 4. júlí 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 122.36 122.94 122.65 Sterlingspund 164.66 165.46 165.06 Kanadadalur 94.51 95.07 94.79 Dönsk króna 18.327 18.435 18.381 Norsk króna 14.613 14.699 14.656 Sænsk króna 14.465 14.549 14.507 Svissn. franki 125.3 126.0 125.65 Japanskt jen 1.1886 1.1956 1.1921 SDR 171.03 172.05 171.54 Evra 136.37 137.13 136.75 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 171.3847 Hrávöruverð Gull 1331.75 ($/únsa) Ál 1635.0 ($/tonn) LME Hráolía 50.21 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á in sér vel ef leigjandi er í húsinu sem annars þyrfti að samræma alla sýn- ingartíma með,“ útskýrir hann. „Við sjáum líka fyrir okkur nýja mögu- leika í að geta sýnt íslenskar eignir kaupendum sem búsettir eru erlend- is.“ Nýtt markaðstæki Fasteignasala Reykjavíkur er fyrsta fasteignasalan hér á landi til að nýta 3D Scene og segir Brynjólfur að auk þess að nota tæknina við sölu- störfin vonist fyrirtækið til að geta boðið verslunum, veitingastöðum, listasöfnum, hótelum og ríkisstofnun- um að láta ljósmynda hjá sér rýmin í markaðs- og kynningartilgangi. Spurður um veikleika tækninnar nefnir Brynjólfur að myndavélin vinni best í lokuðum rýmum en henti ekki eins vel fyrir útimyndir. „Við stundum líka þau vinnubrögð að fara vel yfir íbúðirnar áður en byrjað er að mynda og fjarlægja persónulega muni og aðra hluti sem betra er að leyfa ekki hverjum sem er að sjá á netinu, og jafnvel að við sleppum til- teknum herbergjum. Þá gera lögin vitaskuld enn þá kröfu að ekki má selja einstaklingi fasteign nema hann eða umboðsmaður hans hafi skoðað eignina í eigin persónu.“ Brynjólfur segir 3D Scene-mynda- vélina hafa verið stóra fjárfestingu en þrívíddarmyndun sé þó innifalin í 2% sölulaunum fasteignasölunnar. „Þá vorum við að bæta við nýrri þjónustu á slóðinni www.minuta.is, þar sem fólk getur fengið söluverðmat á eign- um á innan við mínútu. Allt eru þetta skref í þá átt að nýta tæknina til að auðvelda fasteignaviðskipti,“ bætir hann við. Geta skoðað hvern krók og kima á tölvuskjánum  Nú má gera nákvæmt tölvumódel af íbúðum og skoða á tölvuskjá eða í sýndar- veruleika  Sparar kaupendum sporin og minnkar umstangið fyrir seljendur Þjónusta Brynjólfur Þorkelsson sýnir sérhæfða myndavélina. Módel Horft ofan á þrívíddarljósmynd af íbúð sem Fasteignasala Reykja- víkur er með til sölu. Fremst á myndinni er stofan og pallurinn er til hægri. VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Fólk getur sett á sig sýndarveru- leikagleraugun og er upplifunin þá al- veg mögnuð; eins og að vera staddur inni í íbúðinni. Við sjáum fyrir okkur að geta boðið upp á þá þjónustu í framtíðinni að væntanlegir fasteigna- kaupendur koma hingað á skrifstof- una til okkar og fá að skoða þær eignir sem þeir hafa áhuga á í sýndarveru- leika.“ Þannig lýsir Brynjólfur Þorkelsson nýjustu þróuninni í sölu fasteigna. Brynjólfur er framkvæmdastjóri Fasteignasölu Reykjavíkur, en þar var nýlega tekin í notkun ný þrívídd- armyndatækni sem býr til mjög ná- kvæma sýndarmynd af eignum til sölu. Hægt er að skoða eignirnar í sýndarveruleika, eins og Brynjólfur lýsir, eða einfaldlega skoða þrívíddar- myndina á tölvuskjá og er upplifunin þá ekki ósvipuð því sem fólk á að venj- ast úr Street View á Google Maps. Tvo tíma að mynda íbúðina „Tæknin er glæný og heitir 3D Scene. Myndavélin er á stærð við símaskrá, hefur að geyma sex linsur og innrauða skynjara sem mæla fjar- lægðir á meðan umhverfið er ljós- myndað. Myndavélin stendur á þrí- fæti, snýst í heilan hring og talar allan tímann við þar til gert spjaldtölvufor- rit. Forritið og myndavélin vinna sam- an og segja til um hvar þarf að stilla myndavélinni upp næst til að halda myndatökunni áfram og þannig má smátt og smátt púsla saman þrívídd- armynd af heilli íbúð.“ Að sögn Brynjólfs þarf smávegis eftirvinnslu til að ganga frá þrívíddar- módelinu og þá tekur lengri tíma að mynda fasteign í þrívídd en með venjulegri myndavél. Segir hann rétt að miða við að fyrir 100 fm íbúð taki ljósmyndunin á bilinu 1,5 til 2 klst. „En með þessu tekst okkur að bæta þjónustuna við viðskiptavinina. Þeir sem koma og líta á íbúðina með eigin augum eru búnir að skoða hana vel í þrívídd og eru reiðubúnir að taka kaupákvörðun af meira öryggi. Fyrir seljandann þýðir tæknin minna um- stang við að taka á móti forvitnum kaupendum. Munar ekki síst um þessa tækni við sölu sumarbústaða og annarra eigna sem kalla á langan akstur, og sömuleiðis kemur þrívídd- ● Stjórnir tveggja stærstu banka Abú Dabí hafa sam- þykkt að sameina bankana. Morgun- blaðið greindi frá því fyrir tveimur vikum að First Gulf Bank og National Bank of Abu Dhabi ættu í samruna- viðræðum. Mark- aðsvirði hins sameinaða banka verður 29 milljarðar dala og verður bankinn sá stærsti í Mið-Austurlöndum, með starf- semi í 19 löndum. Að sögn FT er um að ræða stærsta bankasamruna síðan fjármálakreppan reið yfir árið 2008. Lækkað heimsmarkaðsverð olíu hefur haft neikvæð áhrif á rekstur banka við Persaflóa og miðar samruninn meðal annars að því að ná fram hagræðingu í rekstri og að skera niður útgjaldaliði. Bankinn mun starfa undir nafni National Bank of Abu Dhabi. ai@mbl.is Risabanki verður til í Abú Dabí Útibú National Bank of Abu Dhabi. STUTT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.