Morgunblaðið - 04.07.2016, Side 2
2
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
EM Í FÓTBOLTA KARLA
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2016
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Mikill mannfjöldi safnaðist saman þar sem
leikur Frakklands og Íslands var sýndur á
risaskjá. Um 3.000 manns voru samankomin á
Rútstúni í Kópavogi og annar eins fjöldi kom
saman í Garðalundi á Akranesi. Um 2.000
manns sáu leikinn á Thorsplani í Hafnarfirði
og 700-800 komu saman á Stakkagerðis-túninu
í Vestmannaeyjum. Á Ráðhústorginu á Akur-
eyri var mikill fjöldi. Ekki var talið á Arnarhóli
en þar var mikill mannfjöldi sem og á Ingólfs-
torgi.
Þrátt fyrir grátleg úrslit var fólk glatt og
stolt af sínu landsliði. „Thorsplanið var troðið
af fólki. Við áætlum að hátt í 2.000 manns hafi
verið á svæðinu að fylgjast með strákunum
okkar og stemningin var mjög góð,“ segir Ár-
dís Ármannsdóttir, samskiptastjóri Hafnar-
fjarðarbæjar.
Yndisleg stemning
Hallgrímur Ólafsson, verkefnisstjóri írskra
daga á Akranesi, segir að mikil stemning hafi
verið í Garðalundi þar sem búið var að koma
upp 300 tommu skjá. „Það var alveg pakkað af
fólki. Það búa hérna um 7.000 manns og hér
voru alveg ábyggilega hátt í 3.000 manns. Það
var mikil stemning hérna fyrir leik en hún
dofnaði aðeins þegar á leið fyrri hálfleikinn.
Líklega eins og annars staðar. En það var
mjög gott veður, heitt, logn og yndisleg stemn-
ing.“
Heimurinn þakkaði fyrir
Það voru ekki bara Íslendingar sem hvöttu
íslenska landsliðið áfram því á samfélags-
miðlum fengu bæði Ísland og landsliðið góðar
kveðjur. Stórleikarinn Russell Crowe sendi
hlýjar kveðjur, sparkspekingurinn Gary Line-
ker þakkaði Íslandi fyrir magnaða frammi-
stöðu og svona mætti lengi telja. Verslunar-
keðjan Iceland birti auglýsingu á vef sínum
eftir tapið þar sem allir starfsmenn verslunar-
innar tóku hið eftirminnilega víkingaklapp í
landsliðsbúningi.
Þá bárust fréttir frá Kanada um að íslenska
samfélagið í Gimli hefði tekið sjónvörpin sín og
fært þau út í garð til að horfa á leikinn. Á vefn-
um cbc.ca er rætt við Lúðvík Kristjánsson, for-
stjóra JYSK í Kanada, í tilefni leiksins. For-
eldrar hans eru í heimsókn og í staðinn fyrir að
fara í útsýnisferð bauð fjölskyldan í fótbolta-
partý. „Það er enginn Íslendingur að fara að
missa af þessum leik,“ sagði forstjórinn.
Morgunblaðið/Ófeigur
Fjölmenni Mikill fjöldi safnaðist saman á Arnarhól þar sem gleðin var við völd þrátt fyrir stórt tap. Sömu sögu var að segja úr mörgum öðrum bæjarfélögum.
Glatt á hjalla þrátt fyrir tap
Mikill mannfjöldi við risaskjái sem settir voru upp til að sýna leik Frakklands og Íslands Stemn-
ingin dofnaði aðeins þegar leið á fyrri hálfleikinn Íslendingar í Gimli settu sjónvörpin út í garð
Þeir Davíð Daníelsson, Bjarni Hall-
dórsson og Hlynur Magnússon voru
sáttir í Kópavoginum í gærkvöldi,
þrátt fyrir skellinn. Þeir voru sam-
mála um að Frakkarnir hefðu verið
of stór biti, en ævintýrið myndi lifa.
„Þetta eru frábærar minningar sem
maður fékk. Ég fór út á þrjá leiki
og þetta er alveg ógleymanlegt,“
segir Hlynur. Aðspurðir segjast
þeir vissir um að liðið tryggi sér
sæti á næsta heimsmeistaramóti.
Morgunblaðið/Þórður
Sáttir Félagarnir voru sáttir með árangur-
inn og eru vissir um að þeir komist á HM.
EM-ævintýrið lifir
um ókomin ár
Spurð um líðanina í leikslok svöruðu
þau Vilborg Guðmundsdóttir og Jó-
hann V. Gíslason að annað væri ekki
hægt en að líða vel í sólinni á Rúts-
túni. „Leikurinn hefði reyndar mátt
fara öðruvísi,“ bætti Vilborg við,
þótt ekki væri svekkelsið mikið,
enda hefðu íslensku strákarnir náð
langt. Þótt þau hefðu ekki farið til
Frakklands hefði Vilborg lagt hönd
á plóg og tekið að sér vaktir í vinnu
fyrir Frakklandsfara.
Morgunblaðið/Þórður
Kát Vilborg og Jóhann hefðu viljað önnur
úrslit, en nutu sín vel í sólinni á Rútstúni.
Allir lögðu hönd á
plóg í sigurförinni
Víkingaklappið, sérkenni íslenskra
áhorfenda á EM, stendur upp úr að
mati Arnórs Guðmundssonar. Hann
segir það góða „kurteisi“ af strák-
unum að „leyfa Frökkunum að
vinna“ – þannig hafi þeir launað
þeim gestrisnina. Þau muni þó
halda með Wales, enda séu Wales-
verjar lítil þjóð eins og sú íslenska.
Inga Ragnarsdóttir segist hlakka
mikið til að taka á móti landsliðinu
þegar það komi til landsins aftur.
Morgunblaðið/Þórður
Stuð Þau Elías, Guðlaugur, Arnór, Eva Diljá
og Inga fögnuðu árangrinum á Rútstúni.
Hlakka til að taka á
móti strákunum
„Takk fyrir, strákar, við erum ótrú-
lega stolt af ykkur,“ segja Hörður
Sigurðsson og Kristín Pálsdóttir.
„Þið eruð frábærir,“ bæta Arnar
Páll og Sigurður Kári við.
Fjölskyldan lagði leið sína á Rúts-
tún í gær til að horfa á viðureignina
við Frakkland. „Liðsheild, seigla og
það að gefast aldrei upp kom okkur
svona langt,“ sagði Kristín. „Það er
búið að vera gaman í þrjár vikur,“
bætti Hörður við.
Morgunblaðið/Þórður
Kát Hörður Sigurðsson, Kristín Pálsdóttir,
Arnar Páll og Sigurður Kári Harðarsynir
„Búið að vera gam-
an í þrjár vikur“
„Það er ekki annað hægt en að vera
ánægður með þessa frammistöðu,“
segir Gunnþór Jens Matthíasson.
„Það var samstaða og góður andi í
liðinu,“ segir Gunnþór.
Hann er viss um að þessi glæsi-
legi árangur eigi eftir að hafa lang-
varandi áhrif hér heima. „Maður
hefur séð það hversu gífurleg aukn-
ing hefur orðið á þátttöku í yngri
flokkum handbolta og körfubolta í
kjölfar velgengni á stórmótum“
Morgunblaðið/Þórður
Bros Gunnþór Jens Matthíasson lagði leið
sína á Rútstún til að fylgjast með leiknum.
„Það er ekki hægt
að vera óánægður“